28 nóvember, 2003

Fordómar á móti BNA.

Eins og flestir lesendur vita þá er ég með helling af fordómum gagnvart BNA. En tvo síðustu daga hef ég brotið einn niður.

Hve oft höfum við talað um hve fáranlegt Bandarískt réttarkerfi, vitnað í hin ýmsu dæmi, um innbrotsþjófinn sem meiddi sig við innbrot og kærði svo húseigendur, við konuna sem setti "Cruise control" í gang og fór að hugsa um barnið, kærði síðan bílfyrirtækið fyrir að útskýra ekki nóg dótið, konuna sem brenndi sig á kaffibolla frá McDonald og fékk fúlgur fjár ofl. ofl.

En ég kynnti mér þetta, fór á Snobes og athugaði þetta.

Flestar sögurnar eru algert bull frá upphafi til enda, nema sagan umkonuna sem brenndi sig á kaffibollanum.

Þriðja stigs bruni á lærum og mjöðmum og McDonalds vissi að þetta gæti farið svona. Þeir áttu skilið að fá á sig þessa lögsókn.

Þannig að dómskerfið þeirra er ekki svona slæmt eins og við heyrum oft um.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli