12 febrúar, 2004

Jarðaför Steingríms Guðmundssonar

Hvenær á maður að fara í jarðaför? Það er haldin jarðaför í dag. Hann Steingrímur, eða Elli eins og hann var stundum kallaður, er að leggjast til hinstu hvílu í dag. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga um hvort ég ætti að fara í jarðaförina hans.

Steingrímur var vinur pabba. Ef ég hefði hitt hann úti á götu þá hefði ég heilsað upp á hann og spjallað eitthvað við hann. Spurt hann um hagi hans og fleira.

Ég á ljóslifandi minningu um hann og þáverandi sambýliskonu hans. Við fórum einhvern tíman í heimsókn þegar ég var lítill og ég man eftir útliti íbúðarinnar og hvernig þetta allt fullorðna fólk var að tala saman (foreldrar mínir og þau).

Ég vissi ekki mikið um hann Steingrím. Vissi að hann var að pæla í tónlist (eins og flestir þeir sem pabbi þekkir) og hefur unnið hitt og þetta í gegnum tíðina. Hann átti góða konu, sem hann bjó með í langan tíma. En það slitnaði víst upp úr því og það næsta sem ég veit þá er hann komin til Thailands og með Thailanska konu.

"Einn af þeim.... " hugsaði ég. En síðan kom Steingrímur til landsins og engin kona með honum... huh??? Frétti af honum þar sem hann fór á sjóinn og var þar í nokkra mánuði og fór svo aftur til Thailands til konu sinnar. Þar var hann víst að byggja upp svepparækt og komin með hús. Hringdi oft í pabba og þeir spjölluðu í nokkra stund.

En ég hef hugsað með mér af hverju ætti ég að fara í jarðaförina hans? Ég þekkti hann ekkert. Mér þótti ekkert vænt um hann.. þannig séð. Ég hef farið í tvær jarðafarir á ævi minni og í bæði skiptin var það bara eðlilegt að ég skyldi mæta. Í fyrra skiptið var það til að fylgja bekkjarfélaga mínum úr Foldaskóla til hinstu hvílu og í seinna þá var það náinn fjölskyldumeðlimur þáverandi sambýliskonu minni. Eðlilegt að maður mæti.

En núna er það ekki... en þá ver maður að velta því fyrir sér af hverju jarðafarir eru. Er það vegna þess að sál þeirra sem er farin sjái hvað hann átti marga vini? Eða er það til þess að ættingjarnir sjái það? Er það vegna þess að maður geti sagt að maður hafi samúð með þeim sem eru skildir eftir? Eða er það til þess að þeir sem mæti geti kvatt hann á sinn hátt?

Eru jarðafarir ekki til þess að þeir sem þekktu hann geti hist og kvatt þann sem er farin, allir með sínar minningar um hann. Allir eru með mismunandi minningar, hugsanir og tilfinningar tengdum gagnvart þessum einstaklingi. Gefa öllu tækifæri á því að klára og leggja til hvílu þær minningar. Af þeim ástæðum ætla ég að mæta í jarðaförina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli