06 júlí, 2005

Draumar

Fubar Draumur


Jæja enn einn draumapósturinn. Þetta var mjög skrýtin draumur. Hann byrjaði þannig að ég vaknaði heima hjá mér við einhvern skarkala frammi í stofu. Ég skreið úr rúminu (það var öfugt.. var upp við veggin sem Pablo er núna við). Fór fram, þá var feimni herbergisfélaginn með einhvern félaga hjá sér sem var snargeðveikur... var með hávaða og var að rífa upp einhvern plastlista upp í eldhúsinu. Var feitur, með svona harða lyfjafitu, og stór.

Ég leit á herbergisfélagann sem var úti á svölum að reykja!! Hann var að reykja einhverjar stórar svartar sígarettur. Ég spurði "Reykir þú?" og hann svaraði með derringi "vissir þú það ekki?". Ég fór spurði hann síðan hvað á að gera við þennan geðveika og hann yppti bara öxlum.. eins og það væri ekki hans vandamál. Eftir smá tíma af veseni og derringi þá tókst mér að koma þessum geðsjúklingi út og burt. Feimni herbergisfélaginn var bara þarna..

Ég fór aftur að sofa.. eftir að hafa legið upp í rúminu í smá stund þá vakna ég við það að það situr kærastan hins herbergisfélagans á rúmstokknum hjá mér. Hún segir mér að hafa engar áhyggjur, hann ætti að koma aftur fljótlega. Ég veit ekkert um hvað hún er að rugla og spyr hana hvað hún sé að meina. Hún segir að hann hafi bara skroppið aðeins út.. þurfti að hugsa. Ég fatta þá hvern hún er að tala um og spyr hvort að þau séu hætt saman og hún svarar "já, hann var svo vondur við dýrin" við þessu veit ég ekkert hvernig ég á að bregðast við. Hún segir að hann hafi farið að vatninu og elt upp fugla til að drepa þá. Hann hafi líka misþyrmt köttum í hverfinu. Þess vegna sagði hún honum upp.. vildi ekki vera með svona rugludalli.

Ég klæði mig og fer út til þess að sjá hvort að ég sjá hann. Eftir smá rölt kem ég að hóp af krökkum (á svona 4-8 ára aldri). Klukkan er eitthvað um nótt og þetta eru krakkar sem voru á leikskólanum mínum. Þar á meðal Tvíburarnir. Ég samt þekki þau ekki beint.... eins og þau hafi aldrei verið á leikskólanum. En aní vei.. þau eru vilt krakkarnir, bulla eitthvað um að hafa elt á.. sem hafi síðan horfið og þá voru þau stödd þarna. Ég segi þeim að þau geti sofið heima hjá mér.. og ég muni hafa samband við foreldrana. Þau koma með mér upp í íbúðina og það eru mikil læti í þeim. Hressir krakkar. Gef þeim að borða og bursta tennurnar með mínum tannbursta og síðan fara þau að sofa í mínu rúmi. Ég hringi á lögguna en engin kannast við krakkahóp sem er hafi týnst. Dæmigerðir foreldrar...

og þannig endar draumurinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli