25 janúar, 2006

Fyrsta gjöfin frá kærustunni

Fyrsta gjöfin frá Kærustu

Ég var að fara í gegnum minningakassan og tók þá upp fyrstu gjöfina sem ég fékk frá kærustu. Hún endaði í ruslinu með þeirri hugsun að af hverju í andskotanum ég hefði verið að geyma þetta.

Ég var rosalega feimin og óframfærin drengur en mikil tilfinningavera og varð rosa skotinn. Fyrsta kærastan. Ég var 18 ára og hún eitthvað álíka. Vorum saman í framhaldsskóla og kynntumst og urðum kærustupar.

Þegar kom að jólunum þá vildi ég nú gefa almennilega gjöf. Bjó til eina mest væmna gjöf sem nokkur getur gefið. Gaf henni bók með helling af ljóðum og minningum. Skreytti hana og vandaði mig mikið við hana. Gaf henni síðan hjartalaga hálsmenn sem í var fyrsti stafurinn hennar.

Já þetta var rosa væmið... og nei.. hef ekki gefið svona gjöf aftur.

En allavega... ég fékk auðvitað gjöf hjá henni. Ég man ennþá tilfinninguna þegar ég fékk hann í hendina. Lítill pakki en það skipti svo sem ekki máli. Þetta var svona filmubox og í því var leðuról sem var búið að setja dýrahöfuðkúpu upp á (minnir að það hafi verið músarhöfuðkúpu). Ég tók þetta upp og fann fyrir hryllingi.. hélt andlitinu gangvar fjölskyldunni og sagði að þetta væri voða sætt .. hún hafði sagt í kortinu að þetta minnti einhvern vegin á mig....

Ég gekk með þetta í nokkra mánuði.. þangað til að við hættum saman. Fannst þetta hryllilega ljótt og skildi aldrei hvað hún meinti með því að segja að þetta minnti á mig... Sagði alltaf við hana að þetta hafði verið rosa flott... vildi ekki að hún yrði leið yfir þessari gjöf.

Núna 9 árum síðar þá get ég loksins hent þessari gjöf og sagt að mér hafi aldrei fundist hún flott. Loksins!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli