27 maí, 2006

Kosningar

Kosningar

Í dag eru kosningar. Ég hef lengi verið að spá í þessu og langar að skrifa hellings pistil um kosningarnar.. hvað ég er að spá í að kjósa.. af hverju.. hvers vegna...

Hvaða mál eru mér hjartfólgin.. álit mitt á flutning flugvallarins (allt flug til kefló).. álit mitt á pólítik svona generalt..

langar að skrifa helling.. en nenni því ekki...

Ætla bara að segja að samkvæmt afstada.is þá á ég að kjósa samfylkinguna (50%) eða vinstri græna (40%). Og ég hugsa að kjósi þessa grænu.

En satt að segja þá er að ég spá að kjósa D-listann. Fór að spá í því hvort ég vildi sjá einhverja samsteypu stjórn.. D listin og f listin saman.. eða eitthvað álíka.. og það var ekki eitthvað sem ég vildi sjá.. og hvað get ég þá valið? Gefa D-listanum mitt atkvæði og kannski meirihluta í borgarstjórn? Láta Villa eftir borgarstjórastólinn og leyfa þeim að stjórna batteríinu eftir sínu höfði?

Er það ekki bara þjóðráð?

En málið er að ég hef sagt að ég muni aldrei kjósa D-listann.. finnst stefna þeirra í mörgum málum, einkavæðing, hylla undir þá ríkari o.fl... finnst hún bara ekki góð.

En er þetta bara ekki allt sama sjittið? Allt sama rassgatið undir þeim öllum? Manni grunar það nú oft að það sé svo... en lýðræði er lýðræði.. maður getur oft kvartað undan því.. en þetta kerfi er besti kosturinn af öllum þeim vondu sem eru í boði.

Ég veit ekki hvað ég á að kjósa.. ég mun örugglega taka ákvörðun þegar ég stend í klefanum og munda pennann.

En eitt get ég sagt með stolti "Aldrei kaus ég Framsókn".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli