08 nóvember, 2008

Verkefni fyrir skólann

Næstkomandi mánudag þá þarf ég að byrja á dagbók. Í hana þarf ég að skrifa pælingar, hugsanir, drauma og bara allt tengt sjálfum mér. Verð að gera það í 90 daga, 15 til 30 mínútur á dag. Síðan þarf ég að gera persónulega stefnumótun. Þarf að skrifa niður lífsýn, gildi, greina stöðu mína í dag (nota SVÓT, PESTEL o.fl,), markmið og greina þau niður í deilimarkmið og síðan gera áætlun um hvernig ég á að ná þeim markmiðum. Þarf að gera verkefnisáætlun fyrir Jens Ívar ehf.

Sjálfsskoðun á þessum tíma. Þegar ég vill helst spila til að gleyma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli