06 júní, 2005

Frásögn Romero

Sometimes when you look into the abyss... the abyss looks back into you


Fyrst var það skáldsaga sem setti mann í umhverfið.
Síðan var það frásögn blaðamans sem fór á staðin eftir atburðina og reyndi að lýsa aðstæðum.

Núna er það frásögn yfirmans Friðargæsluliðanna sem var staðsettur í Rúanda þegar þjóðarmorðin átti sér stað. Maður sem horfði á þúsundir deyja með þær skipanir á bakinu að hann ætti ekki að aðhafast neitt.

Ég svaf lítið sem ekkert í nótt.. ég get ekkert hugsað um annað en þessa frásögn. Ég veit að hún á eftir að vera verri en hún er núna. En ég get ekki hætt. Það er engin von í þessari bók. Hún lýsir nokkrum mánuðum í lífi mans sem hefði átt að vita að ástandið var vonlaust og hann gæti ekkert gert. Þessi maður gat ekki slitið sig frá þessu ástandi og reyndi hvað hann gat til þess að gera eitthvað... eina sem hann á eftir að geta gert er að horfa á aðra þjást og vini sína deyja.

Ég er heltekin og hræddur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli