13 júní, 2005

Laila Ali

BOX

Ég horði á box á laugardaginn. Fór með Ella til kunningja hans og horfði á Tyson. Var bara nokkuð skemmtilegt. Horfa á gamlan Tyson lemja einhvern Íra. Hann var orðin of gamall til að geta staðið í þessu svona lengi.

En það sem var skemmtilegt við kvöldið var Laila Ali. Hún var sýnd sem upphitunarbardagi. Ali vs. Toughill. Ali pakkaði hinni saman og gerði það vel. Var helvíti gaman að fylgjast með stúlkunni.

Ég var ekkert hrifin af boxi hér áður fyrr. Fannst það barbarísk íþrótt (ef íþrótt skildi kalla). En síðan fór maður að æfa box og þá breyttist viðmótið. Sá hvaða tækni þetta er og fann fyrir því að þolið var eitt, tvö og þrjú í þessari íþrótt. Þetta er íþrótt þar sem þol, snerpa og styrkur tveggja keppenda mætast.

Mér sýnist Laila Ali vera íþróttamaður sem er þess vert að fylgjast með.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli