Það er ákveðin fegurð í því að sjá barn brosa og gleðjast yfir uppgötvunum.
Það er ótrúlegt að horfa á 6 ára gömul börn sem eru svo fullorðinsleg og manni finnst þau vera svo miklir karakterar og persónur. En síðan sér maður 6 ára bekki í grunnskóla þar sem þau eru svo lítil og óþroskuð að það hálfa væri nóg.
Að vinna í leikskóla er sérstakt. Gríðarlegt álag, ótrúlega mikið af mannlegum samskiptum sem gera oftast ekkert annað en að flækja fyrir manni vinnuna (maður þarf að hugsa um foreldrasamskipti o.fl.).
Er ég sáttur við vinnuna? Já, mjög sáttur oftast.. það koma dagar þar sem mig langar að hringja aftur í Lánstraust og biðja um gömlu vinnuna. En svo koma dagar eins og þessi í gær. Og hann var frábær. Þá fara allar hugsannir um að breyta um vinnu út um gluggann og maður nýtur lífsins.