30 desember, 2005

Síðasti...

Síðasti pósturinn

Ég hugsa að þetta verði síðasti pósturinn sem ég skrifa...

.. á þessu ári og í vinnunni.

Já í dag er síðasti dagurinn í vinnunni minni. Hef unnið hjá Lánstrausti hf í rúm þrjú ár. Já ég byrjaði hjá Lt í okt 2002. Líkaði mjög vel í þessari vinnu og mun sakna hennar.

Nýtt ár er að ganga í garð. Á þessu ári voru nokkrir markverðir atburðir og auðvitað þarf maður að gera lista yfir þá.

1. (ritskoðað)
2. (ritskoðað)
3. Síða hárið fauk og skeggið með því. Hef ekki séð eftir því á neinn hátt.
4. Loksins var farið á höfðaströnd í Jökulfjörðum með ömmu. Frábær ferð í alla staði en heldur stutt.
5. Nurnberg ferðalagið. Á allan hátt mjög skemmtilegt ferðalag.
6. Uzbekistan Fiaskóið. Sjit hvað það var mikið bull.
7. U2 tónleikarnir - loksins sá maður goðin. Nú er bara spurning hvenær maður fer aftur.

Hugsa að það bætist við einn atburður, kveðjugjöf Lánstraustar.. maður er alveg hrærður.

22 desember, 2005

Beta Rokk

Beta Rokk


Var inná kaffistofu áðan að hlusta á umræður um sjónvarpsþátt Gilzanagger og hina stelpuna.. þarna.. þið vitið.. ení vei..

Umræðurnar fjölluðu um hvað það væri auðvelt að vera frægur á Íslandi og maður þurfti ekki að gera neitt til þess að vera frægur. Það var þá minnst á hana Betu Rokk og var sagt að hún hafi verið fræg fyrir ekki neitt.

Maður hefur svo sem heyrt þetta áður. Verið mikið neikvætt rætt um þá stúlku. Ég ætla að leyfa mér að fjalla aðeins um hana og reyna að segja mitt álit af hverju hún hafi ekki verið fræg bara fyrir ekki neitt og jafnvel að reyna að rökstyðja það. Ég held að betra væri að nota orðið "þekkt" en þar sem það er alltaf sagt orðið fræg í tengslum við hana þá ætla ég að halda því.

Hún Beta varð "fræg" fyrir að vera í hljómsveit sem hét " Á túr", hún var frægur bloggari, gaf síðan út bók og var í útvarpþætti með honum Sigurjóni Kjartanssyni eftir að Jón Gnarr hætti og áður en hann fór í þátt með Dr. Gunna (ef mig minnir rétt).

Hvað gerði hana fræga? Af hverju fékk hún tækifæri á að gefa út bók? Ég held að hún hafi verið ein af þeim fyrstu sem byrjuðu að skapa sér persónu sem hún sýndi síðan í fjölmiðlum og í gegnum bloggið sitt. Hún var, að sögn, frekar berorð á blogginu sínu og það ásamt því að vera í hljómsveit þá voru tekin viðtöl við hana. Þar sem hún lét þessa sköpuðu persónu tala (þessa Betu Rokk). Þar lét hún allt flakka og annað hvort var fólk hneykslað eða það hló dátt að þessu. En alveg sama hvað þá hafði fólk skoðanir á því. Hún hefur hæfileika á ritsviðinu sem sést á bloggsíðunni hennar. Maður á auðvelt að með komast inn í hugarheim hennar, sýnir manni hugarheim sem sjaldan er settur niður á blað. Þannig að einhver ákvað að gefa henni tækifæri á því að gefa út bók.

En ég held að þetta umtal og þessi frægð hafi kannski gerst of hratt. Hún nýtti sér hana, skiljanlega, en kannski á köflum þá hafi hún tekið ákvarðanir sem voru ekki góðar (útvarpsþátturinn með Sigurjóni er gott dæmi.. þar sem hún var 100% aukahlutur á móti Sigurjóni). En anívei...

Hún Beta Rokk var persóna sem var sköpuð af Elísabetu. Að mínu áliti þá er hún að vissu leyti frumkvöðull á Íslandi með þessa aðgerð. Sem margir hafa nýtt sér. Gilzinagger, Silvía Nótt eru dæmi sem við erum að horfá á í dag. Býr til berorðan karakter sem er ýktur og þetta hefur virkað nokkuð vel.

21 desember, 2005

Muggison

Tónlist

Er búin að skrifa tvo pistla en setti þá báða í bið. Var ekki ánægður með þá en kannski birti ég þá seinna, þegar maður hefur lagað þá til.

En langaði að láta ykkur vita hvað er hæst á gæsahúðaskalanum þessa dagana.

Það er lagið ljósvíkingur eftir Mugison/Hjálma.

Snilldar lag.

20 desember, 2005

Eitthvað

And now for something completely diferent....

Hef ekki hugmynd um jólagjafir.. hvað vil ég.. hvað vil ég gefa? Hugsaði um gamla dótið.. og fann ekkert.. vildi ekki vekja öfund og leiðindi.. fúlt mar.. hausinn á mér er stundum of stór..

ég hugsa of mikið.. held að ég sé búin að finna einhverjar jólagjafir.. pabbi og mamma.. hún er líka alltaf sú sama.. systir.. það er nú meira bullið.. fann góða jólagjöf handa HB en hann var of ungur.. frekar fúlt... soldið karlrembuleg en var flott..

brói.. get alltaf gefið honum einhverjar dvd myndir.. hlýt að finna eitthvað sem hann á ekki fyrir...

stundum langar mig að standa á haus og drekka vatn í leiðinni.. hef heyrt að það eigi að lækna hiksta.. held að það sé bölvað bull en hvað veit maður.. ég hef allavega ekki prófað þessa aðferð.. sérstaklega þar sem ég kann ekki að standa á haus... 7 vinnudagar eftir í LT. ... þá kemur nokkrir dagar í undirbúning fyrir ferðina miklu.. ætla reyna koma mér í sjálfboðavinnu í gamla leikskólanum mínum.. spurning hvort að það sé hægt.. vonandi.. missti af muggison-trabant-hjálmar tónleikunum.. langaði á þá.. fúlt..

king kong var góð.. fílaði hana.. væri jafnvel til í að sjá hana aftur..

var að selja eitt spil í vinnunni.. til stelpu sem er mjög heillandi.. hélt einu sinni að hún væri að reyna við mig.. hugsa að það hafi verið misskilningur.. eða ég hafi bara verið svona óheillandi þegar leið á.. en það er langt síðan.. örugglega um tvö ár... sjit hvað tíminn líður hratt..

Hann Bjössi sagði í jólaboðinu að við höfðum gert þetta í 13 ár.. sjit... man ekki eftir fyrsta skiptinu.. ef það er rétt sem Bjössi segir.. þarf eiginlega að sjá myndbandið sem var tekið upp.. þar sem ég var enn í mútum..

nostalgían... en núna var þetta jólaboð vel heppnað.. fyrir utan að kveikja í Leif og Bjössa.. varð of stressaður á tímabili.. my bad.. en talandi um jól.. þessi jól verða krakklaus.. bara gamla settið og brói.. verður sérstök upplifun.. maður fær örugglega ekki að opna pakka á undan matnum og það er alltaf fúlt.. á eftir að sakna barnanna.

12 desember, 2005

Harry Potter

Harry Potter er snilld

Um helgina þá var í hópi fólks og talið barst að Harry Potter. Fólk fór að fussa og hneykslast yfir honum og lýsa því yfir að það skildi þetta ekki. Sagði að það væri ekkert frumlegt í þessum bókmenntum og margar bækur væru betri. Ég reyndi að malda eitthvað í móinn en var ekkert að segja neitt kröftugt við því. Leyfði fólki bara að röfla um þetta ef það vildi.

En þar sem ég á blogg síðu og það er akkúrat fullkomin staður fyrir að reyna svara svona athugasemdum. Eins og þetta dæmi sýnir

Fólk sagði (og auðvitað er þetta staðfært)
"ég skil ekki af hverju börn eru að falla fyrir þessu". Svar: Ég skil ekki af hverju fólk fer í messur.. en það gerir það samt.. kannski er bara gott að fólk hafi mismunandi smekk.

"Það er ekkert frumlegt við þessar bækur, Dumbledore er eins og Gandalfur" Svar: Já það er rétt að að Dumbledore er eins og Gandalfur og Harry Potter er dæmigerður "hin útvaldi" sem kemur fram í flest öllum fantasíu bókmenntum. En frumlegheitin eru ekki því heldur hvernig Rowling blandar algengum sögum og mýtum saman. Hver kannast ekki við leiðinleg stjórnmál og vinsældarpólitík.. en í hvaða fantasíubókmenntum er fjallað um galdraráðherrann og talað um að það sé verið að staðla alla galdra og notkun þeirra. Hver hefur lesið um skriffinnsku í galdraheimi?
Hver hefur ekki heyrt talað um nornin á kústsköftum? En hverjum hefur dottið í hug að byggja upp íþrótt sem byggist á því?
Síðan má ekki gleyma því að jú hann Dumbledore er mjög líkur Gandalfi hinum gráa í útliti en hegðun hans er ólík. Hann gerir mistök og segir stundum tóma þvælu (og getið ímyndað ykkur hvort að það eina sem Gandalfur óskar sér að vera með fleiri sokka?)

"Þetta er bara dæmigerð fantasía og það eru margar betri heldur en þessi" Svar: Betri er auðvitað smekksatriði, en við skulum ekki fara nánar út í það hér. Málið er að það Harry Potter er ekki dæmigerð fantasía. ég mundi frekar segja að Harry Potter eru "fimm Bækur" þessara kynslóðar. Í hefðbundnum fantasíum þá er búin til heimur, annar heimur og sagan gerist þar. Þar eru önnur landanöfn og konungar og keisarar ráða ríkjum. En í H.P þá gerist sagan í okkar heimi. Það er verið að tala um England, Rúmeníu, Frakkland. Það er farið í frekar dæmigerðan breskan skóla og kennt galdra með hefðbundnu sniði. Sögupersónurnar þurfa að kljást við hefðbundin vandamál (s.s unglingabólur, prófkvíða, vinarslit, ástir o.s.frv.). Ég hef lesið margar fantasíubókmenntir og ég held að ég geti sagt að það hafi aldrei verið fjallað um prófkvíða í þeim.

"En...." Svar: Og nú í þessum nútíma er alltaf verið að kvarta yfir því hvað börn lesi lítið. Hvað börn eyði öllum sínum tíma í tölvur og vídeo. Er þá hægt að kvarta yfir því að níu ára gömul börn leggist í að lesa 700 bls doðranta. Ekki bara einn heldur þrjá! Eigum við ekki bara að fagna því og styðja það í stað þess að nöldra yfir því? Fagna því að hún J.K. Rowling hafi skapað heim sem miljónir barna og fullorðna dást að?

08 desember, 2005

Hjálpum þeim

Hjálpum þeim
Þeir eru svo miklir aumingjar


Þessa dagana heyrist lag í útvarpinu. Lag sem margir kannast við. Lag sem var útsett fyrst (svo að ég viti til) 1986 til þess að safna fyrir hungursneyð í Eþíópíu. Nú tæpum 20 árum síðar þá hefur verið safnað öðrum hópi manna og nú er verið að safna fyrir fórnarlömbum jarðskjálfta í Pakistan.

Mér finnst þetta skemmtilegt lag og syng með því hástöfum ef ég heyri það og er einn í bílnum. Syng nú ekki textann sem fylgir með laginu heldur breyti honum aðeins eftir því hvernig ég upplifi hann.

Finnst textinn og hvað þá myndbandið svo úrelt að það hálfa væri nóg. Hungurklám af verstu sort.. það sem er verið að koma okkur til þess að vorkenna þessum aumingjum þarna út í löndum svo við hendum einhverjum þúsund köllum í þau.

Af hverju er textinn hörmung? Og af hverju er myndbandið hræðilegt? Nú í textanum kemur fram "birtast myndir". Það birtast ekki myndir af svörtum nöktum börnum í sambandi við Pakistan. Heldur birtist myndir af fólki í tjöldum sem er hrakið, út af kulda og trekk. Það hefur víst ekki verið talið nógu "söluvænt". Það er talað um Jesú Krist og að hann geti leitt mannkynið. Pakistanar eru Múslimstrúaðir.

Síðan má ekki gleyma því að spurningunni "af hverju er Pakistan í svona miklum vanda"? hvers vegna er land sem er með kjarnorkuáætlun og öflugan her að biðla til heimsins um að við hjálpum þeim? Þeir hafa nægan pening til þess að halda úti kjarnorkuvopnum og her. Hví gengur ekki að hafa nauðsynjar fyrir íbúa landsins?

Síðan má ekki gleyma því að þessi peningar fara í hjálparstofnun kirkjunnar. Sem halda úti gott starf en oft mjög kristintrúar miðað. Stofna skóla í t.d Simbabve sem er eiginlega hálfgerður biblíu skóli. Það finnst mér alger hræsni. Hjálpum öðrum og troðum í þá boðskap í leiðinni.

En þetta gerir víst gott... við hérna á vestrænu löndunum getum linað samvisku okkar í nokkra stund. Erum búin að bjarga þeim.. jeeee.....

06 desember, 2005

Veikindi

Veikindi

Enn einn dagurinn í veikindi. Urrr... ég nenni þessu ekki. Núna er það dettifossa nefrensli og hálsinn í kássu. Vaknaði upp um fimm leytið með beinverki, lá upp í rúm og vorkenndi sjálfum mér þangað til vekjaraklukkan hringdi um sjö leytið. Ætlaði að vera voða duglegur og fara í sturtu og solleiðis en slökkti á vekjaranum og tók eina íbúfen og lagðist aftur.

STEIN SOFNAÐI.

vaknaði klukkan hálf tólf og tiltörulega hress. Koddin fullur af hori og slefi og ég ekki búin að láta vita af mér í vinnunni. Hringdi í yfirmanninn og hann sagðist hafa grunað þetta (sem ég veit enn ekki hvort að sé góður eða slæmur hlutur).

Nú er ég hressari. Er svangur og enn með nokkuð mikið nefrensli. En komin á ról.

01 desember, 2005

Afmæli Afa Inga

Afmæli Afa og aðrar pælingar

Fór í afmælið hjá Afa Inga í gær. Kallinn varð 75 ára og ég kíkti í kaffi til hans. Ég bjóst við því að ég mundi vera þarna til svona hálf níu - níu en raunin var sú að ég kom út klukkan hálf ellefu. Var með foreldrunum mínum (gamla settinu) og vildi auðvitað fá far hjá þeim. En ég skemmti mér konunglega í þessu litla kaffiboði. Það var skiljanlega mikið spjallað og það var mjög skemmtilegt. Kannski er maður komin með einhvern þroska sem leyfir manni að njóta þess betur.

Auðvitað voru margir að rifja upp gamla tíma. Minnast þess að þegar í 4 hæða byggingu, í einum stigagangi bjuggu 44 börn undir fermingar aldri (átta íbúðir). Þegar öll systkini pabba (voru 5 börn) fengu saman jólagjöf frá foreldrum sínum. Þegar ég var á þessum aldri þá hugsa ég að ég hefði hneyklast og orðið sár. Nútiminn upplifi ég sem mun verri í þessum efnum. Það vantar ekki peninginn á milli handana hjá fólki og auðvitað finna börnin fyrir því. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort að það sé gott eða slæmt.. sveiflast oft á milli.

30 nóvember, 2005

Kraumandi hugsanir

Að hugsa

Er að hugsa of mikið þessa dagana.

Harry Potter og Fönixreglan er bara nokkuð góð bók. Mun skemmtilegri í annað skiptið. En maður á að lesa hana strax á eftir eldbikarnum.

Er með mikin verk í vinstri únliðnum og það er að að valda mér miklum leiðindum. Ætli ég geti afsakað rafrausarleti með þessu?

Annars er ég búin að segja upp í báðum vinnum og brottför nálgast hratt.

Líður vel þessa dagana, en fæ lítin svefn og hugsa of mikið.

Ætti að hætta því.

28 nóvember, 2005

Helgin


Föstudagur, var mjög slappur fyrri hlut dags. Lá upp í rúmi með ógleði og vanlíðan. Veit ekki hvað var málið. Kannski draumurinn sem mig dreymdi (sjá neðar), kannski blóðtakan, kannski ælan sem ég sá í bíó.. kannski blanda af þessu þrennu.
Dreif mig samt í matarboð þar sem ég eldaði matin sjálfur. Það var nokkuð gaman.

Vaknaði svo snemma á laugardeginum og fór á Kjalarnes til þess að taka þátt í "Á flótta" leik. Var að leika skrifstofublók sem fór eftir reglum og síðan svartamarkaðsbraskara sem vann sem leiðsögumaður. Tafðist gríðarlega í þessum leik vegna myrkurs og kom seint í spileríið sem ég skipulagði sjálfur. Skamm skamm. Vona að drengirnir sem ég bauð hafi ekki orðið of fúlir og veri jákvæður þegar ég spyr hvort að þeir vilja koma spila aftur.

Sunnudagurinn var bara hangs dagur en fór svo um kvöldið á Sigurrósar tónleika. Sem náttúrulega voru snilld. Pirrandi fólk í kringum mann sem eyddi meiri tíma að horfa á tónleikana á skjá eða í gegnum linsuop heldur en að njóta þeirra en ekki er á allt kosið.


DraumurinnEinn sjúkasti draumur sem mig hefur dreymt upplifði ég á aðfaranótt föstudags. Innihald hans var misknuarlaust dráp á hesti. Viðkvæmum sálum er bent að fara annað.

Ég og önnur stelpa (sem ég veit ekki hver er) vorum í mikilvægu en erfiðu verkefni. Okkur hafði verið sagt að það hefðu djöflar tekið sér bólfestu í hestastóði. Það þurfti að lífláta alla hestana. Ég og þessi stelpa teymdu einn hestin frá, hann var rólyndisgæðingur svona snögghærður, fallegur hestur (var grábrúnn á lit.. held ég). Við þurftum að ná hausnum af en höfðum engin almennileg verkfæri. Svo að ég tók heykvísl í hönd og stelpan hélt á malarskóflu. Ég rak heykvíslina í hálsin á honum og hélt honum kyrrum með miklum erfiðismunum á meðan stelpan vann í því að höggva af honum hausinn. Hún var fyrir ofan hann (af einhverjum orsökum) og stakk honum sífelt í hálsinn. Hjó sífelt en það var erfiðleikum háð að brjóta beinin í honum.

Eftir svona þrjú högg þá byrjaði blóðið að flæða. Það slettist í andlitið mitt en ég hugsaði sem minnst um það vegna þess að ég bar ábyrgð á því að halda honum kyrrum.

Ég vaknaði þegar hesturinn var að leggjast niður vegna þess að við höfðum brotið hrygginn hans.

Mér leið illa þegar ég vaknaði. Ógleði og ældi einhverju galli og öðru. Lá lengi upp í rúmi hugsandi um þennan draum. Hvaðan hann hafi komið, óraunveruleikann í honum (get ekki ýmindað mér að geta haldið hest á meðan það er verið að taka af honum hausinn með skóflu) og tilfinninguna sem var í mér í draumnum. Þetta var nefnilega ekki martröð. Mér leið eins og ég væri í vinnunni þegar ég hélt um heykvíslina og notaði krafta mína til að halda honum kyrrum.

Kvikmyndastöff

Þessi þurfti að fjúka með...The Movie Of Your Life Is A Cult ClassicQuirky, offbeat, and even a little campy - your life appeals to a select few.

But if someone's obsessed with you, look out! Your fans are downright freaky.Your best movie matches: Office Space, Showgirls, The Big Lebowski

24 nóvember, 2005

Blóðgjöf

Blóðgjöf

Ég ætlaði fyrst að skrifa einhver pistil þar sem væri lýst hetjudáði dulinnar hetju sem bjargar einhverjum ókunnugum frá bráðri hættu. Ætlaði að var með mynd af Batman með til þess að koma með sambærilega hetju og ég væri.

En síðan datt mér það í hug að þá væri ég að draga úr þessu. Það er alveg óþarfi að hæpa þetta upp. Þeir sem stunda blóðgjafir eru bara venjulegir menn og konur, skúrkar sem góðmenni. Af einhverjum orsökum þá hafa þeir ákveðið að gefa blóð.

Ég gaf 450 ml af blóði í dag. Af hverju? Vegna þess að ég sé enga ástæðu til þess að gera það ekki. Hvet alla sem geta að gera slíkt hið sama.

Útrás

Útrás

Hvað á ég að taka með mér?
Hvað á ég að skilja eftir?
Hvað á ég að gera við rúmið mitt?
Hvaða spunaspilsbækur eiga að fara með mér?
Hvernig á að ég geyma allt þetta dót (allar þessar bækur?)
Hvernig verður Prag?
Mun ég fá heimþrá?
Munu ættingjar og vinir koma í heimsókn?

Já ýmsar spurningar vakna.

18 nóvember, 2005

Punktar

Ábendingar og punktar


Nýjar myndar eru komnar á myndasíðuna. Eru frá keilumótinu í vinnunni. Ég stóð mig frekar illa en minn hópur vann verðlaun fyrir frumlegustu búningana.

www.urbandead.com er þrælskemmtilegur leikur á netinu.. en það er kannski soldið erfitt að komast í fílingin á honum. Endilega kikið á hann og látið mig vita í gegnum simplyjens@gmail.com, svo að ég geti aðstoðað.

Er búin að vinna annan leik í diplomacy. Við vorum þrír sem skiptu sigrinum á milli. En búin að tapa nokkrum, en það er leiðinlegt að tala um það.

Er að stjórna campaigni í Iron Kingdom.. og satt að segja þá held ég að þetta sé toppurinn.. hingað til. Alveg ótrúlegt hvað allt smellur saman.

James Grant er byrjaður aftur að skrifa um ævintýri Jay. Einn sjúkasti húmorinn i bransanum. Mæli með því

Tröllaspurningar

Þegar maður getur ekki skrifað um neitt....

Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?
Veit nú ekki hvort að ég sé samála þessu..

16 nóvember, 2005

Skriftir um blogg

Að geta ekki tjáð sig fullkomlega

Þessa dagana er ég ekki mikið að skrifa hérna á þessa rafraus. Aðallega er ástæðan sú að ég er að hugsa um hluti sem maður getur ekki skrifað um á opinberum vettvangi. Þá ætti maður í hættu á því að særa ýmsa aðila í kringum sig.

En ohh well... C´est la vie.

Er búin að finna hlaupahjólið mitt, hanskana mína og meira að segja húfuna mína. En kortaveskið hefur ekki komið í leitirnar. Ég er að halda í þá von að það sé ekki týnt og tröllum gefið. Ferlegt að þurfa punga út peningum fyrir ökuskirteini og solleiðis. Og síðan var ég með gatað afsláttar skirteini fyrir nonnabita! Mikil sorg að láta það hverfa.

En vona að það finnist.

14 nóvember, 2005

minnisleysi

Minnið mitt

Minnisleysi mitt náði nýjum hæðum þessa helgi. Ég týndi hönskunum mínum, kortaveskinu og núna í morgun áttaði ég mig á því að ég veit ekki hvar hlaupahjólið mitt er staðsett.

Hanskarnir mínir eru heima hjá foreldrum mínum. En ég gleymdi þeim þar rétt áður en ég fór í leikhúsið. Kortaveskið hvarf einhverstaðar á milli strætós og heimili systur minnar og ég hef ekki hugmynd hvar ég setti hlaupahjólið..

jæja.. eflaust búin að gleyma einhverju í vibót.

07 nóvember, 2005

Flutningar

Flutningar og drykkja

Ég var beðin um að hjálpa vini mínum að flytja á laugardaginn. Mér fannst það sjálfsagt mál. Oftast er maður tilbúin að aðstoða vini sína við svona mál.

Ég mæti um þrjú og fólk var mætt á svæðið. Þetta gekk mjög vel og verkið var lokið um sex (að mig minnir). Það eina sem ég fann að þessum flutningum var stærð flutningabílsins. Var of lítill og mikil hætta á skemmdum á mublunum. Síðan þarf að púsla miklu meira þegar sendibílinn er lítill.

Eftir flutningarnar var boðið upp á bjór og Pizzu. Var nokkuð sáttur við það. Ég og R- ið ákváðum að skella þessa upp í kæruleysi og detta í það. Vorum á leið heim til hans þegar Kiddi hringdi.. og bað okkur um aðstoð við að flytja.

Ég hugsa að R-ið hafi filterað aðeins upplýsingarnar áður en hann sagði mér frá þessu. Hann sagði "einn þvottavél eða svo". Við mættum þangað um hálf sjö og dvöldum þar í rúma tvo tíma. Það var uppþvottavél, þvottavél, þurrkari , risa sjónvarp, sófasett í þremur pörtum, rúm og skenkur. Þetta var dæmi um hvernig flutningar eiga ekki að vera. Við vorum bara þrír og frekar litlum bíl. Ef tveir hefðu verið í viðbót þá hefði þetta tekið mun styttri tíma og ég hefði ekki verið með marblett í dag.

En eftir flutningana þá enduðum við í partíi þar sem var tekið í singstar , fussball og farið í tíkalla drykkjuleikinn. Daginn eftir þá var ég að velta því fyrir mér hver í andskotanum kom þessari hefð með flutningar og bjór í gegn. Ég vaknaði þunnur og með geðveikar harðsperrur. Þá var ekki gaman að lifa.

02 nóvember, 2005

Víðar buxur

Buxurnar mínar.

Fyrir nokkru steig ég á vigtina og sá 94 kg. Horfði á þetta og fannst þetta vera nokkuð hátt. Fann líka að flestar buxur voru að verða of þröngar. Ég ákvað að gera eitthvað í því!

Og keypti mér stærri buxur. Nennti ekki að standa í neinu veseni með þetta. Langaði ekki og talaði mig inná það að ég hefði ekki tíma til þess að fara í ræktina.

Þessar buxur sem ég keypti hafa staðið sig vel. En nú er er komið babb í bátinn. Þær eru að verða of víðar.

Hef eitthvað verið að léttast á síðustu mánuðunum. Ég held að það sé hlaupahjólið eigi stóran hlut í þeirri þróun. Eflaust eru einhverjar aðrar sakir til staðar á þessu en ég ætla ekkert fara út í það hér.

En ég þarf eflaust að fara gera eitthvað í þessu.. kaupa mér aðrar þrengri buxur.. en er samt ánægður með þróunina.

01 nóvember, 2005

Fréttir

Fréttir

Ég er komin í þann pakka bara að telja upp hlutina sem eru að gerast fyrir mig dags daglega. Stundum er maður bara þurrausinn.

En já ég er búin að ákveða að hafa simplyjens@gmail.com. Leist vel á þá hugmynd sem hann Leifur kom með. Fær hann klapp á bakið fyrir vikið næst þegar ég hitti hann.
Msn-ið verður óbreytt xivar_77@hotmail.com.

Ég hafði samband við hjúkrunarfræðing vegna eyrnamergvandamálsins og hún sagði mér að nota eyrnapinna við að hreinsa út úr eyrunum en bara fara varlega. Ég fékk lánaðan eyrnapinna heima hjá mömmu og veiddi líka þennan ágæta hlunk úr hægra eyranu. En þá þarf ég ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Lausn komin í eyrnamergsmálið!

Spilaði Twilight Imperium á sunnudaginn með Stefáni og fleirum. Spil sem var blanda af Game of thrones, diplomacy og axis and allies með catan borði. Það virkaði vel á mig en það voru tengingar í því spili og ég er alltaf skeptískur á teninga.

Serenity er á morgun...

Fór á Forðist okkur á laugardaginn (EKKI LESA NÆSTU SETNINGAR EF ÞÚ ERT VIÐKVÆM SÁL). Frábært leikrit. Það voru brotin öll mörk, talað um misnotkun á börnum, sjálfsmorð, heimilisofbeldi, morð, satanisma, einelti gagnvart fötluðum, ofl. ofl. Toppurinn (eða botninn) á leikritinu þegar sögð var setningin "pabbi, geturu bara ekki misnotað mig þegar friends er búin?" Ég hló mig vitlausan, en skammaðist mín oft.

27 október, 2005

Gmail og fleira

Vefpóstur


Ég er að spöglera.. ég er á leiðinni út og missi þá póstfangið mitt sem ég er með núna. Hef verið að velta því fram og til baka hvaða netfang ég á að vera með.

Ég gæti notað msn netfangið xivar_77@hotmail.com. En það er bara ekki nógu skemmtilegt netfang og hotmail er bara ekki nógu skemmtilegur.

En þá datt ég inná gmail. Ég náði mér í netfangið 2oo5774509@gmail.com. En það eru tvo o en ekki núll í 2oo. Held að það gæti verið óskiljanlegt fyrir marga. Síðan hef ég verið a hugsa um að hafa bara O í staðin fyrir núll. en held að það sé sama vandamál þar. Var að spá í JIA2005774509@gmail.com en það er langt og soldið ruglandi.

þá má ekki hafa sivar en sivarinn er laust, gaurinn er upptekið, líka thedude. jensivar er upptekið en ekki jensivaralbertsson. Vantar eitthvað gmail netfang sem ég gæti þolað að hafa í langan tíma og væri auðvelt fyrir alla að muna.

Einhverjar hugmyndir?

26 október, 2005

Fréttir

Fréttir af hinu daglega amstri


1. Vann fyrsta leikinn minn í diplomacy. Þetta var nú ekki sannur leikur heldur fjögurra manna variation. Ég vann á því að vera heiðarlegur og svíkja ekki neinn. En þegar einhver sveik mig þá var hann étin (tveir reyndu að svíkja mig). Það virtist vera að engin af keppinautum mínum hafi talað saman.
2. Talaði við hjúkrunarfræðing um eyrnamerginn, hann sagði að ég ætti að ekki að hafa neinar áhyggjur, ef ég gæti náð þessu sjálfur úr eyrunum þá ætti ég bara að gera það. Sagði jafnframt að fara varlega.
3. Ég held að Iron Kingdom campaignið mitt sé eitt það besta sem ég hef stjórnað. Moral dilemmas, óvinir sem eru ekki svartir og vondir við fyrstu sín, cool karakterar og aðstæður. Hef samt áhyggjur af kvöldinu. Gæti farið illa.
4. Það dó karakter hjá mér á laugardaginn og hann var lífgaður við. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.
5. Hef örlitlar áhyggjur af póstinum mínum þar sem ég skrifaði um kynferðislega misnotkun. Ég er á báðum áttum en þeir sem svara mér eru með sterkar skoðanir á þessu. Það er að segja dauðarefsingum. Veit stundum ekki hvað ég á að hugsa. Hef ekki myndað mér skoðun. Var einu sinni á því að lífið væri heilagt. Sú skoðun hefur breyst.
6. Hlakka til að fara til Tékklands. Vona að Raggi skelli sér með. Held að við gætum verið ágætis herbergisfélagar.
7. Jungle Speed. Verður maður ekki fara skella því í gang?

24 október, 2005

Eyrnamergur

Hreinsun á eyrum
annar eyrnamergpistill

Fyrir nokkru þá skrifaði ég um eyrnamerg. Eftir að hafa fengið mjög áhugaverð og skemmtileg viðbrögð frá ýmsum þá ákvað ég að prófa þessi ráð sem fólk gaf mér. Ég hætti að nota eyrnapinna.

Ég hef ekki fundið fyrir neinum óþægindum ennþá en í fyrradag (á laugardaginn) þá fór ég í sturtu og fann fyrir hellu í eyrum. Ég blés út og hellan losnaði en kom stuttu seinna aftur. Ég blés aftur út og áhrifin voru þau sömu.

Ég fór úr sturtunni og fann fyrri þessari hellu enn. Síðan gerðist það að ég blés heyrði hljóðhimnuna poppa (á maður ekki að segja það), en hellan var ennþá til staðar. Þá var ég orðin pirraður og skrapp inná klósett og náði mér í eitt stykki eyrnapinna. Ég stakk honum inn og heyrði að hann fór strax í eitthvað. Ég dró hann út og hann var með mikinn skít á sér.

Ég gerði þetta nokkrum sinnum og einhvern veginn þá dró ég út þessa risahlussu. Þá meina ég RISA-hlussu. Miklu stærri en ég hafði séð áður. Meira að segja svo stór að ég tók mynd af henni! (vinur minn sagði að ég ætti ekki að setja hana inná vefsíðuna mína).

Hellan fór og hef ekki fundið fyrir henni síðan. En ég trúi ekki að þetta eigi að vera eðlilegt. Að það komi heilt fjall af eyrnamerg úr eyrunum mínum og að eyrnamergurinn loki fyrir heyrn.

Það getur ekki verið eðlilegt. En síðan er spurning hvað er hægt að gera. Hvort að maður eigi að taka aftur upp eyrnapinnann eða kíkja til læknis til þess að athuga hvort að þetta sé í lagi?

21 október, 2005

Kynferðisleg misnoktun

Reiði
vegna kynferðislegrar misnotkunar


Hvað telst hæfileg refsing fyrir kynferðislega misnotkun? Í gær var dæmt í máli og hinn ákærði var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og brotaþolanum var dæmt bætur upp á 1,2 miljón.

Ég með mína sjúklega* huga fór og leitaði upp dóminn. Mæli ekki með lesningu hans. Smáatriði og viðbjóður kemur fram í honum.

Er það rangt af mér að fyllast reiði yfir þessu? Að vilja sækja skóflu og felgujárn? Berja úr gerandanum heilann og dysja hann? Er það rangt? Ég væri helst til í að taka mér góðan tíma í að misþyrma honum. En það er rangt! Það rétta í stöðunni væri bara að lóga honum. Engar þjáningar. Bara legustaður fyrir einstakling sem hefur brotið það mikið gagnvart öðrum að hann er búin að fyrirgera rétti sínum til að lifa.

Er það ekki bara það rétta í stöðunni? Væri það bara ekki svar samfélagsins við svona hegðun?

*sjúklega þýðir í þessu tilviki að leita eftir því að lesa um svona hluti, þrátt fyrir að ég viti að þunglyndi og depurð fylgi í kjölfarið.

20 október, 2005

Spilerí

Iron Kingdom

Ég var að stjórna í gær...

og skemmti mér vel..

ætlaði að skrifa pistil um það hvar ég fengi hugmyndirnar mínar fyrir ævintrýinn.. en fékk enga hugmynd hvar ég ætti að byrja..

þannig að í staðin fyrir að lesa eitthvað raus í mér þá skuluð þið kíkja á ákveðin link... ef þið eruð yfir 18 ára og þolið ýmislegt. Þetta er svona webcomic, sem að mínu áliti er mjög skemmtilegt.. en það er ekki allra... mæli með að lesa frá byrjun. Ef ykkur finnst þetta ógeðslegt.. þá er það mjög skiljanlegt.. en ég varaði ykkur við.

17 október, 2005

Strætó breytingar

Strætó breytingar
(já tveir póstar á sama degi)


Glöggir menn tóku eftir að strætó kerfið breyttist um helgina. Ekki miklar breytingar en svona smá hlutir.

Ég var pirraður yfir nýja kerfinu en ákvað að tuða ekki um það hérna á rafrausinu né í daglega lífinu. Ákvað að tala um þetta með yfirvegun og á jákvæðum nótum. Reyna að sjá góðu hlutina í kringum þetta kerfi.

En ég ákvað líka að nota pirringinn minn í að koma með ábendingar til strætó. Sendi samtals þrjú bréf á strætó með 5 breytingartillögum. Allar nema ein voru í þessum breytingum sem gengu í gegn um helgina. Núna get ég náði 15 á ártúni. Kortið af 25 hefur tekið breytingum og orðið betra o.fl. Það eina sem ég benti á sem ég sé ekki að hafi breyst er merkingar á Ártúni og Hlemmi. En það snertir mig voðalega lítið þar sem ég þekki svæðið.

En er mjög sáttur við breytingarnar.


Trúin

Hugrenningar varðandi trú

Þegar ég var yngri og minni þá trúði ég á guð. Ég spáði mikið í hann, ég las biblíuna og var trúaður. Ætli Vatnaskógur hafi ekki gert þetta sterkara í mér. Alltaf þegar maður kom þangað þá var maður umkringdur flottu, fullorðnu fólki sem trúði og talaði um það.

Ég fermdist vegna trúarinnar. Ég fór í gegnum þessi leiðindi með þá hugmynd að ef ég gerði þetta þá væri ég að segja við Guð að ég tryði á hann. Væri að minna Guð á mig. Ég fór í vatnaskóg að mig minnir 5 sinnum. Í síðasta skiptið þá var trúin og guð með mun sterkari návist þarna og fólk var að tala um KSS. Ég ákvað að mæta á þá fundi og mætti nokkrum sinnum og fannst gaman. Það var gott að finna fólk sem hugsaði það sama og ég.

En gallin var að fundirnir voru síðan fluttir á laugardaga... sem voru spunaspilsdagar. Þannig að ég þurfti að velja. Sem ég og gerði.

Eftir að ég hætti að venja komur mínar til Vatnaskógs þá minnkaði þessi tilfinning og það blandað hinum hefðbundnu efasemdarhyggju varð til þess að ég hætti að trúa á Guð og fór að trúa á guð. Nú fór ég að trúa því að Biblían væri bara bók, jafnvel leiðarvísir, en guð væri einhver yfirnátturuleg vera sem væri allt og ekkert. Væri góð. Að við værum í einhverskonar prófunum... Ég skráði mig þá fljótlega úr Þjóðkirkjunni og sagðist vera fyrir utan trúfélaga.

En í dag þá hefur þetta breyst. Áður fyrr gat ég farið í kirkju án þess að blikna, hlustað á ræður prestanna og jafnvel hafa gaman af. En núna verð ég bara pirraður. Verð pirraður af þessum kjánalætum, þessum yfirlætistóni sem prestar nota.

Nú er svo komið að ég get ekki kallað mig sjálfan trúaðan. Mínar hugsanir eru á þær leið að það er tvennt í þessu með guð. Önnur er sú að guð eða Guð hefur aldrei verið til. Að þetta sé hugarburður mannkyns til þess að ná stjórn á lýðnum. Búa til eitthvað kerfi til að koma í veg fyrir óöryggi og hræðslu. Búa til kerfi til þess að mót hegðun mannkyns á rétta braut.

Hin hugsunin er sú að ef það er guð/Guð þá er hann ekki vera sem við ættum að dýrka og dá. Samkvæmt skoðunum margra þá gaf guð okkur frjálsa hugsun og síðan eigum við að velja rétt. Fyrir mér er það eins og að rétt barni hníf og vona að það skeri ekki neinn. Auðvitað er það fáránleg hugsun að guð/Guð hugsi um okkur eins og börnin sín. Maður stjórnar börnunum sínum lætur þau ekki komast upp með allt. Fyrir mitt leyti þá er guð/Guð vísindamaður og við erum hvítu mýsnar. Honum er skít sama hvort við lifum eða deyjum, er bara að horfa á okkur hlaupa fram og til baka.

"If there is a god then he does not deserve to be worshipped" (sagt eftir minni) Jonathan Safran Foer úr bókinni Everything is Illuminated.

13 október, 2005

Rafraus

Að rafrausast


Ég rafrausa (blogga) nokkuð oft. Ég byrjaði á þessu aðallega til að lýsa yfir reiði og nöldri en það stóð ekki lengi yfir. Síðan hefur þetta þróast í svona daglegar pælingar oft pælingar sem ég hef aldrei getað sagt neinum frá.

Nærbuxnaævintýri, eyrnamergur, hor, skítur o.s.frv.

Þessar sögur eru allar um mig Ég er eina sögupersónan í þeim. Ég vil auðvitað ekki særa neinn með því að skrifa um þá. En stundum eru bara hlutir sem eru að gerast og gerjast í mér sem tengjast öðrum persónum. Núverandi og fyrrverandi kærustum, vinir og félagar, fjölskyldan og fleira.

Ég hef skrifað um þá en þá hefur það oftast verið jákvætt eða það hafi verið minnst á þá á hliðarlínunni.

Þannig að þegar hugsanir mínar snúast aðallega um annað fólk þá skrifa ég lítið á þessu rafrausi.

Þannig hefur það verið síðastliðna daga og verður eitthvað áfram, býst ég við.

En annars hef ég litið að segja. Er sáttari í vinnunni eftir að ég er búin að segja upp. Hugsa stundum um Jungle speed.. ekki langt í jólatörnina... kynlíf er oft í huga mér... hugsanir um framtíðina fljóta inn og út... fjármál... ofbeldi gangvart ýmsu... spunaspil eru alltaf í topp fimm í huga mér...

En það er ekkert fast sem ég get rætt um.. nema að tala um að tala um eitthvað.

11 október, 2005

Jóakim aðalönd


Ég keypti mér bók um daginn (ótrúlegt en satt). Bókin hét The life of times of Scrooge McDuck eftir Don Rosa. Snilldar rit þar sem hann Don tekur sögu Jóakims Aðalandar og segir hana frá barnæsku til elli.

Þessar sögur voru gefnar út af íslensku samsteypunni þegar ég var yngri. Fannst þetta alltaf bestu sögurnar og finnst frábært að hafa heildarritið um hann Jóakim undir höndunum.

Síðan er alveg stórkostleg að lesa um þennan höfund Don Rosa og hvernig hann vinnur sögurnar sínar.

Mæli með þessari bók, hiklaust!


07 október, 2005

Heilsan

Heilsan


Einu sinni sagði við mig vinkonan mín "þú ert alltaf veikur". Ég er reyndi eitthvað malda í móin eins og ég er vanur en eftir á að hyggja þá held ég að það sé rétt hjá henni.

Ég fæ rosalega oft hálsbólgu og ef ég fæ kvef þá leiðir það oftast til hálsbólgu og vægs hita. Ef ég sef lítið þá fæ ég kverkmeiðsli og blóðnasir.

Þetta er að gera mér lífið leitt. Ég er að velta því fyrir hvað maður þarf að gera til þess að halda heilsunni í lagi. Ég tek C-vítamín og lýsi nokkuð reglulega en það virðist ekki vera nóg.

Er einhver þarna úti með önnur húsráð sem ég gæti fylgt?

p.s það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna.

04 október, 2005

Draumur

Draumur um typpastærðir

Já þessi póstur er um draum.

Sem mig dreymdi aðfararnótt mánudagsins. Ég vaknaði þreyttur eftir drauminn.

En ég man hann ekki allan. Ég var á dansnámskeiði í kramhúsinu og það var miklu stærra heldur en það er í raunveruleikanum. Ég fór síðan í sánu. Þetta var risastór sána og það var þó nokkuð mikið af fólki. Ég var nakinn en var ekkert að spá í því hvort að annað fólk væri nakið.

Ég settist niður á eina lausa staðnum og við hliðin á mér sat durgur. Svona harley davidson týpa, með húðflúr og mikið skegg. Mikill durgur. Hann var líka með tröllatyppi.

Hann lítur á mig og spyr mig hvort að ég spá í typpastærðum á öðrum. Ég og hann förum að spjalla um typpastærðir í nokkra stund, hvort maður upplifi typpið sitt sem stórt eða lítið, hvort að það sé stórt, hvaða áhrif það hefur á kynlífið o.s.frv. Í draumnum þá fannst mér þetta soldið skrýtið að tveir naktir karlmenn væru að ræða um typpastærðir. Mér leið eins og algjörum kjána.

Mjög súr draumur mar...

29 september, 2005

Fréttir

Fréttir

Búin að tala við yfirmanninn. Þarf að vinna uppsagnarfrestin. En það er allavega komið. Ég er að hætta í þessari vinnu. Mun taka smá tíma til að það verði að raunveruleika, en það mun líða fljótt.

Það er skrýtið að nota ekki eyrnapinna til að þrífa á sér eyrun. Ef einhver sér eyrnamerg gægjast út úr eyranu á mér þá bið ég þann aðila um að benda mér á það. Vil ekki vera þekktur sem aðilin sem er ógeðslegur um eyrun.

Hvort á ég að fara á tónleika eða í bíó á föstudaginn?

Annars er dagskrá helgarinnar að verða ljós. Námskeið á föstudaginn og síðan bíó um kvöldið, fundur á laugardaginn, hjálpa Gissuri að mála á eftirmiðdaginn, laugardagskvöldið er óljóst enn sem stendur, sunnudagur fer í það að spila.

En annars er bara allt í fínu.. ekki búin að sofa vel síðustu daga en vonandi fer það batnandi.

28 september, 2005

Bugl

Bugl

Ég vann, eins og flestir vita, á unglingageðdeild landspítalans. Það var ég í rúmt ár, frá júní 2000 til september 2001 (gæti munað einu ári til eða frá). Þetta tímabil markaði tímamót í minni lífssögu.

Þetta var rosaleg reynsla. Á þessum stað var frábær starfsandi, góður yfirmaður, frábærir krakkar. Ég fékk að sjá með mínum eigin augum hvað það í raun þýðir að greinast með geðsjúkdóm.

En aðalreynslan var ég sjálfur. Fékk að kynnast mínum mörkum og hvað það í raun þýddi fyrir mig þegar ég fór yfir þau mörk. Ég fékk að kynnast í hverju ég var góður í sambandi við mannleg samskipti. Var mikið hrósað fyrir starf mitt og ég fyllist oft stolti yfir því.

En þetta var erfitt starf sem í raun var ómögulegt að skilja eftir í vinnunni. Maður var alltaf með þetta í bakgrunninum. Maður fann til með þeim sem voru mjög veikir. Ég fann fyrir að það var ákveðið úræðaleysi með ákveðin flokk af geðsjúkdómum. Fékk að kynnast sjálfsmorðtilraunum, hegðunarbrenglunum, unglingum sem voru svo miklir snillingar að þeir réðu engan vegin við það, maníuköstum, ofbeldi, átröskunum o.fl.

Ég brann upp í þessari vinnu. Síðustu mánuðina þá vaknaði ég upp með kvíðahnút í maganum því ég átti að mæta í vinnuna. Mig dreymdi illa og var með mál ákveðin sjúklings í huganum sem ég kynntist mjög vel og þótti mjög vænt um.

Ég var ánægður en samt ekki, þegar ég hætti.. eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mistök að hætta. Ég hefði átt að leysa úr mínum málum áður en ég hætti... stokka upp ákveðna hluti.. leita mér aðstoðar með mín tilfinningamál.

Allir starfsmenn áttu að fá handleiðslu einu sinni í mánuði. Því miður þá komst ég sjaldan á þá fundi vegna þess að þeir stönguðust við mitt nám. Ég vann þarna um helgar og á kvöldin og handleiðslan var á daginn. Þegar ég mér leið sem verst þá hugsaði ég ekkert um að tala við neinn.. ég hélt að ég myndi bara þola þetta og þetta myndi batna þegar ég hætti.

En það gerði það ekki.. varð óþolinmóður við börn, nennti ekki að hlusta á unglinga tala saman í strætó o.s.frv. Næsta ár eftir að ég hætti þar var ekki gott.. ég eyddi mestum af mínum tíma í afþreyingu og rugl.. skólin og þáverandi sambúð fór halloka.

En þetta var samt þess virði. Það líður varla sá dagur sem ég hugsa ekki um drenginn minn og samstarfsmenn.

En það er frekar ólíklegt að ég muni leitast eftir því að fá starf þar í framtíðinni.

26 september, 2005

Helgin

Helgin

Hún var góð.

Á föstudaginn fór á námskeið í balkandönsum, erfitt en skemmtilegt. Kíkti síðan á tónleika Baggalúts á grandrokk. Skemmti mér konunglega.
Tók þátt í íslandsmeistaramóti í Catan. Gekk ekkert sérstaklega vel en skemmti mér konunglega. Fór um kvöldið að spila Iron Kingdom. Skemmti mér konunlega þar líka.
Fór síðan í bíó á sunnudaginn á the 40 year old virgin, auðvitað með skemmtilegum félagsskap og skemmti mér konunglega. Kíkti síðan í heimsókn til Ella og horfði á Kung-fu Hustle, þrælskemmtileg mynd og skemmti mér konunglega yfir henni.

þannig að í heildina þá var þetta konungleg helgi. En nú er ég búin með mánaðarskammt af því að skemmta sér konunglega.

er líka voða þungur í dag. Fílan lekur af mér.. mæli ekki með því að fólk reyni að hafa samband við mig í dag.

23 september, 2005

Spunaspil

Það sem mig langar að stjórna þessa dagana

Hef nú ekki talað um Spunaspil hérna á þessari síðu í langan tíma.. besta að bæta úr því.

Ég er komin á undarlegan stað í minni spunaspils sköpun. Flestar hugmyndirnar mínar og það sem mig langar mest að stjórna er eitthvað ævintýri sem gerist þegar samfélagið hrinur.

Ég veit eiginlega ekki af hverju mig langar að kanna þessa hugmyndafræði nánar.

En hugmyndirnar eru til dæmis þessar

* hópur af vinum er staddur í ferðalagi í BNA þegar allt rafmagn fer. Það er að segja símar virka ekki, ljós og fleira. En það sem gengur vegna rafhlaðna virkar. Hvað gera persónurnar.. ókunnugar í landi þar sem allt fer að leysast upp í ringulreið.
*Fólk í mannúðarstörfum statt í mið-afríku þegar borgarastyrjöld skellur á með engri fyrirhöfn. Næst ekkert samband við umheiminn og allt er í tómu tjóni.
*Fólk að skemmta sér í miðborg stórborgar þegar Zombie plága byrjar.

En þetta er það sem ég hugsa um af og til.. skemmtiferðaskip þar sem rafmagnið fer og Zombie plága byrjar..

Svona eru flestar af mínum hugmyndum þessa dagana.

22 september, 2005

Klukk

Klukk


Var víst klukkaður af tveimur aðilum.. voðaleg tíska er þetta. Jæja best að gera sína pligt. Upplýsingar um sjálfan sig.

1. Ég auglýsi hér með hann Péturs Ásgeirssonar. Það má sjá nokkrar þeirra í kaffihúsinu 10 dropum á laugaveginum, þessa dagana. Fínn drengur sem hefur ágæta auga fyrir ljósmyndum.
2. Ég var búin að vera með leið á hárinu í mörg ár, áður en það fauk. Leit á þetta sem hækjuna mína og það var erfitt að sleppa henni.
3.Ég fíla það að vera íslendingur. Er stoltur af sögu landsins og finnst fegurðin sem er hér á landi ótrúleg.
4. Ég þjáist af miklum hégóma
5. Ég var með risastóra vörtu undir hælnum í mörg ár þegar ég var lítill. Held að hún hafi horfið þegar ég var svona 16 ára.

21 september, 2005

hugsanir eftir ferð

Hugsanir eftir ferð


28 ára gamall maður óskar eftir framtíðarsýn. Er í góðri stöðu í fyrirtæki, er búin með nám en samt ekki búin, er með góðar tekjur og engar skuldir, er með útrásarþörf en þorir samt ekki út, á stórt bókasafn, er í tómu tjóni vegna stelpumála...

Svona var þetta fyrir nokkrum vikum. Kvíðin, hræðslan og pirringurinn í kringum líf mitt tók á sig stökk og náði nýjum hæðum. Síðan fór Sivar í ferð til Uzbekistan sem mistókst og tíman var eytt í sjálfsíhugun, lestur, rölt og spjall. 8 dagar af rólegum stundum í burtu frá öllu (en samt ekki).

Á leiðinni heim þá leið mér vel. Var komin með framtíðarsýn. Hún er ekki í smáatriðum eða mjög stór en hún er eftirfarandi.

1. Segja upp vinnunum.
2. Flytja til útlanda.
3. Fara til Mið-asíu í september á næsta ári (þeir sem vilja koma með, vinsamlegast hafa samband).

20 september, 2005

Eftir útlönd

Komin heim


Kom heim í gær.. eftir að hafa misst af flugi..

Var fín ferð.. kom til baka mjög ánægður og glaður.

En já... henti einhverju inná morgun, nenni því ekki núna..

Mig langar í íslenskt gos.

11 september, 2005

Uzbekistan nr. 2

Uzbekistan

Jæja her er staddur i Danaveldi. Eins og gloggir menn taka eftir tha ætti eg ad vera i Uzbekistan thegar thessi ord eru skrifud.

Eg var stodvadur i Kastrup vegna thess ad eg var ekki med visa. Eftir ad hafa hringt til Uzbekistan, Russlands (til ad tala vid flugfelagid), Island og Kazakstan og hækkad simareikning um ad minnsta kosti 5000 kr, tha var nidurstadan su ad eg atti ad mæta nidur a flugvoll og tala vid flugfelagid. Eg gerdi thad.

Nidurstadan var su ad eg matti fara en fyrsta flugid var a thridjudaginn.

Thannig ad eg mun ekki fara til Uzbekistan. Eg sit nu a internetcafe og er ad spa hvad eg ad gera af mer. Held ad eg verdi afram herna uti og reyni ad finna mer eitthvad ad gera. En thad kemur bara i ljos.

bid ad heilsa.

08 september, 2005

Uzbekistan

Uzbekistan

Þetta er nú bara sögu í einhverjan farsa. Núna er klukkan tvö þegar ég rita þennan pistil. Samkvæmt áætlun þá á ég að fara til Köben á morgun og svo til Uzbe á laugardaginn.

En ég er ekki enn búin að fá svar hvort ég fari eður ei. Það er búið að vera endalaust vesen með Vegabréfsáritun en það er loks komið á hreint. Nú er það ekki sem stoppar.. nú er það bólusetningin.

Fyrir einhverju síðan (innan við viku) hringdi konan í mig og spurði hvort að ég væri bólusettur.. ég svaraði að ég væri ekki viss og ég hefði verið að flakka nálægt þessum svæðum. Hún pantaði tíma fyrir mig hjá lækni.. sem var í dag. Ég fór til hans og ræddi við hann. Hann gat ekki séð hvort að ég hafi verið bólusettur, fór svo á síðuna cdc og kíkti á uzbekistan. Þar sá hann að það væri ekki nauðsynlegt að bólusetja mig en sá að það væri mælt með því að bólusetja sig gangvart þessu helsta (lifrabólgu a - b, mænusótt, barnaveiki o.s.frv.) en gallin væri að maður þarf að bólusetja sig minnst tveimur vikur fyrir, helst 4-6 vikur fyrir brottför.

Þannig að læknirinn ráðlagði mér að fara ekki. Ég gaf skít í hans ákvörðun og talaði við konuna og sagði að ég hefði verið á þessum slóðum og þar sem Eistland er sett í sama flokk og Uz og ég hefði ekki verið krafður bólusetningar þegar ég fór þangað þá fannst mér óþarfi að stoppa mig vegna þess. Hún sagði að hún gæti ekki tekið þá ákvörðun og hafði samband við Framkvæmdarstjórann. Hún sagði Nei.

Ég hafði samband við hana og útskýrði mitt mál og sagði að þar sem það væri ekki nauðsynlegt að fara í bólusetningu en væri mælti með henni og þar sem ég hafði farið áður á vegum RKÍ til Eistlands þá fannst mér þetta vera eitthvað furðulegt. Hún ætlaði að tala við einhvern mann um þetta. Einhvern fyrverandi formann RKÍ. Það var klukkan ellefu....

Gæti skallað einhvern.....


Klukkan er 14:47 og niðurstaða er komin

Ég er á leiðinni út!!!!!

07 september, 2005

Tónlist

Tónlist
Ímyndað samtal

Hvernig tónlist hlustar þú á?
Ég er hóra sem hlustar á tónlist sem gefur mér gæsahúð.
.....
Já sko. Mér er skítsama um hvort að það sé popp, klassík, rapp, teknó og hvað allt þetta drasl heitir.. ef ég fæ gæsahúð þá er tónlistin seld.
En....
Þess vegna eru diskar eins og Nelly Furtado (eða hvernig sem maður stafar þetta) og system of a down til í mínu safni.
En...
David Bowie (þá nýju diskarnir, fíla ekki gamla draslið), allt með U2, nighwish, Bubbi, Mike Oldfield (hann á líka heiðurinn á þessari gæsahúðunarstimpli), Sigurrós, Damien Rice, Nick Cave....
Svo að þú ert bara svona vinsældarpoppgaur?
Jamm.. ég hugsa það. Ég reyni að kíkja í kringum mig en oftast þá veit ég ekki af hverju ég á að leita og nenni ekki að standa í því að finna það.

Jamm þar fáið þið það.

06 september, 2005

Athugasemdir

Athugasemdir

Ég fékk meiri viðbrögð við póstinum mínum um nærbuxur (hér að neðan) en ég bjóst við. Ég átta mig samt ekki af hverju. Ég var að tala um mál sem kemur eflaust upp hjá mörgum. Lélegar nærbuxur. En þar sem ég skrifaði frekar opinskátt um þetta málefni, var ekki að fara fögrum orðum yfir málefnið, tala beint út.

Það er soldið sérstakt að maður getur ekki talað beint út um efni sem allir þekkja án þess að fólk fái smá sjokk. Hægðir eru til dæmis gott dæmi. Allir þekkja hægðir, góðar og slæmar. En samt má bara ræða um þetta undir rós. En þetta er samt efni sem allir þekkja. Allir hafa kynnst.

Þetta er frekar sérstakt...

og nei.. ég ætla ekki láta þessa síðu snúast um hægðir og þvagleka. Var bara að velta þessu fyrir mér og ákvað að láta ykkur fá smá innsýn inní þær hugsanir.

Uzbekistan er enn í tómu tjóni...

02 september, 2005

Mannveran er dýr

Við erum dýr

Þegar siðmenning fellur þá brýst dýrið út í okkur. Við drepum, stelum, nauðgum ef við höldum að við komumst upp með það.

Við erum ekki siðmenntuð fyrir 5 aura. Við erum dýr sem erum alltaf að leita að bráð. Sem betur fer lifum við í samfélagi þar sem við höldum svoleiðis hegðun er ekki leyfð.. en um leið og það hverfur.. þá brýst dýrið út. Sjálfselskan og eiginhagsmunir ráða þá deginum.

Sjáið bara New Orleans, hegðun fólks í bruna, horfið á sjálfa ykkur. Sættið ykkur við þetta. Og þakkið fyrir að þið lifið í blekkingu samfélagsins.

muahahahaahahaahahahaha..

01 september, 2005

Nærbuxur

Nærbuxur

Sumar nærbuxur eru bara ekki að gera sig. Ég er í einum slíkum sem ég eignaðist fyrir nokkru. Það er eitthvað að þeim. Ég get eiginlega ekki nákvæmlega sagt hvað það er. Hef á tilfinninguna að það sé sniðið á buxunum. Þær eru víðar.. en ekki um mittið.. það er í lagi.. það eru skálmarnar.. sem þýðir að buxurnar renna frekar hátt upp og limurinn kíkir niður.. sem er svo sem í lagi þar sem ég er í venjulegum buxum yfir og það tekur engin eftir því.

En það er hvimleitt þegar maður fær þvagleka.. ekki mikinn.. ekki nógu gamall fyrir það. En smá.. ég er líka í svona útivistarbuxum, þunnum og léttum og bleytan sést strax í gegn.

Nærbuxurnar eiga að taka við þessu. Til þess eru þær. En neeeeiii.. ekki þessar.. þær eru bara skrýtnar og þvælast um allt. Sitja aldrei á réttum stað.

Það hefur samt verið sagt að ég sé sexý í þeim.. þess vegna hafa þær ekki endað í ruslinu. En ég hugsa að ég reyni að gleyma hégómanum og setji þær neðarlega í skúffuna. Svo þetta vandamál komi ekki oftar upp.

31 ágúst, 2005

Stundum á maður ekki að tala

Sumt skrifar maður ekki um á blogginu sínu.

Því miður... ætti ég kannski að gera eins og þessi sem hefur svona leynifærslu þar sem maður þarf að logga sig inn til að fá að lesa?

Væri kannski sniðug hugmynd.

Stjórnaði Þjóðarbókhlöðuslátruninni í annað skiptið í gær. Í þetta skiptið voru bara fjórir spilarar og þeim gekk ágætlega í ævintýrinu. Það voru allir á þriðja karakter þegar ævintýrið kláraðist. Fyrstur til að deyja var Bisness maðurinn, síðan komu Nördin, pizzadúddinn, Flotti fréttamaðurinn, bókasafnsfræðingurinn, glæpamaðurinn og gangsterinn drápust á sama tíma, löggan var sá síðasti til að deyja. Útivistartýpan, einstæða móðirin, verkamaðurinn og samsærishnetan komust lifandi frá þjóðarbókhlöðunni.

Djöfulli góður veruleikaflótti.

29 ágúst, 2005

Fréttir

Fréttir

Ég er eitthvað svo daufur þessa dagana að mér dettur ekkert í hug að skrifa um. Svo að ég ætla skella bara nokkrum fréttum inn.

Uzbekistan - er að bíða eftir Visa. Annars er þetta byrjað að líta betur út.. en það vantar margt upp á svo að þetta gangi upp. Síðan er Uzbekistan ekki beint að vera snögg að svara fyrirspurnum. En er orðin ágætlega spenntur fyrir þessu.

Helgin - kíkti í bæinn og leit á gaukinn þar sem kveðjupartí fyrir hann Ingó var í fullum gangi. Drakk þar nokkra bjóra með Ibbets, Kidda og Lofti. Skemmti mér konunglega og varð sauðdrukkinn. Endaði dauður upp í sófa hjá barnsmóðir Ibbets. Skreið í burtu þaðan á laugardaginn. Laugardagurinn var ein þynnka og það endaði með því að ég tapaði fyrir sameinuðu átaki Herbergisfélaga og Hlölla í Game of Thrones. Sunnudagurinn fór í annan dag þynnku og glápi á 24. Spilaði síðan Iron Kingdom um kvöldið.. eða við bjuggum til karaktera.

Framtíðin - ég er búin að ákveða að segja upp í vinnunni og fara gera eitthvað annað. Nákvæmlega hvað er ekki alveg komið á hreint.. en það er komin góð mynd á það.. mun segja meira frá því þegar það er komið alveg á hreint.

26 ágúst, 2005

Skilnaður

Vinnusaga

Var að fá símhringingu.. eldri kona.. fékk bréf frá mér.. leiðindamál... ábyrgðarmaður fyrir manninn sinn... sem sveik hana.. var í sambúð með annarri konu... síðan hrynur allt niður hjá henni... gift í 40 ár... tekjulaus.. búin að byggja líf sitt á manni sem síðan fer...

ég þurfti ekki á þessu að halda.. nú langar mig meira að gráta.

25 ágúst, 2005

Uzbekistan

Fréttir

Ég er vonandi að fara til Tashkent sem er höfuðborg Uzbekistans. Þar mun ég ferðast til fjalla og dvelja í viku...

nenni ekki að skrifa meira um það...

Hlaupahjólið virkar vel... fatta ekki af hverju ég er ekki löngu búin að fá mér það. En búin að komast að því að það eru engar götur sem eru sléttar.. þær eru annað hvort upp í móti eða niðrí móti.

Get kvartað helling útaf strætókerfinu.. en nenni því ekki.. of neikvætt....

langar bara ekki að segja meira sem stendur...

21 ágúst, 2005

Kristinn

Gamall félagi

Á föstudaginn fékk ég heimaboð til hans Ibbets. Ég sagði við hann í gegnum msn að mér leiddist og hann bauð mér heim til sín. Sem er sérstakt vegna þess að ég hef aldrei komið heim til hans og hvað þá hangið mikið með honum síðustu árin. Strákur sem ég hef þekkt síðan úr leikskóla... en ég ætlaði ekkert að tala um hann Ibbets.

Nei.. ég ætlaði að tala um hann Kristinn. Málið var að hann Kiddi kíkti á svæðið eftir smá tíma. Hann Kristinn var félagi minn úr Foldaskóla. Hann og Binni var örugglega ástæðan fyrir því að ég komst í gegnum þetta tímabil tiltölulega óskaddaður.

En ég "sá" hann Kidda aftur þarna á föstudaginn. Málið er að Kiddi var strákur sem ég leit upp til. Mér fannst hann alltaf vera flottur gaur, þrælgáfaður og sniðugur. Fannst hann alltaf vera gáfaðari en ég í barnaskóla. Ég var mikill bókaormur og hafði ekkert fyrir náminu mínu.. en einkunnirnar mínar voru alltaf lægri en hans. Hann var líka alltaf með einhverjar pælingar sambandi við vísindi og svoleiðis. Lesa greinar um stjörnufræði og eitthvað svoleiðis. Öfundaði hann oft vegna þess. (já öfundaði.. það er víst stór hluti af mínum leynda persónuleika)

Við fórum í mismunandi framhaldsskóla og misstum samband. Árin liðu og ég heyrði að hann hefði eiginlega misst samband við Binna (sem fór í sama skóla og hann) og væri hangandi með strákum sem ég hafði aldrei mikið álit á. Drekkandi mikið og í einhverju tjóni.. síðan frétti maður af því að hann flosnaði úr skóla og fór að vinna á hinum ýmsu stöðum. Flutti síðan út til Danmerkur og dvaldi þar eitthvað.

En já.. málið er að hann Kiddi féll af sínum fílabeinsturni. Hitti hann nokkrum sinnum og fannst hann vera bitur og pirrandi. Ætli málið hafi ekki verið að ég trúði að hann mundi ná langt.. og síðan var sú trú fyrir áfalli.

En síðan kynntist ég honum í gegnum netið fyrir nokkru og hef haft mjög gaman að fylgjast með honum og hans fjölskyldu. Hef stundum fengið þá tilfinningu að gamli Kiddi leynist þarna einhverstaðar á bakvið.

Síðan á föstudaginn þá hittumst við þrír og spjölluðum. Var mjög skemmtilegt. Þrátt fyrir að hann Kristinn dró upp myndavélina í gríð og erg og tróð henni upp í andlitið. Þar sá ég að gáfur hans hafa ekki farið neitt, húmorinn var ennþá til staðar. Hann hefur bara þroskast.. fundið sér ný áhugamál og tekur þau með trompi. Er strákur sem hefur náð nokkuð langt.

Fannst gaman að því. Ibbets.... hann hefur lítið breyst.

17 ágúst, 2005

Viskí röddinn

Veikindi og fleira

Ég hljóma eins og drengur sem er að ganga í gegnum mútur og er með vískirödd. Rosa fallegt. Er með einhvern skít í hálsinum. Sem er svo sem ekki slæmt en ég fæ alltaf í hnút í magann þegar ég hugsa um skít í hálsinn.

Fyrir nokkrum árum síðan þá fékk ég skít í hálsinn sem síðan varð að lungnabólgu í báðum lungum. Var rúmliggjandi í mánuð, drekkandi trópí. Gat eiginlega ekki drukkið neitt annað. Var síðan með ekkert þol í tæpt ár. Svo í dag þegar ég fæ skít í hálsinn þá er keypt hálstöflur og drukkið mikið af sítrónute með hunangi.

Það síðast sem mig langar að gera er að fá þetta rugl aftur. Hef aldrei liðið eins illa eins og þá, að mig minnir.

Þannig að ég var heima hjá mér í gær. Lá upp í rúmi til hádegis og horfði síðan á twelve monkeys, Bad taste, Meet the feebles og á Band of brothers. Góð nýting á tíma.

12 ágúst, 2005

Myndasíðan

Þræll hins illa.

Já þetta var svo gott tilboð...
var svo auðvelt...

þurfti bara að smella nokkrum sinnum...
þetta var allt tilbúið á nokkrum mínútum...
fyrirgefðu mér...

ég gat ekkert að þessu gert..
Það var engin að hjálpa mér...

Ég fékk mér myndasíðu frá Microsoft...

ég veit.. ég er aumur...

11 ágúst, 2005

U2 Tónleikar

Hérna til hliðar sést mynd af þessum frábæru tónleikum. Tónleikarniar voru nú ekki komnir í gang en þarna sést sviðið og smá hluti af mannfólkinu sem var stadd þarna.

10 ágúst, 2005

Hlaupahjól

Hlaupahjól


Það hefur verið mikið skrifað og kvartað undan strætókerfinu nýja og ég ætla nú ekki að bætast í þann hóp. Það er gallar á þessu og þeir eru aðallega vegna reynslu- og merkingarleysis.

En vegna strætókerfisins nýja þá keypti ég mér hlaupahjól. Við vorum þrjú í deildinni minni sem tókum strætó á morgnanna. Nú eru hinir starfsmennirnir búnir að kaupa sér bíl. Minns fannst það of dýrt og þess vegna var þetta ofaná.

Er búin að vera á því í tvo daga og þetta er mun erfiðara en ég bjóst við, en er samt algjör snilld. Núna mæti ég á réttum tíma í vinnuna, allt þessu tryllitæki að þakka. Ég veit nú ekki hvernig þetta fer þegar vetur gengur í garð.. en það er seinni tíma vandamál. Býst við því að geta notað þetta í rigningu, veit ekki með snjó og krapi.

En ef þið sjáið einhvern fullorðin gaur klukkan níu vera á hlaupahjóli með hommapoka nálægt miklatúni þá er það mjög líklega ég.

09 ágúst, 2005

Vesen

Daglegar fréttir

Einn herbergisfélagi minn er að fara til útlanda og hefur verið einokað þvottavélina síðustu fjóra daga. Sem er alveg ferlegt þar sem ég er á síðasta sokkaparinu mín og á engar buxur til skiptana. En hann er að fara í dag svo þá ætti þvottavélin að losna. Ég vona bara að hann vaski upp áður en hann fer.

Annars er ég búin að sofa voða lítið síðustu daga. Var lengi að sofna í nótt og nóttina þar áður var mér svo heitt að ég átti erfitt með að festa svefn. Er eitthvað stressaður þessa dagana.

Hundleiðist í vinnunni. Hef ekkert að gera og hangi á netinu stóran hluta af vinnutímanum. Stundum eru dagarnar bara svona.. en þetta er komið aðeins út í öfgar.

Er búin að vera spila Diplomacy á netinu. Tók við Rússlandi og ég hef aldrei lent í eins rosalegum skell. Fjórir tóku sig saman um að rústa mér. Þeir eru á góðri leið með það líka. En sá nokkra leiki sem ég hafði ekki séð áður. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.

Er enn hundfúll útaf þessu gay pride dóti það féllu nokkrir vinnufélagar mínir niður í virðingastiganum. Hvernig getur maður borið virðingu fyrir einhverjum sem er með svona skoðanir?

Búin að fá myndir af U2 tónleikunum og ætla skella þeim upp. Veit einhver um góða myndasíður?

Mun stjórna Iron Kingdom sessíóni á miðvikudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég stjórna út af viðskiptasjónarmiðum. Moving upp or down in the world?

08 ágúst, 2005

Frh af Gay pride

Frh. af gay pride

URRRRRRR...... var í matsalnum að hlusta. "frík shjów" "af hverju þurfa þeir að glenna sig svona mikið" "algengara að kvenmenn séu bæ heldur karlar" "G-strengir og viðbjóður" "athyglissýki" "þeir vilja falla inni hópinn og að þeir vilja að við tökum við þeim eins og þeir eru en af hverju þurfa þeir að klæða sig eins og mellur og í karlmansfötum" "Þeir skapa sér óvild með þessari göngu"

5 töluðu mjög illa um þetta nokkrir virtust vera á báðum áttum og við vorum þrjú sem malda í móinn. Þá var svarað "af hverju má manni ekki finnast þetta viðbjóður? Það er eins og það sé í tísku að vera hrifin af samkynhneigðum".

Ég er brjálaður. Þegar ég gekk út úr kaffistofunni þá titraði ég af geðshræringi. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara. Ég sagði eitthvað um að þetta væri ganga sem væri að fagna fjölbreytileika mannkynsins og gleði yfir því að fólk horfir í augu við sjálft sig. Ég talaði um að samfélagið viðurkennir frekar konur sem bæjara heldur en karlmenn og að sjá konur kyssast er samfélagslega viðurkennt. En það var svo margt sem ég gat ekki svarað og var reiður yfir.

Ég reiður en samt ánægður að maður heyrir svona samtöl. Betra að það gerist þarna svo maður getur tekist á við það heldur en það sé gert á bakvið lokaðar dyr. Eða hvað?

Gay-pride

Gay Pride gangan

Ég var í L-12 búðinni á laugardaginn (sem var hundleiðinlegt) og eins og allir vita þá fór Gay Pride gangan af stað klukkan þrjú. Þegar gangan var byrjuð að fara fram hjá þá smitaðist ég af gleðinni sem var þarna í gangi. Lokaði búllunni og gekk með göngunni síðasta spölin. Var bakvið leðurhomma bílinn sem var næst síðasti bílinn í göngunni.

Frábær ganga. Fann fyrir alveg gríðarlegri gleði og skemmtun. Einhverri lífsgleði sem smitaðist. Veit eiginlega ekki af hverju. Af hverju eru þúsundir mans að fylgjast með þessari göngu. Gleðigangann heitir þessi atburður og ber nafn með réttu.

04 ágúst, 2005

Nokkrar mínútur í vinnunni.

Er í vinnunni og er komin með frábært verkefni.. þarf að skrá 34 blaðsíður af upplýsingum.. komin á blaðsíðu 5! Eins og þið sjáið þá er þetta ekki beint það skemmtilegasta verkefni.. þar sem ég er að blogga í stað þess að vinna.

Búin með blaðsíðu 5. Er að prófa nýja aðferð við að vinna þessi gögn.. í stað þess að skrifa allt upp þá er ég að copy pasta mikinn hluta af upplýsingunum. En ég held að það sé ekkert hraðvirkara.. kannski minkar það villur.

Jæja 6 bls. búnar. Matur er líka að fara byrja.. held að það sé pasta og súpa í matinn. Það er tónlist í gangi en hún er ekkert spes.. lagið núna er með Emilíönu Torrini en ég fór á tónleikana með henni.. heyri samt ekki hvaða lag þetta er. Síðan er sá sem er með d.j dótið með alltof mikinn áhuga á 80´s tónlist. Hún er samt fín stelpa. Eftir að ég er búin að skrá hverja blaðsíðu þá fer ég auðvitað og athuga hvort upplýsingarnar séu réttar. Ég vil helst sleppa við þær afleiðingar ef skráningin sé röng.. sem gerist nokkuð oft. Maður kannar auðvitað allar athugasemdir ef þær koma upp.. eiga oftast ekki við í þessum skráningum.

7. bls búin og bossinn kemur inn og þá er komið að mér að spísa.. fer samt yfir skjalið áður en ég fer í mat. Gerði ein lítil mistök sem voru leiðrétt strax. Engar athugasemdir í þetta skiptið. Jæja off æ gó í mat.

03 ágúst, 2005

Endir á sumarfríi

Sumarfríið búið

Í þessu sumarfríi gerðust eftirfarandi hlutir

Ég brann í andliti og á öxlum.
Ég fór til Jökulfjarðar, nánar tiltekið á Höfðaströnd.
Ég dvaldi á Suðavík.
Ég las 2 bækur eftir Micheal Connely, Harry Potter bókina, 11 mín ef Paulo Cuelo, Bók um skoska lögreglumanninn (r-eitthvað), byrjaði á Micheal Chricton bók en gafst eiginlega upp, á eftir 50 bls af nýju Nick Hornby bókinni,
Ég fór Gullna hringinn með finnanum og Árna
Ég dvaldi í sumarbústað og hoppaði á trampolíni.
Ég dvaldi í Kaupmannahöfn
Ég drakk mikin bjór þar.
Ég fór á U2 tónleika í Parken. SEM VORU GEGGJAÐIR.

En núna er allt þetta bara í fortíðinni... vinnan og rútínan er komin aftur.

20 júlí, 2005

Sumarfrí

Sumarfrí

Sivar er í sumarfríi. Hann ætlar að nota tíman í lestur, bjórdrykkju, liggja í sólinni (ef það er sól), spila, hanga, bora í nefið... og fara á U2 tónleika.

Verður lítið við. Ef þið viljið ná í hann þá er hægt að senda email á jensa@hi.is. eða bjalla í kallinn ef þið eruð með símann hans.

Bið að heilsa.

06 júlí, 2005

Draumar

Fubar Draumur


Jæja enn einn draumapósturinn. Þetta var mjög skrýtin draumur. Hann byrjaði þannig að ég vaknaði heima hjá mér við einhvern skarkala frammi í stofu. Ég skreið úr rúminu (það var öfugt.. var upp við veggin sem Pablo er núna við). Fór fram, þá var feimni herbergisfélaginn með einhvern félaga hjá sér sem var snargeðveikur... var með hávaða og var að rífa upp einhvern plastlista upp í eldhúsinu. Var feitur, með svona harða lyfjafitu, og stór.

Ég leit á herbergisfélagann sem var úti á svölum að reykja!! Hann var að reykja einhverjar stórar svartar sígarettur. Ég spurði "Reykir þú?" og hann svaraði með derringi "vissir þú það ekki?". Ég fór spurði hann síðan hvað á að gera við þennan geðveika og hann yppti bara öxlum.. eins og það væri ekki hans vandamál. Eftir smá tíma af veseni og derringi þá tókst mér að koma þessum geðsjúklingi út og burt. Feimni herbergisfélaginn var bara þarna..

Ég fór aftur að sofa.. eftir að hafa legið upp í rúminu í smá stund þá vakna ég við það að það situr kærastan hins herbergisfélagans á rúmstokknum hjá mér. Hún segir mér að hafa engar áhyggjur, hann ætti að koma aftur fljótlega. Ég veit ekkert um hvað hún er að rugla og spyr hana hvað hún sé að meina. Hún segir að hann hafi bara skroppið aðeins út.. þurfti að hugsa. Ég fatta þá hvern hún er að tala um og spyr hvort að þau séu hætt saman og hún svarar "já, hann var svo vondur við dýrin" við þessu veit ég ekkert hvernig ég á að bregðast við. Hún segir að hann hafi farið að vatninu og elt upp fugla til að drepa þá. Hann hafi líka misþyrmt köttum í hverfinu. Þess vegna sagði hún honum upp.. vildi ekki vera með svona rugludalli.

Ég klæði mig og fer út til þess að sjá hvort að ég sjá hann. Eftir smá rölt kem ég að hóp af krökkum (á svona 4-8 ára aldri). Klukkan er eitthvað um nótt og þetta eru krakkar sem voru á leikskólanum mínum. Þar á meðal Tvíburarnir. Ég samt þekki þau ekki beint.... eins og þau hafi aldrei verið á leikskólanum. En aní vei.. þau eru vilt krakkarnir, bulla eitthvað um að hafa elt á.. sem hafi síðan horfið og þá voru þau stödd þarna. Ég segi þeim að þau geti sofið heima hjá mér.. og ég muni hafa samband við foreldrana. Þau koma með mér upp í íbúðina og það eru mikil læti í þeim. Hressir krakkar. Gef þeim að borða og bursta tennurnar með mínum tannbursta og síðan fara þau að sofa í mínu rúmi. Ég hringi á lögguna en engin kannast við krakkahóp sem er hafi týnst. Dæmigerðir foreldrar...

og þannig endar draumurinn.

04 júlí, 2005

Helgin

Helgin

Helgin byrjaði ekki vel.

Ég fór til systur minnar og fékk hjá henni ískáp, sem var auðvitað bara gaman. En eftir að hafa borið hann upp í íbúðina með hjálp nýja herbergisfélagans þá settist ég fyrri framan tölvuna mína og kveikti á henni. Ætlaði að sýna LSJinu myndirnar sem ég tók í brúðkaupinu hennar. Hún sýndi þennan dæmigerða start upp glugga og síðan kom "Hard disk failure". Sem samkvæmt mínum heimildum er víst mjög slæmt. Getur varla orðið verra...

En ég hendi tölvunni í viðgerð, enn í ábyrgð og skellti mér í hlutverk Jesus Guerre "el Jeffe", þar sem hann ferðaðist til Rúmeníu til að komast að því hvað varð um Hunter S. Thompson, félaga síns úr mið-Ameríku stríðinu, sem hvarf fyrir nokkrum dögum. Eftir að hafa lent í ýmsum uppákomum þar á meðal að hafa lent í æsilegum bardaga við ræktaða manúlfa þá réðst hann og félagi hans á samkomu villutrúarmanna með handsprengjum og tilheyrandi byssuskotríð. Um 30 mann féll í valin en Hunter var bjargað.. það kom síðan seinna í ljós að flestir þessir menn voru háttsettir einstaklingar innan ríkisstjórn austantjaldslanda og það má kannski segja að með þessum aðferðum þá hafi el Jeffe komið af stað borgarastyrjöld. En þar sem El jeffe er Bandarískur ríkisborgari þá er borgarastyrjöld í útlendu landi ekki beint það sem er efst í huga hans.

Á laugardaginn var lesið og síðan skellt sér í hlutverk Tyrkja í Diplomacy. Eftir miklar samningaviðræður og landamæradeilur við Rússa, sem lauk með falli keisaraveldisins, samninga við Austurríki Ungverjalands og skiptingu Þýskalands þá urðu því miður Tyrkland og Austurríki Ungverjaland að lúta valdi samstöðu Englands, Frakklands og Ítalíu sem voru mjög ósáttir við hegðun Tyrklands og Austurríkis.

Á sunnudaginn skellti maður sér í sund og síðan í hlutverk Hr. T eða Taybard. Stuttlyngs (Halfling) bardagmanns sem aldist upp á götum GráHauks borgar (lásí nafn á íslensku), Hr T var málaliði eða bardagamaður til leigu. Hann var leigður ásamt tveimur félögum sínum til að ferðast til gamallar námu og ná í eina bók sem var þar. Eftir frækna för, bardaga við Trogs, orka, hælsæri (caltrops), gildrur, nöldur í þjófinum sem fann bara gildrurnar þegar hann lendi í þeim sjálfur o.fl. þá tókst þeim að ná bókinni. Hr. T lofaði sjálfum sér að tíund verðlaunaféssins færi í áfengi og hórur.

Sunnudags spileríið endaði snemma og eftir að hafa borðar kvöldmat með herbergisfélögum og spúsu eins þeirra þá horfði ég á myndina "shake hands with the devil". Ég held að með þeirri mynd þá hafi ég lokið hringnum með Rúanda.

..... en var bara ágæt þrátt fyrir það

01 júlí, 2005

Duran og eyrnamergur

Duran og Eyrnamergur

Ég lenti í "skemmtilegu" atviki fyrir tveimur dögum síðan. Þegar ég var lítill þá tók stundum mamma sig til og hreinsaði úr eyrunum á mér. Alger píning en var fínt þegar þetta var búið. Þetta var víst nauðsynlegt. Hún notaði bæði eyrnapinna og svo hárnælu til þess að hreinsa skítinn. Þegar ég varð eldri fór þetta starf á mínar hendur og þrátt fyrir að ég hafi aldrei notað hárnælu þá nota ég eyrnapinna af miklum móð. En já.. ég var að hreinsa úr eyrunum og á venjulegum degi þá nota ég svona 5 eyrnapinna samtals. Á miðvikudaginn var ég búin að nota þrjá og ég fann fyrir einhverjum pirringi í hægra eyra. Fannst eins og það væri eitthvað þarna sem ég gæti ekki náð. Ég prófaði að blása út í eyrun (eins og maður gerir til að jafna þrýsting í flugvélum), eyrun poppuðu og ég tróð eyrna pinnanum inn.

Og dró út þessa þvílíku klessu. Jafn stór og eyrnapinninn og leit út eins og himna. Já strákar og stelpur það leit út eins og drullan hafi safnast saman og gert bara himnu í eyranu mínu. Fannst þetta ekki glæsilegt. En ég verð að spyrja.. er þetta algengt?

Síðan skrapp ég á Duran Duran í gær, fékk miða á síðustu stundu í gær í vinnunni og ákvað að skella mér. Rölti heiman frá mér í regnjakka og með bók. Bókina tók ég með vegna þess að mig langaði að hlusta á Leaves og ætlaði að mæta tímanlega.. sem þýðir í flest öllum tilfellum frekar mikil bið. Þar sem ég var einn þá hafði ég engan til að tala við. En það var það gaman að horfa á mannfjöldann og spá í því hvort að maður þekkti einhvern að ég tók aldrei upp bókina.

En Leaves var frábær og ég ætla mér að kynna mér hana aðeins betur. Síðan leið smá tími og ég settist bara niður og beið.

Tónleikarnir voru þrælskemmtilegir, ég hitti auðvitað fólk sem ég þekkti svo ég gæti staðið hliðin á því. Ég er ekki mikill duran aðdáandi en ég þekkti flest öll lögin. Söng meira segja með í þó nokkrum. Uppklappið hjá þeim var skemmtilegt og komu þeir skemmtilega fyrir.

en já.. hvað segið þið um eyrnamerginn?

29 júní, 2005

Hótun

Ég get komist að því hvar þið eigið heima....

Þessa setningu heyrði ég í gær. Einn maður kom hérna í gær og fékk að heyra upplýsingar sem honum mislíkaði að heyra. Hann æsti sig talsvert og endaði síðan með þessum orðum.

Fyrsta hótunin mín. Það eina sem var óskemmtilegt var að yfirmaðurinn var á svæðinu og hann missti sig soldið. Reiðin sem þessi maður fann var alveg skiljanleg. Var í ranga átt en alveg skiljanleg. Ég hafði öruglega orðið frekar reiður ef ég hefði fengið þessar upplýsingar ef ég hefði verið hann. En spurning hvort að það ætti að sparka í sendiboðann? Það er auðvitað algjör vitleysa.

En yfirmaðurinn varð reiður og á tímabili fékk ég á tilfinningunni að hann mundi rjúka í kallinn. En það var bara skellt hurðum og svona.

Síðan í dag þá hringdi þessi sami maður og baðst velvirðingar á hegðun sinni. Sem er auðvitað merki um sterkan karakter.

24 júní, 2005

Diplomacy

Sankti Pétursborg féll...

1901 byrjaði stríð sem verður lengi í minnum haft. Á næstu árum yrðu landvinningar og blóðug átök alsráðandi. Þetta byrjaði með því að Austurríki-Ungverjaland réðust inní Ítalíu. Balkanskaginn var skipt upp á milli Tyrklands og Austurríki-ungverjalands. Rússland hafði gert einhver heiðursmannasamkomulag við Tyrki og austurríkismenn en gallin við þann samning að Rússarnir voru einu heiðursmennirnir með aðild að þeim samningi.

Skandínavía féll hratt á milli Þýskalands sem tók vitaskuld Danmörku, Rússarnir réðust inní Svíþjóð og Bretarnir tóku Noreg. Frakkarnir röltu suður á bogin og heilsuðu upp á vini sína Spán og Portúgal. Fyrsta árið var liðið.

Þjóðverjar og Bretar sameinuðust á móti Rússa-Grýlunni og tóku Svíþjóð af Rússum. Frakkar fóru til Afríku og hernámu Túnis, þrátt fyrir hörð mótmæli Tyrklands. Ítalía féll fyrir ránshendi Austurríkis og Rúmenía féll í skaut Rússa. Þýskaland og Bretland færðu sig nær Rússum og horfðu á Sankti Pétursborg.

Það var ákveðið jafnvægi í gangi. Rússarnir fóru halloka. Frakkinn var að nálgast strendur Ítalíu, Tyrkland var að nálgast miðjarðarhafið með sínum flota og var búin að hernema stóran hluta af Balkanskaganum. Það var ákveðið jafnvægi í vestur Evrópu en Frakkland hafði tekið mest allan herinn sinn til þess að berjast fyrir sunnan.

Það var bara spurning um tíma. Þýskaland gerði allt til þess að brjóta upp þennan frið á balkanskaga og eftir miklar og heitar umræður þá sameinuðust Frakkland, Rússar og Austurríki-Ungverjaland á móti Tyrkjum og náðu stórum hluta af Balkanskaganum.

Fyrir norðan tók Bretland yfir Finnland og Rússarnir gerðu skyndiárás á Svíþjóð og hertóku hana aftur. Þýski herinn var kyrr.

Tyrkir áttu í vandræðum með þessa nýju árás og svaraði í sömu mynt og náðu eitthvað af skaganum aftur. Þýskaland byrjuðu að færa herina sína í bardagastöður til Ruhr héraðs. Austurríki - Ungverjaland styrkti stöðu sína og lofuðu Rússum gull og grænum skógum fyrir áframhaldandi stuðning. Herinn í Ítalíu var byrjaður að Marséra til Marselles.

Frakkland varð fyrir áfalli þegar Bretarnir réðust inn í Brest og Austurríki-Ungverjaland með stuðningi Þýskalands réðst inn til Marselles. Byrjaði hann þá að draga saman seglin í Miðjarðarhafi. Þýskaland gerði árás inní Svíþjóð og murkaði lífið úr Rússnesku hetjunum sem voru þar. Bretland gerði árás til Sankti Pétursborgar en sú var skammlíf vegna stuðnings innbyrðisherja í Rússlandi.

Frakkinn átti í miklum erfiðleikum og vissi að þetta gæti ekki haldið áfram. Dró herina sína í vörn, þrykkti Bretanum út úr Brest og hló dátt af skriffinnsku mistökunum hjá Þýskalandi sem gerði mistök með skipun og herin sem átti að hertaka París var kyrr. Varsjá féll í hendurnar á Þýskalandi.

Einhverjar tilfæringar á herjum fyrir sunnan en engin lönd skiptu um hendur.

En Sankti Pétursborg féll. Bretinn reyndi aftur og þar sem Þýskaland var búin að hertaka Svíþjóð þá gat hann ráðist á sjóherinn sem var staddur fyrir utan Sankti Pétursborg og truflað hann, þannig að stuðningurinn hans var ómerkur og varnarherinn í Sankti Pétursborg þurfti að hörfa.

Þar með endaði kvöldið á árinu 1905.

Þýskaland= Sivar
Bretland = Jóhann
Tyrkland = GEB
Frakkland = Herbergisfélagi Sivars
Austurríki Ungverjaland = Kristbjörn
Rússar = Halli.

23 júní, 2005

Batman og fleira

Nýr Póstur

Langar að skipta um útlit á blogginu mínu.. einhverjar hugmyndir?

Ef einhver lesendi þessara síðu er ekki búin að sjá Batman Begins þá skal hin sami hætta þessu rugli og skella sér. Ég held að það hafi ekki verið gerð betri teiknimyndasögumynd. Slær út Spiderman (sem ég er mjög hrifin af) og auðvitað öllum hinum.

Það eru engir ofurkraftar í þessari mynd. Flestir leikararnir eru að standa sig frábærlega, Michael Caine sem Alfreð er frábær tók sérstaklega eftir því þegar ég fór í annað skiptið á hana.

En já.. ég er búin að blogga mjög lítið. Var líka í sumarfríi og þá er maður ekki eins mikið fyrir framan tölvu.

Ég mun fara til Danmörku um verslunarmannahelgina til að fara á U2 tónleika í Parken.

15 júní, 2005

Leikrit

Pistill um Brilljant skilnað


Ég fór á leikhús í gær á leikritið Briljant skilnaður. Þar sem Edda Björgvins tekur einleik. Fjallar um konu sem er að nálgast fimmtugsaldurinn og eiginmaðurinn finnur sér aðra konu. Hún stendur upp ein.

Mér fannst þetta vera meira svona ræða eða gamanleikur.. sketchar.. ekki beint leikrit. Ég hef séð einleik þar sem leikarinn er að leika ákveðna persónu og skapar aðstæður þar sem maður ímyndar sér hinar persónurnar. En í þessu tilfelli var Edda að tala við áhorfendur. Hljóð og tónlist var mikið notað til að skapa stemmingu og skiptingu á milli atriða.

Persónan sem hún Edda lék var steríó týpan af miðaldra húsmóður, laug um aldur, reyndi að næla sér aftur í eiginmanninn, átti fáa vini (flestir hefðu verið hjónavinir), o.s.frv.

Þetta var skemmtilegt leikrit. Ég hló oft og dátt að ýmsum atriðum en á köflum fannst mér efnið vera illa nýtt. Áherslan var á gamanleikin en ekki á aðstæður persónuna, sem varð einhvern vegin eftir.. hafði lifað fyrir eigin manninn í langan tíma og þegar hann fór þá var bara tóm í hennar lífi. Mér fannst líka eiginmaður hennar vera óraunverulegur. Það var bara eitt atriði þar sem ég fann fyrir að þau höfðu verið hamingjusöm hjón (atriðið með rúllustiganum).

Síðan hafði aðalpersónan leiðinlegan eiginleika.. var að sjúkdómsgreina alla í kringum sig. Sá ekki hvaða tilgang það hafði fyrir utan það að gefa henni einhver persónueinkenni. Var leiðinleg persónueinkenni og fannst það bara óþarfi.

Endirinn fannst mér góður. Persónan endaði ekki í faðminum á öðrum karlmanni og hamingjan hjá henni var sú að finna sér nýtt líf.

Hefði mátt nýta sér söguna betur (að mínu áliti) en þetta var skemmtilegar klukkustundir.

13 júní, 2005

Laila Ali

BOX

Ég horði á box á laugardaginn. Fór með Ella til kunningja hans og horfði á Tyson. Var bara nokkuð skemmtilegt. Horfa á gamlan Tyson lemja einhvern Íra. Hann var orðin of gamall til að geta staðið í þessu svona lengi.

En það sem var skemmtilegt við kvöldið var Laila Ali. Hún var sýnd sem upphitunarbardagi. Ali vs. Toughill. Ali pakkaði hinni saman og gerði það vel. Var helvíti gaman að fylgjast með stúlkunni.

Ég var ekkert hrifin af boxi hér áður fyrr. Fannst það barbarísk íþrótt (ef íþrótt skildi kalla). En síðan fór maður að æfa box og þá breyttist viðmótið. Sá hvaða tækni þetta er og fann fyrir því að þolið var eitt, tvö og þrjú í þessari íþrótt. Þetta er íþrótt þar sem þol, snerpa og styrkur tveggja keppenda mætast.

Mér sýnist Laila Ali vera íþróttamaður sem er þess vert að fylgjast með.

09 júní, 2005

Sítt Vs Stutt

Sítt Vs Stutt

Jæja þá er ég búin að vera með stutt hár í smá tíma. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Fólk hefur ekki þekkt mig út á götu. Flestir segja að þetta fari mér vel og ég líti betur út svona. Ein slæm viðbrögð "mér líkaði betur við gamla Jens" og síðan nokkur sem hafa verið undarleg "Þú ert svo normal".

Ég get auðvitað ekki tekið þessa ákvörðun til baka. Síða hárið er farið og ég get ekkert gert í því. En ég er mjög sáttur við hárgreiðsluna. Þetta er allt öðruvísi en að vera með sítt hár en ekkert óþægilegt.

En það er eitt sem fer soldið í pirrurnar á mér. "það er svo auðveldara að vera með stutt hár, miklu auðveldara" Það er ekkert rétt. Að vera með sítt hár þýðir að maður vaknar.. hárið er í flóka, maður rennir burst í gegnum það og skellir því í teygju. Punktur.

Stutt hár... vakna.. hárið stendur upp og það þýðir ekkert að greiða því... það vill bara vera svona. maður þarf að bleyta það og setja hárvax í það svo það verði flottara. Vesen. Miklu meira vesen.

Og út af hárvaxinu þá þarf maður að fara oftar í sturtu.. svo hárið verði nú náttúrulegt.

Síðan hef ég tekið eftir að stelpur horfa mun oftar á mann á djamminu. Og hef lent í því tvisvar núna að kíkja á stúlku sem hefur labbað framhjá mér til að tékka á henni (sem maður gerir endrum og eins) og hún er að horfa líka.. það gerðist mjög sjaldan áður fyrr.

Og síðan er auðveldara að klóra sér í hausnum.

08 júní, 2005

The handsome mood

Handsome Mood

er ekki alltaf sagt að hugarfarið skiptir mestu máli? Allaveg þá er ég í dag í mínu "Handsome mood" eða ef ég reyni að þýða það.. sem ég ætti ekkert að gera þar sem ég er hugsa þetta á ensku.. en allavega.. þýðingin er eitthvað á þessu leið "Í dag er ég fullur sjálfstraust og finnst ég vera frekar myndarlegur"

Það er nú ekki oft sem mér líður þannig. En í dag þá er ég þannig.. voðalega skotin í sjálfum mér og finnst ég vera fallegur drengur.

Það er eitthvað við þetta skap sem ýtir við mér.. ég hugsa svona temmilega um útlitið mitt.. og í dag gerði ég ekkert sérstakt við útlitið.. en samt er ég bara "how you doing"..

Kannski af því að ég kláraði bókina í gær.. jíbíííííííííí.... eða bara vegna þess að hormónarnir í mér eru eitthvað skrýtnir í dag. ohhh well.. ég býst við því að ég muni aldrei vita það.

en það er svo sem í lagi.

07 júní, 2005

Eitthvað annað en Rúanda

Tölum um eitthvað annað.


Já ég víst að þreyta alla í kringum mig með umræðu um Rúanda. Þannig að ég ætla að tala um eitthvað annað!

................ mig langar ekkert að sjá Mr. Mrs. Smith í bíó.. ætli maður fari ekki samt sem áður... 8 dagar þangað til að kæran komi til bygða... ætla að lesa undarlegt háttalag hunds um nótt næst.... langar að spila game of thrones... hlakka til að byrja spila BF2.... Batman Returns.. jeeesssss.... er að fara á Iron í kvöld.. verð á vakt.. hlakka ekkert til... en verður öruglega fínt....

sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit

06 júní, 2005

Frásögn Romero

Sometimes when you look into the abyss... the abyss looks back into you


Fyrst var það skáldsaga sem setti mann í umhverfið.
Síðan var það frásögn blaðamans sem fór á staðin eftir atburðina og reyndi að lýsa aðstæðum.

Núna er það frásögn yfirmans Friðargæsluliðanna sem var staðsettur í Rúanda þegar þjóðarmorðin átti sér stað. Maður sem horfði á þúsundir deyja með þær skipanir á bakinu að hann ætti ekki að aðhafast neitt.

Ég svaf lítið sem ekkert í nótt.. ég get ekkert hugsað um annað en þessa frásögn. Ég veit að hún á eftir að vera verri en hún er núna. En ég get ekki hætt. Það er engin von í þessari bók. Hún lýsir nokkrum mánuðum í lífi mans sem hefði átt að vita að ástandið var vonlaust og hann gæti ekkert gert. Þessi maður gat ekki slitið sig frá þessu ástandi og reyndi hvað hann gat til þess að gera eitthvað... eina sem hann á eftir að geta gert er að horfa á aðra þjást og vini sína deyja.

Ég er heltekin og hræddur.

02 júní, 2005

Rwanda - 2

We wish to inform you...


Kláraði þá bók í gær. Var skrifuð 1998 og það var mikið að ósvöruðum spurningum í þeirri bók. En bókin var greinargóð lýsing á atburðunum, lýsing á hvað gerðist eftir þjóðarmorðið, sett í stórt samhengi (afleiðingar fyrir afríku) og líka lýst lífi fólksins. Mæli með henni til að fá mjög góða innsýn í sögu þessara þjóðar.

Hún endaði með neista af von.

Það eru (voru) ennþá svona "Hutu Power" gengi að berjast á móti Tutsi mönnum þegar bókin var skrifuð. Höfundurinn segir frá einni árás sem eitt gengið gerði. Einn af þeim mönnum sem tók þátt í árisinni náðist lifandi og sagði frá hvað gerðist. Það var ráðist í stúlkna-heimavistarskóla og þar var drepin Belgísk Nunna, síðan var skipað nemendunum (stelpunum) að skipta sér í tvo hópa - Tutsi og Hutu. Stelpurnar sögust vera Rúandabúar "We are Rwandann" og neituðu að skipta sér.

Þær voru allar myrtar.

Ég grét.

01 júní, 2005

Tannlæknir

Tannlæknir

Fór til tannlæknis í gær. Góðar fréttir, engar holur. Er það ekki aðalmálið.. á að bora eður ei?

En hann skóf tannstein og var ekkert vinalegur eða mjúkhentur þegar hann var að gera það. Blæddi heilmikið. Talaði um að nota tannþráð og hexadent (sem er mikill viðbjóður).

Ég fór auðvitað í Lyfju og keypti svoleiðis óþverra. Á að nota það í viku. Einhverja tannholdsbólgur í efri gómi.

Er enn með tvo endajaxla sem eru ekki að valda neinum skaða (tennurnar eru það skakkar.. ) en hann sagði að það þyrfti að fjarlægja þá.. en það liggur ekkert á því. Ég hef farið í tvær endajaxlatökur (ein í neðri og ein í efri) og ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um neðri góma tanntökuna. Það var ekki skemmtileg lífsreynsla, sem ég ætla ekki að endurtaka. Ætla fara til einhvers 20 þús króna sérfræðings sem gerir þetta á 5 mínútum.

Var að spila roleplay í gær og mun taka game of thrones í kvöld.. og við verðum 5!!! Það var mikið.

en já.. gaman að þessu.. held að ég hefi gleymt bókinni minni á mangó eða í bílnum hjá R. Ekki gaman.

31 maí, 2005

Rwanda

Um hugrenningar dagsins

Ég er búin að vera voða þreyttur síðastliðnu daga. Þetta rauða eðal ginseng er ekkert að virka. Sef samt ágætlega. Hvar fær maður gluggatjöld?

Er enn að lesa um Rwanda. Er að lesa bókina "we wish to inform you that tomorrow we will be killed with our families". Veit eiginlega ekki hvað ég ætti að segja meira. Það hafa verið sláandi lýsingar í henni. Átakanlegar. En höfundurinn er ekki að einbeita sér að ógeðslegheitunum. Fjallar eiginlega bara um hina lifandi. Hvað þeir eru að gera.

Maður veit eiginlega ekki hvernig er hægt að takast á við þetta. Hvort það sé hægt að gera eitthvað. Er búin að vera spila battlefield, horfa á CSI og smallville, glápa á Dawn of the dead og bara vera tilgangslaus.

27 maí, 2005

Hræðilegur lestur

Sögur af heiminum


Ég er að lesa um Rwanda (Rúanda) þessa dagana. Kláraði skáldsögu sem fjallaði um þennan tíma og er núna að lesa frásögn um þessa atburði.

Þetta er ólýsanlegur atburður 800.000 mans létust á tveimur mánuðum, þ.e.a.s 6 að meðaltali á mínútu. En þessar tölur segja ekki um þenna fjölda manns sem flúði, þann fjölda mans sem lifði af, aflimað og afskræmt eftir sveðjuhögg, fjölda nauðgana sem átti stað. Þessar tölur segja líka lítið um afskiptaleysi vesturvaldana. Þessi tala segir mest lítið.. hún segir samt nóg.

800 þúsund mans drepnir. Sveðjur og handsprengjur voru víst vopn dagsins þarna. Þetta þýðir að þetta var ekki fámenn elíta sem stundaði þetta. Heldur tóku stór hluti þjóðarinnar þátt í þessu. Það hefur líka sýnt fram á að vinir snérust á móti hvor öðrum, læknar drápu sjúklinga, kennarar nemendur. Venjulegt fólk tók þátt í þessu. Fólk eins og ég og þú.

Og við stóðum og horfðum á. Sem betur fer verð ég reiður og sorgmæddur. Mig langar að lemja einhvern háttsettan stjórnarmann sem fyrirskipaði að ekkert yrði gert. Mig langar að öskra og gráta. Sem betur fer.. því annars væri ég búin að gefast upp.

Kannski er það besta leiðin. Allir eiga þetta í sér að verða fjöldamorðingjar og geta horft á svona hluti án þess að gera eitthvað.. eða taka þátt í þessu. Kannski er best að gefast upp á mannkyninu. Bara sleppa því að hugsa um þetta og lifa áfram. yppa síðan öxlum þegar ég heyri fréttir um pyntingar, nauðganir, stríð, þjóðarmorð o.s.frv. Mundi manni bara ekki líða betur?

26 maí, 2005

Grátur

Ég grét í gær


Ég brotnaði saman í gær og grét. Þetta byrjaði með tárum og fór svo í hefðbundin ekka, með fáránlegum hljóðum og miklu hori. Stóð yfir í svona 20 mínútur.

Ég var ekki að gráta vegna depurð eða söknuð. Eða af því að ég er þunglyndur.

Ég grét vegna bókarinnar sem ég var að lesa.

Ótrúlegt að byrja að lesa eitthvað sem maður veit að muni enda illa og maður mun líða illa eftir á. En ég grét yfir síðustu 30-40 blaðsíðunum. Gat ekki hætt að lesa og var með ekka á meðan. Held að það hafi verið gott að losa mig við þessar tilfinningar.

25 maí, 2005

Metnaðarleysi stjórnenda

Að spila Roleplay

Ég eyði miklum tíma í hlutverkaspilun. Að spila þau, hugsa um þau, undirbúa fyrir þau o.fl. Ég upplifði í gær að ég væri að eyða þeim tíma tileinskins. Mætti snemma á staðin. En þurfti að bíða í tvo tíma eftir því að við byrjuðum.

Þrátt fyrir að spilastundin sjálf var ágæt þá komst ég aldrei í fíling vegna þess að að ég var svo pirraður yfir þessum tíma sem fór í bið. Eyddi síðan kvöldinu í að reyna að spila. Er búin að upplifa þetta þó nokkrum sinnum upp á síðkastið. Maður mætir og þó nokkur tími fer í að hanga, bíða eftir einhverju. Stundum er þetta sveiflukennt hvað þetta fer í taugarnar á mér. En upp á síðkastið hefur þetta tekið virkilega á taugarnar. Finnst þetta vera metnaðarleysi.

23 maí, 2005

Smölun fyrir Ágúst Ólaf

Ágúst Ólafur kosin varaformaður

Ég er skráður í samfylkinguna en tek ekkert þátt í starfssemi hennar og kaus hana ekki í síðustu kosningu. Hef lítinn áhuga á starfsemi hennar og mjög litla trúa á henni.

En góðkunningi minn hafði samband við mig og spurði hvort að ég væri til í að gera soldið fyrir hann. Hann sagði að Ágúst Ólafur væri að bjóða sig fram sem varaformaður og hvort ég væri til í að mæta á kjörstað og kjósa hann. Hann sagði að þetta væri vænn drengur og ætti það skilið að vera kosin. Ég sagðist vera til í það og þá fór hann að tala um það að hann gæti skráð mig í samfylkinguna og það eina sem ég þurfti að gera væri að mæta. Ég sagði honum að ég væri þegar skráður í hana og mundi mæta.

Gerði það og kaus svo Ágúst.

En síðan er ég að lesa í fjölmiðlum að Lúðvík er að tala um að heilmikið af ungmennum hafi mætt á svæðið til þess að taka þátt í kosningunum á varaformanninum og Ágúst segir að hann viti ekki neitt um neina smölun.

Auðvitað var smölun í gangi, er það ekki alltaf svoleiðis í svona "frjálsum kosningum"? En óþarfi að neita því. Segja bara "Stuðningsmenn voru mér hliðhollir og sýndu það í verki með því að mæta á kjörstað. Auðvitað hefur maður samband við fólk til þess að hvetja það til að sýna stuðning í verki o.s.frv.". Ekki fara í flimtingum með svona hluti. Það er bara bull og vitleysa. Ég verð hálfpirraður við svoleiðis hegðun. Finnst eins og einhver hafi notað mig.

Bætti við KGB í linkana. Drengur sem ég fílaði mjög vel í framhaldsskóla... held að ég hafi aldrei talað við hann en fannst hann frábær úr fjarlægð. Rafraussíðan hans er líka með skemmtilega pistla.