17 ágúst, 2005

Viskí röddinn

Veikindi og fleira

Ég hljóma eins og drengur sem er að ganga í gegnum mútur og er með vískirödd. Rosa fallegt. Er með einhvern skít í hálsinum. Sem er svo sem ekki slæmt en ég fæ alltaf í hnút í magann þegar ég hugsa um skít í hálsinn.

Fyrir nokkrum árum síðan þá fékk ég skít í hálsinn sem síðan varð að lungnabólgu í báðum lungum. Var rúmliggjandi í mánuð, drekkandi trópí. Gat eiginlega ekki drukkið neitt annað. Var síðan með ekkert þol í tæpt ár. Svo í dag þegar ég fæ skít í hálsinn þá er keypt hálstöflur og drukkið mikið af sítrónute með hunangi.

Það síðast sem mig langar að gera er að fá þetta rugl aftur. Hef aldrei liðið eins illa eins og þá, að mig minnir.

Þannig að ég var heima hjá mér í gær. Lá upp í rúmi til hádegis og horfði síðan á twelve monkeys, Bad taste, Meet the feebles og á Band of brothers. Góð nýting á tíma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli