10 ágúst, 2005

Hlaupahjól

Hlaupahjól


Það hefur verið mikið skrifað og kvartað undan strætókerfinu nýja og ég ætla nú ekki að bætast í þann hóp. Það er gallar á þessu og þeir eru aðallega vegna reynslu- og merkingarleysis.

En vegna strætókerfisins nýja þá keypti ég mér hlaupahjól. Við vorum þrjú í deildinni minni sem tókum strætó á morgnanna. Nú eru hinir starfsmennirnir búnir að kaupa sér bíl. Minns fannst það of dýrt og þess vegna var þetta ofaná.

Er búin að vera á því í tvo daga og þetta er mun erfiðara en ég bjóst við, en er samt algjör snilld. Núna mæti ég á réttum tíma í vinnuna, allt þessu tryllitæki að þakka. Ég veit nú ekki hvernig þetta fer þegar vetur gengur í garð.. en það er seinni tíma vandamál. Býst við því að geta notað þetta í rigningu, veit ekki með snjó og krapi.

En ef þið sjáið einhvern fullorðin gaur klukkan níu vera á hlaupahjóli með hommapoka nálægt miklatúni þá er það mjög líklega ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli