Harry Potter er snilld
Um helgina þá var í hópi fólks og talið barst að Harry Potter. Fólk fór að fussa og hneykslast yfir honum og lýsa því yfir að það skildi þetta ekki. Sagði að það væri ekkert frumlegt í þessum bókmenntum og margar bækur væru betri. Ég reyndi að malda eitthvað í móinn en var ekkert að segja neitt kröftugt við því. Leyfði fólki bara að röfla um þetta ef það vildi.
En þar sem ég á blogg síðu og það er akkúrat fullkomin staður fyrir að reyna svara svona athugasemdum. Eins og
þetta dæmi sýnir
Fólk sagði (og auðvitað er þetta staðfært)
"ég skil ekki af hverju börn eru að falla fyrir þessu". Svar: Ég skil ekki af hverju fólk fer í messur.. en það gerir það samt.. kannski er bara gott að fólk hafi mismunandi smekk.
"
Það er ekkert frumlegt við þessar bækur, Dumbledore er eins og Gandalfur" Svar: Já það er rétt að að Dumbledore er eins og Gandalfur og Harry Potter er dæmigerður "hin útvaldi" sem kemur fram í flest öllum fantasíu bókmenntum. En frumlegheitin eru ekki því heldur hvernig Rowling blandar algengum sögum og mýtum saman. Hver kannast ekki við leiðinleg stjórnmál og vinsældarpólitík.. en í hvaða fantasíubókmenntum er fjallað um galdraráðherrann og talað um að það sé verið að staðla alla galdra og notkun þeirra. Hver hefur lesið um skriffinnsku í galdraheimi?
Hver hefur ekki heyrt talað um nornin á kústsköftum? En hverjum hefur dottið í hug að byggja upp íþrótt sem byggist á því?
Síðan má ekki gleyma því að jú hann Dumbledore er mjög líkur Gandalfi hinum gráa í útliti en hegðun hans er ólík. Hann gerir mistök og segir stundum tóma þvælu (og getið ímyndað ykkur hvort að það eina sem Gandalfur óskar sér að vera með fleiri sokka?)
"
Þetta er bara dæmigerð fantasía og það eru margar betri heldur en þessi" Svar: Betri er auðvitað smekksatriði, en við skulum ekki fara nánar út í það hér. Málið er að það Harry Potter er ekki dæmigerð fantasía. ég mundi frekar segja að Harry Potter eru "fimm Bækur" þessara kynslóðar. Í hefðbundnum fantasíum þá er búin til heimur, annar heimur og sagan gerist þar. Þar eru önnur landanöfn og konungar og keisarar ráða ríkjum. En í H.P þá gerist sagan í okkar heimi. Það er verið að tala um England, Rúmeníu, Frakkland. Það er farið í frekar dæmigerðan breskan skóla og kennt galdra með hefðbundnu sniði. Sögupersónurnar þurfa að kljást við hefðbundin vandamál (s.s unglingabólur, prófkvíða, vinarslit, ástir o.s.frv.). Ég hef lesið margar fantasíubókmenntir og ég held að ég geti sagt að það hafi aldrei verið fjallað um prófkvíða í þeim.
"En...." Svar: Og nú í þessum nútíma er alltaf verið að kvarta yfir því hvað börn lesi lítið. Hvað börn eyði öllum sínum tíma í tölvur og vídeo. Er þá hægt að kvarta yfir því að níu ára gömul börn leggist í að lesa 700 bls doðranta. Ekki bara einn heldur þrjá! Eigum við ekki bara að fagna því og styðja það í stað þess að nöldra yfir því? Fagna því að hún J.K. Rowling hafi skapað heim sem miljónir barna og fullorðna dást að?