29 nóvember, 2004

Sin city

Sin city

Það er nokkrar bíómyndir sem mig hlakkar til að sjá. Series of unfortunate events, Batman beginning og síðan SIN CITY.

Er búin að vera lesa ýmisleg á netinu af þessari mynd og sjá nokkur screen shot. Sjit.. Sjit... sjit.. mér sýnist þetta vera bara myndasagan sett upp í kvikmyndaform.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru Sin City sögurnar fullar af hrottaskap, testósteróni og fleiri skemmtilegheitum. Oftast eru þetta stuttar brútal sögur.

Kíkið á pósterinn...

Hlakka svo til.....

26 nóvember, 2004

Jungle speed á gauknum

Jungle speed á gauknum!

Já Jungle speed kíkir á gaukinn næstkomandi sunnudag. Tilboð á bjór og boðið verður upp á skemmtilega kvöldstund. Auglýst byrjun er 21:30 en við verðum mættir með gleðina um níu leytið.

Sá sem mætir og segist koma vegna þess að hann sá auglýsinuna á þessari síðu fær verðlaun!
(verðlaunin er: viðurkenningarspjald sem á stendur "Ég sá auglýsinguna á Sivar.blogspot.com" og síðan er broskall)

Spilerí

Uppgjörið nálgast.
"Hann samþykkti þetta ekki. Kallaði okkur void notendur. Hvatti hann til að fara frá okkur"
"Ég vissi svo sem að hann myndi ekki samþykja þetta, en heldur þú að hann muni setja áætlanir okkar í hættu?"
"Mér sýnist ekki. Hann ætlar að ferðast norður til hinna"
"Jæja þá fær William að ráða hvað verður um hann"

"Heldur þú að William ráði við þetta?"
"nei ég held ekkert. Hann mun gera þetta vel ef hann vill"
"Vill?"
"Já ég hef svolitlar áhyggjur af honum. Þessi aðskilnaður við fjölskylduna er víst ekki að hafa góð áhrif á hann. Þessi Cordy er að gera hann brjálaðan. En heldur honum uppteknum, sem er bara fínt miðað við kringumstæðurnar"
"Heldur þú að hann myndi snúast á móti okkur ef hann vissi sannleikann?"
"Ég veit það ekki.. satt að segja. Held að hann væri ekki sáttur. Sem er ekkert undrunarefni, við erum að fara á bakvið hann."
"það er nauðsynlegt.. er það ekki?"
"hahaha.. það varst þú sem ákvaðst það" Segir hann og brosir
"Já ég veit.. Fannst þetta vera það eina rétta í stöðunni. En núna er ég ekki svo viss"
"Treystu innsæinu þínu. Það hefur virkað vel hingað til. Hann William á eftir að sjá ljósið, það er engin spurning. Fylgdu bara áætluninni"

*******

"eru Herirnir á sínum stað faðir?" Spyr Prinsinn
"já þeir eru þar sem þú baðst að þeir myndu vera" svarar konungurinn höstugur. "Af hverju viltu fara í þennan leiðangur? Það er ekkert þarna megin við ánna nema skítugir bændur og málaliðar"
"land okkar ætti að vera stærra. Ég get gert það með þessum her. Ég get látið þá krjúpa í moldina fyrir min... þinni dýrð"
"Iss.. minni dýrð.. þú ert bara metnaðargjarn hundur. Réttast væri að hengja þig í næsta tré, skítuga fíflið sem þú ert"
"fa..." Prinsinn tekur skref aftur á bak
"Já þú veist alveg hvernig ég hugsa um þig. Vertu ekki svona hissa. Ég veit að þú njósnar um mig en heldur þú að ég geri ekki nákvæmlega sama?"
"Þú gefur mér engin völd.. ég þarf alltaf að...." Segir prinsinn á milli samanbitna tanna
"Hættu að væla drengur. Engin völd? Þú færð þau völd sem þú vilt, Sonur. Núna ertu að fara í tilgangslaust stríð um lönd sem eru ekki túskildingsins virði og það ert þú sem leiðir herinn áfram" Hreytir konungurinn í son sinn. "Þú ert eini sonur minn og þess vegna færðu að lifa."
Sonurinn stífnað af reiði og í eitt augnablik þá virðist vera eins og hann ætli að ráðast á föður sinn.
"Ekki gefa mér þennan svip og þú veist vel að ég gæti lamið þig með annarri hendi. Ef við værum í heimalandinu þá væri löngu búið að flá þig lifandi. Aumingi. Farðu. ég skammast mín við að horfa á þennan aumingja sem ég kalla son. Farðu og sýndu að það sé einhver töggur í þér." Konungurinn snýr bakið í hann og horfir út um gluggann.
Sonurinn horfir á hann með reiði glampa í augunum en bakkar út úr herberginu. Heyrist tuldra fyrir munni sér "bíddu bara, ég skal sko sýna þér hver er aumingi"

*****


23 nóvember, 2004

Jungle Speed kvöld

Jungle Speed á stúdentakjallaranum

Já.. við verðum með kynningu á þessu frábæra spili á stúdentakjallaranum á morgun (miðvikudag) klukkan 21:30.

Kíkið á vefsíðu junglespeed.

Ég... sölumaður???

Ég... sölumaður???

Maður hefur einhverja ákveðna hugmynd um hvernig líf mans verður. Maður ímyndar sér að eignast börn, fara í skóla, og vinna einhverja vinnu.

Ég hef alltaf ímyndað mér að ég mundi vinna einhverja vinnu þar sem ég er undirmaður, tek við skipunum og fæ minn launatékka (sem væri ekki hár). Sölumannsstarfsemi, fyrirtækjarekstur, og þess háttar hef ég alltaf ímyndað mér að ætti alls ekki við mig.

En í dag er ég allt í einu komin í þessar stöður. Ég og Leifur erum að kynna spil sem við höfum hugsað okkur að selja. Erum búnir að skipuleggja spilakvöld og erum í samningsviðræður við verslanir.

En þetta er svo í hrópandi andsögn við mína sjálfsímynd. Ég veit stundum ekkert hvort að ég eigi að gleðjast yfir þessu eða vera hræddur.

Ég hef á tilfinningunni að þetta muni mistakast, að fólk muni hlæja að mér, að ég muni klúðra þessu o.s.frv.

Það eina sem heldur mér við efnið er það að varan sem við erum með er frábær og sú vissa að ég mundi sjá eftir því ef ég mundi ekki gera þetta.

22 nóvember, 2004

Kennarar

Kennarar (enn og aftur)

Það hafa komið skemmtilegar umræður hérna á minni síðu um kennara. Það eru samt nokkrir punktar sem mig langar að koma á framfæri.

1. Það var sagt að kennarar hafa alltaf borið ábyrgð á dyslexiu, þunglyndi, o.s.frv. Fyrir það fyrsta þá voru þessi hlutir ekki greindir og þar af leiðir þá ber engin ábyrgð á því. Annað þá voru kennarar sem sambærileg laun og aðrir (t.d framhaldskólakennarar).
2. Þegar það er brot á rétt einhverrar stéttar þá hefur það oft brotist óánægja út og fólk hefur oft mótmælt með táknrænum hætti. Andlátstilkinningar, svört föt o.s.frv. er þess vegna mjög skiljanlegur hluti af þessu (þótt að maður fái vægan kjánahroll við því). Viljið þið frekar að reiðin brjótist fram og fólk fari að kasta eggjum og múrsteinum í stjórnarráðið?
3. Börn eyða meiri tíma í skólanum í dag en áður. Foreldrar eru báðir útivinnandi og það er sífellt meiri krafa að uppeldi sé inní skólastofum. Það hefur birst meðal annars í aðalnámskrám.
4. Hvað með aðrar stéttir? Já hvað með þær? Eiga þær ekki alveg rétt á því að berjast fyrir sínum kröfum eins og aðrir?
5. Ég vona að kennarar hafni þessum nýja samningi. Ég held að hann sé skref aftur á bak. Engin rauð strik. Skólastjórnarpottur er feldur út og settur beint inní launatöflur (þannig að skólastjórnendur geta ekki verðlaunað góða kennara). Það er líka ekkert gert til þess að þetta koma ekki fyrir aftur (eins og að gefa sveitarfélögum svigrúm til að semja beint við kennara).

Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og það verður víst bara að hafa það, en ég held að þið ættuð að lesa þetta (bls. 12) og athuga hvort að afstaða ykkar breytist.

19 nóvember, 2004

Kúlur

Súkkulaði hjúpaðar harðar karamelur.

Kúlur eða súkkulaðihjúpaðar harðar karamelur er vibbi. Skil ekki hvernig fólki geti fundist þetta gott.

Eins og flestir vita þá er ég alger nammigrís. Reyni að borða nammi bara þegar það er erindi til þess og þá fer ég oft og kaupi mér bland í poka. Ég bið alltaf um að það sé sleppt kúlum.

En næstum því í hvert einasta skipti fæ ég svokallaða vindla í pokann. Vitið þið hvað vindlar er? Það eru súkkulaðihjúpaðar harðar karamelur. Kúlur í dulargervi.

Verð alltaf jafn pirraður á þessu.

(ég veit... ég tuða mikið... það er búið að segja mér það)

17 nóvember, 2004

Kennarar

Kennarar og barátta þeirra.

Eftir að hafa lesið og heyrt á ýmsum stöðum að samúð gagnvart kennurum fari þverrandi þá ákvað ég að taka til máls.

Kennarar ákváðu að fara í verkfall, sem er þeirra lögfastur réttur. Réttur sem verkalýðsfélögin háðu baráttu um á sínum tíma. Þetta var réttur sem var talin nauðsynlegur til þess að knýja vinnuveitendur um betri kjör. Þeir fóru í verkfall vegna þess að þeir vildu freista þess að fá betri kjör. Við vitum öll hvernig þetta verkfall fór. 92% kennarar neituðu miðlunartillögunni og lög voru sett á þau.

Kennarar upplifðu það að eftir tæp tveggja mánaða baráttu þá var völdin tekin af þeim og það átti ekki að koma niðurstaða úr því fyrr en eftir áramót... ekki fyrr en í mars.

"Landslögum skal fylgja" er setning sem margir eru búnir að segja eftir að það fréttist að þeir mættu ekki í vinnu. Bull og vitleysa. Landslögum skal ekki fylgja ef þau eru ósanngjörn! Haldið þið að mannaréttindabarátta hefði komist eitthvað áfram ef allir hefðu hugsað svona?

Af hverju eru kennarar svona fúlir? Það fúlir að þeir standa saman sem gerist aldrei í okkar þjóðfélagi. Standa svo mikið saman að það er ekki hægt að fá að hnika við þeirra kröfum. Þetta verkfall hefur sýnt að kennarar eru virkilega ósáttir við kjör sín. Er það einhver furða? Hafið þið velt fyrir ykkur kröfunum sem er sett á kennara.. kröfur sem hafa aukist gríðarlega.

Þeir eiga vera fyrirmyndir, þeir eiga að hafa reglu á bekknum sínum, þeir eiga að koma í veg fyrir einelti og hvers konar mismun, þeir mega ekki refsa börnum, þeir eiga að taka tillit til hvers einstaklings í bekknum, þeir eiga að fylgjast með einkennum heimilis og kynferðis ofbeldis, þeir hafa rúmlega 20 manns í bekknum, þeir eiga að herða róðurinn og bæta árangur nemenda sinna, fylgjast með einkennum dyslexiu og annarra þroskahömlunar, ná viðunnandi árangur á samræmdum prófum, ala krakkana upp í lýðræðisþjóðfélagi og hægt er að segja að þeir eigi að taka að sér stórt uppeldishlutverk.

Kröfurnar hafa aukist á kennara. En kjör þeirra hafa versnað. Samúð mín er gjörsamlega með kennurum, sérstaklega eftir þetta stórkostlega útspil ríkisstjórnarinnar.

15 nóvember, 2004

Um líf mitt og yndi

Þetta var þess virði

Ég vona að lesendur fyrirgefi mér fyrir síðustu færslur sem einkenndust af nöldri og neikvæðni. En núna er þetta búið. Á bara einn fund eftir sem ætti að vera auðveldur.

En þetta var þess virði. Ég fór í gær í búðina eftir að ritgerðin var tilbúin og það var búið að setja allt upp, búið að gera búðina tilbúna fyrir opnun í dag. Hún var flott. Leit vel út, var bjartari og opnari og einfaldlega fallegri.

Ég fylltist stolti og ánægju. Sá líka á fólkinu sem var með mér (F og H) að þær voru sáttar og glaðar.

Auðvitað var ég ekki einn sem gerði þetta. Við vorum 8 manna hópur sem létu þetta gerast.

Það er búið að skila ritgerðinni og ég er ágætlega sáttur við þá ritsmíð. Hefði getað verið betri en maður verður bara lifa við sín verk.

Helgin og kennarar

Helgin og kennarar

Föstudagur: Í búðinni frá hálf fimm til tíu og farið í ritgerðina eftir það.
Laugardagur: Búðin frá tvö til tvö. Kláraði málið að mestu.
Sunnudagur: Ritgerð frá hádegi til hálf átta. Búðin í klukkutíma. Skilað málningardóti. Ritgerð frá tíu til eitt.

Í dag er ég að fara gera annað verkefni, klára ritdóm í skólanum. Ætti að vera auðvelt. Vonandi verð ég komin snemma heim til að glápa á imban (finnst ég eiga það skilið).

Mæli með að fólk kíki í Rauða Kross búðina á Laugavegi 12!

Ég styð kennarana heilshugar í baráttur þeirra og þetta síðasta útspil þeirra er frábært. Ég veit vel að það er mikill glundroði í samfélaginu þessa stundina en við getum þakkað ríkisstjórninni fyrir það.

12 nóvember, 2004

Vinnan

Sumt fólk kann ekki að vinna!

Ég er að hlusta á samstarfskonuna mína sem er alveg í tómu rugli. Er að ganga út í hið óendannlega til að aðstoða kúnna. Það er að gera mig brjálaðan. Erum undirmönnuð og hún er búin að vera 3 korter að redda þessu.

Urrrr.....

Að innrétta

Að innrétta verslun

Hverjum helvita manni datt í hug að láta mig innrétta verslun? Ég er litblindur, hef engan áhuga á fötum, hönnun, innanhúsarkitekt eða eitthvað álíka. Samt er ég að sjá um að innrétta verslun. Sé um að flokka föt í búðina, raða inní hana, velja réttu innréttingarnar og spá í hönnuninni.

Var að mála í gær og komst að því að ég ætti ekki að hætta í dagvinnunni til að gerast málari. Allt ójafnt og lási. Betri í því að skera heldur en að rúlla.

hvað er fólk að spá að láta mig gera þetta. Bjóst við því að verslunarstjórinn myndi eitthvað líta við eða gömlu konurnar mundu segja eitthvað.. eða starfsmaður svæðisráðs myndi hafa meira samband. En svo er ekki. Það er bara ég og sjálfboðaliðarnir mínir (ef þau væru eldri þá myndi ég bjóða þeim upp á ærlegt fyllerí eftir verklok). Já hvað á ég að vera við krakkana mína sem eru búin að mæta mjög vel og standa sig vel? Hef ekki hugmynd.

Ritgerðin gengur ágætlega. Er komin með tvo kafla um Attac og PGA og er að skrifa kaflann þar sem ég ber þessi tvö "samtök" saman. Verðlaun fyrir þann sem veit hvaða samtök þetta eru.

Hlakka til á þriðjudaginn. Þá verður að vera búið að skila búðinni, ritgerðinni og ritdómnum.

Ég ætla fá mér bjór þá. Rölta inní bæ eftir þann tíma og finna mér einhverja krá og versla mér bjór. Bara einn... kannski tvo... eru einhverjir memm í fyllerí á þriðjudaginn?

10 nóvember, 2004

Upptekin

Upptekin

Sjit hvað ég er upptekin maður þessa dagana. Ég á ekkert líf. Það er margt í gangi.. þess vegna er ég upptekin!

Ég er að innrétta L-12 upp á nýtt... já ég.. litblindi maðurinn sem hefur engan smekk. En sem betur fer er maður ekki maður einsamall. Það er gott fólk með smekk (vonandi.. ) sem er að starfa með manni. En ég ber ábyrgðina. Á að sjá að til þess að allt verði tilbúið fyrir mánudaginn næstkomandi.

Síðan er ég að gera ritgerð í alþjóðavæðingu. Ritgerðin fjallar um Anti-Globalista og hreyfingar þeirra. Mjög áhugvert efni. Erum tvö að gera hana og hún gengur ágætlega. Á að vera stór ritgerð (20 bls.) og hún á líka að vera tilbúin á mánudaginn.

Síðan næsta þriðjudag á að vera tilbúin nemendafyrirlestur hjá mér og öðrum stráki. Ritdómur um bók.. sem er hundleiðinleg. Veit ekki hvernig það á eftir að koma út... öruglega vel... ritdómur um leiðinlega bók sem ég hef lítil sem engan áhuga á.... hljómar það ekki spennandi?

Deildarstjórinn minn er að sinna einhverjum verkefnum svo að ég sit í sætinu hans. Hann hafði svo samband við mig í gær og sagði að ég ætti von á launahækkun. Jíbbí jibbí jei! Sáttur við það.

05 nóvember, 2004

Að vera áhrifavaldur

Ég er búin að upplifa það að ég er að fara einhvern vegin inní lífið. Erfitt að útskýra þetta.

Mér finnst ég vera að fara taka þátt í fótboltaleik í staðin fyrir að standa á hliðarlínunni. Er að fara vera "mover" í heiminum. Og þessi tilfinning hefur sína góðu kosti og slæma galla. Koma upp helling af valmöguleikum upp þar sem ég hef áhrif á heimin. Stjórna mínum örlögum.

Í gær þá fór ég í viðtal í Dægurmálaútvarpi á Rás 2 og satt að segja þá stóð ég mig bara ágætlega. Er búin að hlusta á viðtalið og ég hiksta nokkrum sinnum og endurtek mig líka. En í heildina þá kem ég boðskap mínum vel fram.

Ég stóð mig líka vel á fyrirlestrinum í gær. Eini gallin var sá að eftir að ég var búin þá fór einn ráðstefnugesturinn að gagnrýna mig og hélt 4 mínútna einræðu þar sem kom engin spurning fram og útgangspunkturinn var sá að ég hafði ekki staðið mig vel. Ég var alveg brjálaður þegar ég gekk út úr pontu aðalega vegna þess að ég hefði getað svarað öllum gagnrýnispunktunum sem hún sagði. En ég hafði ekki tíma til að svara henni.

Bara allt í gangi.

04 nóvember, 2004

Á að borða með smekk

Sjit... sjit .... sjit...

Þarf að fara læra borða súpu án þess að þurfa að sulla út um allt.

crap....

Smekkur er málið.

03 nóvember, 2004

Ráðstefn

Kynfræðsla á villigötum?

Á morgun klukkan 15 í húsi Íslenskrar erfðargreiningar byrjar ráðstefna á vegum uppeldis og menntunarfræðinema.

Ég er þar með fyrirlestur sem nefnist "Kynfræðsla á villigötum?". Á ráðstefnunni verða margir mjög áhugaverðir fyrirlestrar og hvet ég alla til að mæta.

Nánari upplýsingar er Hér

02 nóvember, 2004

Olíufélögin part 2

Olíufélögin part 2.

Núna gengur póstur um svæðið þar sem fólk er hvatt til þess að kaupa bara bensín af olíufélögunum. Ekki kaupa gos og nammi af þeim.

Halló... bölvað rugl. Af hverju ættu maður að gera það? Og hvað lengi á þetta að vera í gangi?

Það er komnir nýir eigendur að olíufélögunum svo við værum að refsa röngum aðilum. Af hverju ætti að refsa fyrirtækjunum? Það voru mennirnir á bakvið sem gerðu þetta. Fyrirtæki er ekki persóna sem finnur fyrir iðrun eða tekur sönsum.

Munið það að það voru einstaklingar á bakvið þessar ákvarðanir. Það á að refsa þeim. Finna sökudólgana og sparka í þá. Ekki núverandi eigendur olíufyrirtækja.

01 nóvember, 2004

Olíufélögin

Olíufélögin

Nú er komin skýrslan um samráð olíufélagana. Þegar maður les umfjallanir um hana þá verð ég reiður. Fjúkandi reiður.

Maður les um spillingu af verstu sort. Svik, prettir, lygi o.fl. Allt gert til að hámarka gróðann.

Ég vil draga þessa menn til ábyrgðar. Þessi menn eiga að vera dæmdir fyrir fjársvik. Þeir mega ekki komast upp með þessi brot. Þeir mega ekki ganga í burtu með glott á vör og marg miljóna gróða í vasanum.

Hvar eru nú Davíð Oddson með "Svona gera menn ekki?" eða eins og hann gerði með KB-banka? Hvar er reiðin í samfélaginu? Hvar eru eggin þegar maður þarf á þeim að halda?