23 nóvember, 2004

Ég... sölumaður???

Ég... sölumaður???

Maður hefur einhverja ákveðna hugmynd um hvernig líf mans verður. Maður ímyndar sér að eignast börn, fara í skóla, og vinna einhverja vinnu.

Ég hef alltaf ímyndað mér að ég mundi vinna einhverja vinnu þar sem ég er undirmaður, tek við skipunum og fæ minn launatékka (sem væri ekki hár). Sölumannsstarfsemi, fyrirtækjarekstur, og þess háttar hef ég alltaf ímyndað mér að ætti alls ekki við mig.

En í dag er ég allt í einu komin í þessar stöður. Ég og Leifur erum að kynna spil sem við höfum hugsað okkur að selja. Erum búnir að skipuleggja spilakvöld og erum í samningsviðræður við verslanir.

En þetta er svo í hrópandi andsögn við mína sjálfsímynd. Ég veit stundum ekkert hvort að ég eigi að gleðjast yfir þessu eða vera hræddur.

Ég hef á tilfinningunni að þetta muni mistakast, að fólk muni hlæja að mér, að ég muni klúðra þessu o.s.frv.

Það eina sem heldur mér við efnið er það að varan sem við erum með er frábær og sú vissa að ég mundi sjá eftir því ef ég mundi ekki gera þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli