30 júní, 2004

Slæm nótt

Slæm nótt

Ég svaf mjög illa í nótt. Var alltaf að vakna. Veit eiginlega ekki af hverju. Hef verið að vakna um miðjar nætur, útaf draumum, útaf sólinni sem skýin inn um gluggann, útaf vindinum sem gnauðar í glugganum o.s.frv.

Þarf að gera eitthvað í þessu. Ekki nógu sniðugt. Nú er ég svo gríðarlega tussulegur, ekki í "my handsome mood" og mig klæjar (sem gerist þegar ég er voða þreyttur eða í fötum sem ég er búin að vera of lengi í.

Ferlegt.

29 júní, 2004

Louis Armstrong

We have all the time in the world

We have all the time in the world
Time enough for life to unfold
All the precious things love has in store
We have all the love in the world
If that's all we have, you will find
We need nothing more

Every step of the way will find us
With the cares of the world far behind us

We have all the time in the world
Just for love
Nothing more, nothing less
Only love

Every step of the way will find us
With the cares of the world far behind us

We have all the time in the world
Just for love
Nothing more, nothing less
Only love

Tóm snilld!

Þreytt líf

Þreytt líf

Stundum óska ég þess að ég hafi fæðst á "einfaldari" tíma. Réttara væri að segja að ég vildi að ég hefði fæðst í heim þar sem ég þurfti ekkert að velja sjálfur.

það væri bara einföld leið fyrir mig að fara. Ég myndi vera þræll eða bóndi á 17.öld. Eitthvað sem líf mitt myndi bara fara í eina átt og ég myndi nákvæmlega vita í hvaða átt það væri.

Ég yrði settur í fyrirframákveðið hjónaband þar sem eini tilgangurinn minn væri að ég væri fyrirvinnan.

Ég væri bara. Stundum óska ég þess.. og þetta er einn af þessum dögum sem ég er að óska þess.

28 júní, 2004

Nýtt auga

Nýtt auga

Það er að vaxa nýtt auga á kinninni minni. Sjit! Urr..... maður hefði nú haldið að þetta tímabil væri búið.. en neeeeiiii...

Annars er voða lítið að frétta. Fór í bíó á laugardaginn. Vond mynd! Riddick.. Flott testósterón. En klisjur dauðans. Eina testó myndin sem ég ætla fara á næstunni er Spiderman 2. Annars ætla ég bara að láta þær í friði. Bölvað rugl bara.

Spilaði í gær og komast að því að Chronos (persónan sem ég talaði um fyrir neðan) er ekki dauður og líf hans heldur áfram. Sjit.. einn besti villain sem ég veit um. Geðbilaður fjöldamorðingi og ég skapaði hann (gef sjálfum mér klapp á bakið).

Hvað er þetta með mig og hálf-geðbilaða karaktera? Darius, Chronos, Trébarði, Fabrína og ekki má gleyma Smendrik.. rífst, skammast, og hef allt á hornunum? Jafnvel Isabella er hálf-undaleg. Rífst allavega helv... mikið. Hey.. Daegrefn var ekki svona! Daddarra....

Þannig að ég er ekki fastur í sömu týpunni... ligga ligga lái! Ef svo væri þá gæfi það geðheilsu minni ekki góða einkunn... en það er allt í lagi þar sem ég er hálf bilaður..

hey mig dreymdi voða dramatískan draum aðfaranótt laugardags eða sunnudags. Þar sem sorg, ofbeldi og ástvinamissir blönduðust í flottum dansi.

25 júní, 2004

Mitt álit á landsímamálunum.

Álit mitt á símamálinu.

Ég held... að þessi dómur er alltof harður og satt að segja hálf fáránlegur.

Maður les endalaust um að barnaníðingar, nauðgarar og menn sem drepa næsta mann fá nokkra mánuði og maður gleðst ef þeir fá tvö ár. Síðan kemur drengur sem kemur í ljós að hefur stolið í fjögur ár um fjórðung af miljarði. Frekar mikið fé. Hann játar á sig sök og hjálpar lögreglunni við að svipta hulunni af þessu. Hann fær fjögur ár. Hann á svo sem skilið að fara í fangelsi.. hann tók þetta fé og vissi alveg hvað hann væri að gera.

Hinir sem tóku víst þátt í þessu fá tvö ár. Þetta var bróður stráksins og vinur hans. Voru þeir að gera glæp? Þeir voru dæmdir fyrir hylmingu og dómurinn segir að þeir hefðu átt að vita að þetta var illa fengið fé.

Ég held að þeir vissu líklega að þetta væri eitthvað skrýtið. Að fá þetta fé svona upp í hendurnar af einhverjum vinargreiða. En ég held að þeir hafi bara hunsað þær hugsanir. Bara ýtt því í burtu. Reynt að sleppa við að hugsa um það.

"Hann hlýtur að vita hvað hann er að gera" "hann hefur þetta vald yfir peningunum og við munum borga honum til baka" "Hann reddar þessu".

Mannleg hugsun. Þeir hefðu átt að vita betur. En tvö ár? Fjandans tvö ár fyrir að þiggja peninga frá vini sínum sem einhver hefði átt að fylgjast betur með. Á að stinga fólki í fangelsi í tvö ár vegna þess? Hverslags bjánaskapur er þetta?

Er ég að segja að það eigi að sleppa þeim, lýsa þá saklausa? NEI! Þeir eiga verða gerðir gjaldþrota, allar þeirra eignir eiga verða teknar upp í þessa skuld. Þeir eiga að fara sakaskrá og fara jafnvel í fangelsi í nokkra mánuði og síðan nokkurra ára skilorðsbundin dóm. Ekki henda þeim inn í tvö ár.

Bölvað rugl að mínu áliti!

Þetta er gallin yfir okkar réttarkerfi. það er engin hugsun á bakvið það. Refsiramminn er nýttur til fullnustu þegar fjármunir eru teknir. En nauðganir og kynferðisbrot? Nei.. alls ekki.. hefðin er ekki til staðar. Til hvers er fólk í fangelsi? Er verið að hegna því (skamm... skamm...) Hefnd (þú tókst peninginn okkar... þú ferð í fangelsi)? Er verið að vernda samfélagið fyrir hættulegum mönnum (Þessir menn eru augljóslega stórhættulegir samfélaginu! Tóku helling af pening frá fyrirtæki)? Er verið að betrumbæta þá (Já hendum þeim inn og læsum.. látum þá dúsa.. með öðrum glæpónum og dópi.. þeir hljóta að læra eitthvað...)?

PIrrrrrrr......

24 júní, 2004

Rottur

Rottur, fljúgandi og skríðandi.

Rottur, dúfur, kakalakkar, húsflugur og eflaust helling af öðrum dýrum.

Allt hafa þessi dýr sameiginlegt að fjölga gríðarlega síðustu hundrað árin eða svo. Þetta eru dýr sem okkur finnst viðbjóðsleg og köllum þau meindýr. Köllum dúfur fljúgandi rottur.

Það er ein ástæða fyrir því að þessum dýrum hefur fjölgað svona mikið. Það er mannkynið. Fyrir miðaldirnar voru rottur bundnar á einum stað. Í miðasíu. Í dag finnurðu ekki borg eða bæ þar sem rotta er ekki á.

Mannkynið hefur dreift þessum dýrum allstaðar. Og leyft þeim að blómstra. Af hverju? Nú vegna lífsmynstur okkar. Við leifum gríðarlega miklum mat. Við byggjum húsin okkar þannig að það sé hægt að leynast í veggjum. Við gefum þessum dýrum næg tækifæri á því að lifa. Síðan útrýmum við þeim dýrum sem okkur finnst sæt og krúttleg. Þeirra lifnaðarhættir eru bara ekki sambærilegir okkar.

Nú er komin alveg þvílíkur áróður gagnvart húsflugunni. Að hún æli á matinn okkar og síðan skítur hún í hann. Og beri helling af bakteríum á fótunum sínum. Ég mundi vilja sjá rannsókn á því hvað margir hafa sýkst á húsflugum. En þetta er hluti af okkar lífi. Ef við viljum ekki hafa rottur eða húsflugur eða kakkalakka... þá þurfum við að breyta ýmsu í okkar lífsmynstri. Hættið að nöldra yfir þessu og lifið með því.

Rottur komast ekki í hýbýli okkar án þess að við séum með opið skolp. Annars er það bara hangandi í okkar skemmtilegu ræsum. Húsflugur gera ekki skaða nema að við geymum opin matvæli. Veit nú ekki af hverju fólk er að kvarta yfir dúfum og þekki ekki kakalakka nógu vel.

Þessi dýr eru bara hluti af okkar mankyni. Satt að segja þá bendir ekkert til þess að þessi dýr hætti að vera hluti af okkur. Lifum bara með þeim, við gerum það nú þegar.

23 júní, 2004

Djúpa Fjólubláa

Tónleikar

Ætla skella mér á Djúpa fjólubláa (þetta hljómar ekki eins vel og Deep Purple) í kvöld. Fer meira að segja í stúku í fyrsta skiptið, hef alltaf verið niðri á sætinu.

Hann pabbi sagði að við bræðurnir þyrftum að komast með og kynnast almennilegu rokki. þar sem hann fór í röðina þá gat maður ekki sagt nei við því. Ég hef nú ekki hlustað mikið á þessa hljómsveit í gegnum tíðina en keypti mér safnplötu með þeim um daginn og kannaðist við flest löginn svo það ætti ekki að vera vandamál.

Annars varð ég ferlega fúll í gær yfir voða skrítnum orsökum. Ég varð hundfúll yfir því að fá ekki að vera fúll. (HUh?????) Já málið var að ég var ósáttur í gær og lét eina manneskju vita af því. Fannst hún hafa gert á minn hlut. Þá fór manneskjan í fýlu og þá varð ég reiður. fannst alveg hrikalegt að fá ekki að láta í ljós einhvern neikvæðar tilfinningar án þess að fá hina manneskjuna upp á móti mér.

En auðvitað hætti þessi fýla og allir voru sáttir í endanum... vona ég alla vega.

En þetta fannst mér skrýtið að láta svona. En þetta er einhvern orðið hluti af mér. Ég vil hafa leyfi fyrir að fá útrás fyrir tilfinningar mínar án þess að lenda í annarra manna fýlu... en kannski er það bara ósanngjörn krafa... en þar sem fólk kallar mig stundum ósanngjarnan og ótillitsaman... þá er það bara í fínu lagi.

22 júní, 2004

Hin langa bið

Biðin langa.

Fór á stefnumót í gær. Bara ljúfa stund sem var eytt í góða veðrið og spjall. En nú er boltinn hjá henni og ég verð að bíða... ég er víst talin mjög þolinmóður þannig að ég verð að þola þetta.

Annars er voða lítið að frétta. Hallur var að útskrifast á laugardaginn (já á undan mér... ) og það var haldið upp á það. Stútað einum vískipela (hjálparlaust) og bullað í gegnum kvöldið. Fékk síðan að finna fyrir mikilli þynnku daginn eftir. En þeim degi var eytt í að spila Chronos og loksins sá ég fyrir endalok þessa karakters. Ekki falleg endalok það.

Tók síðan til í bókasafninu mínu gær og setti skrautmunina mína upp í hillu (ekki mikill fjöldi það). Bóksafnið lítur samt ágætlega út og maður getur labbað þar inn án þess að stíga á eitthvað. Væri hægt að koma borði þar inn og búa til fína spilaaðstöðu.

Horfði síðan á Menace II society, fannst hún jafn kraftmikil í dag og ég sá hana fyrir mörgum árum.

21 júní, 2004

Hið sanna eðli

Hið sanna eðli

Chronos er karakter sem ég hef spilað í mörg ár. Byrjaði að spila hann í... fyrstu árum framhaldsskólans. Nú er komin sá tími til þess að kveðja hann.

Byrjaði sinn feril sem betlari á götum Palanthas, var síðan tekin í fóstur af galdramanni og lærði iðn galdramannsins. Hann var aldrei öflugur galdramaður, skaraði aldrei fram úr. Var með hræðilegt sjálfsálit vegna misnotkunar, hélt að hann væri bölvaður vegna þess að hann er með merki hins illa guðs á líkamanum sínum.

Hann hefur aðeins elskað eina konu, Kara að nafni, sem líka telst sem eini vinur hans. Hún giftist öðrum manni.

Alla tíð hefur hann þráð að vera frægur, þráði að minningin um hann mundi lifa að eilífu.

Hann Chronos hefur alltaf daðrar við hið illa, verið þrætugjarn og hrokafullur. Hann hefur aldrei haft samviskubit yfir að drepa neinn og hefur alltaf verið tilbúin að plana morð og svik. En kara var eini einstaklingurinn sem hann vildi ekki brjóta trúnað gegn.

En síðan lenti hann í hörkurifrildi við Köru vegna eiginmann hennar og fór í burtu í fússi. Hann var reiður, sár og fúll og vildi hefna sín á eiginmanni hennar. Hann var of mikill heigull til að þora einhverju. En hatur og reiði eru tilfinningar sem auðvelt er fyrir aðra að nýta.

Hann fékk tilboð... og hann tók því. Tókst að koma aðstæðum þannig fyrir að eiginmaður Köru var hrakin á flótta og kom sér í stöðuna sem hann var í. En auðvitað fylgdi þetta tilboð ýmis önnur ákvæði sem voru lítið fjallað um við ákvörðunartökuna...

Og nú verður Chronos gleymdur og grafin, verða fáir sem tengja hann við innrás djöflana. Þannig að hann hverfur bara úr minningu fólksins... hægt og rólega. Eftir 100 ár verður hann gleymdur.

18 júní, 2004

Í góðu skapi

Gleði tekur öll völd.

Innleggin virkar! Lausnin er fundinn, fæ ekki í bakið þegar ég labba upp brekkur. Fæ ekki svona krampa í ilina eða neitt. Frábært.

Var frábær dagur í gær. Yndislegt veður. Fór í ammæli hjá systur og sambýlismanni hennar. Dvaldi hjá þeim í nokkra klukkutíma, borðaði kökur og drakk gos (aðhaldið fór fyrir lítið). Spjallaði heillengi við hann Hafþór Brynjar og hann sofnaði ofan á mér. Það var góð tilfinning.

Fór síðan til Leifs og spilaði Catan, rústaði fyrsta spilinu (fannst mér) en lét svo Leif vinna seinna spilið.. hann var að hella í mig bjór. Spjölluðum heillengi síðan eftir á og kláruðum óþverrann hans.. áfengi sem hann kallar Beckerovka... eða eitthvað álíka. Rölti síðan heim, svolítið óstyrkur en ánægður með nýju innlegginn.

Frábær dagur. Yndislegur dagur... er svo í furðulegu skapi þessa dagana. Þrátt fyrir að hafa misst trúna á mannkynið... þá er eins og trúin á sjálfan mig hafi styrkst. Mér finnst (þágufallshneigð?? fannst þetta hljóma best)... mér finnst ég oftast vera í mínu "handsome mood" og er frekar high on life... alla vega í gær og vonandi í dag.

Næst er það Esjan.. hún verður sigruð innan við tveggja vikna.. who is with me?

16 júní, 2004

Innlegg

Ný Innlegg.

Ég fæ nýju innleggin mín í dag. Eftir hádegi mun ég skunda upp í kringlu og fá þau afhent. Með fjórum fleygum og annar fóturinn verður hækkaður um hálfan sentimeter (5mm)

Ég er að halda í vonina að þetta verði kraftaverkið sem mun bjarga bakverkunum sem eru búnir að hrjá mig síðastliðið ár. Ég líka vona að þetta verði til þess að ég geti skundað upp Esjuna án þess að fá í bakið.

Efast samt um að þetta verði svo mikil lausn. En maður má alltaf vona.

Ég er byrjaður að lesa bókina Fast food nation e. Eric Schlosser. Þvílíkur skítur... hlakka ekkert til að lesa hana áfram en get ekki hætt að lesa hana. Ótrúlegur penni hann hr. Schlosser.. nær að halda gríðarlegri spennu í gangi þótt að hann sé að segja frá hvernig kartöflur eru búnar til. En dregur ekki fallega mynd af þessu.

Segi meira frá þessu seinna.

15 júní, 2004

Draumar

Draumar og fleira bull

Mig dreymdi í fyrradag að ég væri í partí og alltaf þegar ég þurfti að pissa þá pissaði ég í næsta video tæki eða tölvu. Stakk gaurnum bara í næstu rauf og lét vaða. Fannst ekkert óeðlilegt við það.

Ég djammaði mikið um helgina. Var í vinnupartí á föstudeginum og fór svo í útskriftarpartí á laugardeginum. Skemmti mér mjög vel á báðum kvöldum en fannst ekki eins gaman þegar ég fór í bæinn á laugardaginn. Skemmti mér ekkert voða vel í bænum, bölvaður hávaði og reykur.

Kláraði Six days of War og byrjaði á My Dark places e. James Ellroy. Kláraði hana svo í gær. Bók með góðu kjaftshöggi. Þarf að lána einhverjum hana svo að ég geti talað við einhvern um hana.

Langar að stjórna Rifts D20 eða gritty kúrekaheimi. Komin með helling af hugmyndum í kringum það.

Tek ennþá armbeygjur í vinnunni. Komin í 2*10 armbeygjur á tveggja klukkustunda fresti. Óli.. búin að tapa. Er búin að standa mig ágætlega í aðhaldinu, hef fallið bara einu sinni (var þunnur á laugardeginum). En samt sem áður þá er ég ekkert léttari.

keypti mér vog um daginn. En hún hefur ekki veitt mér neinar gleðifréttir ennþá.

Hann Hallur er að fara útskrifast á laugardaginn. Býður fólki í djamm, þannig að hveravellir verða úti. Ætli maður fái ekki að sjá gamla Urk.

Ég hugsa að ég fari ekki í málaskóla. Taki frekar þrjár vikur hérna á landinu og hafi síðan smá tíma til að taka á móti krökkunum frá Eistlandi.

Hvað er að atvinnurekendum sem vita af manneskju sem er góð í starfið og er vel liðin og þeir ráða einhvern fjölskyldumeðlim. Ég fíla það ekki. Atvinnurekendur ættu að vita betur.

14 júní, 2004

Bæn til guðs

Bæn

Góði guð

Ég hef verið einlægur aðdáandi þinn í mörg ár. Hef dáðst að því hvernig þú ferð með þetta mannkyn sem þú gafst frjálsan vilja.

Ég hef stundum verið frekar ósáttur við þín störf og haldið að 6 ára barn gæti gert betur en stundum hef ég haldið að þú værir bara guð sem skiptir sér ekki að þessum málum. Lætur bara hlutina ganga án þess að vera með einhver afskipti og ég býst við því að þú hefur flissað þegar þú heyrðir þær hugsanir hjá mér.

Hvað er málið? Finnst þér gaman að hræra í okkur og horfa svo á okkur hlaupa um eins og fífl? Finnst þér gaman að andvökunótum okkar og hvernig heilinn ruglar okkur í ríminu?

Ég vildi bara láta þig vita að þú ert með sjúkan húmor og þegar ég kem upp til þín þá ætla ég að gefa þér duglegt spark í þinn heilaga rass.

Amen

11 júní, 2004

Kvót

Snilldar Kvót

"The only thing is, the Internet accurately reflects reality as it is in our society. Don't blame the mirror, if the Internet is unseemly -- work to make things better instead." Boris Kagarlitsky is director of the Institute of Globalization Studies

Tekið frá Moscowtimes.

Tónleikar og breytt útlit

Tónleikar og rant

Ég fór og verslaði af höfðingja miða á Starsailor í kvöld. Byrjaði að hlusta á þessa hljómsveit í þessari viku og fannst hún bara nokkuð góð þannig að ég fór að leita að miðum. Fann síðan einn á Huga.is og keypti hann. Fékk hann meira að segja á kostnaðarverði.

Þannig að eftir vinnu er eitthvað vinnudrekk og síðan á skella sér á tónleika. Verð einn.. en maður hlýtur að hitta einhvern sem maður þekkir... gerir maður það ekki alltaf?

En síðan er ég búin að vera spá í að breyta útliti dvalarstað mínum. Langar að bæta inn fleiri hlekkjum, langar að skipta þessu niður einhvern vegin.. vinir, gamlir vinir, börn, kunningjar.. einhverja svoleiðis skiptingu.. síðan er ætla ég að hlekkja síðuna mína við þá aðila sem ég les mest. Eru einhverjar hugmyndir um breytingar sem ég ætti að taka tillit til?

Annar var ég að vinna síðu hjá gömlum barnaskólavini, Kidda. þegar ég var að skoða þá síðu þá fékk ég helling af flashbökkum frá þessu Stór "skemmtilega" tímabili í lífi mínu. Það var samt gaman að sjá að hann virðist halda kontakti við nokkra gamla aðila úr skólanum, eins og Stebba, Ingó o.fl. Á meðan ég held bara kontaki við einn sem ég þekkti.

Annar er það merkilegt að persónur sem voru manni svo mikilvægar hverfa úr lífi mans, persónur sem maður hékk með í mörg ár, sem voru mans bestu vinir og maður óð í gegnum súrt og sætt með... eru bara orðnar að minningu. Síðan hittir maður þá af og til í gegnum tíðina og alltaf eru sagðar setningar um að við verðum að fara hittast en síðan dettur það einhvern veginn uppfyrir og það gerist aldrei.

En það er kannski skiljanlegt þar sem mannkynið er villuráfandi skepna að leita að næstu útrás fyrir sínar þarfir. Þar sem mannsekjunar sem við kynnumst eru bara fólk sem við rekumst á fyrir hreinskæra tilviljun.

En já... held að þetta sé komið nóg.

10 júní, 2004

Sex daga stríðið

Sex daga stríðið

Ég er að lesa bók (kemur á óvart). Six days of war e. Micheal B. Oren. Bókin fjallar um sex daga stríðið í miðausturlöndum sem varð í júní 1967.

Er búin með svona 3/4 af bókinni og þetta er góð lesning. Hefur frætt mig mikið um þetta stríð. Ísraelar voru fyrstir að ráðast á.

En það sem hefur verið mest sjokkerandi er sú staðreynda að það voru fávitar á bakvið stjórnvölinn á mörgum stöðum. Nasser og Amer í Egyptalandi eru þar í efsta sæti. Klúðruðu endalaust svo mörgum málum og kostuðu ótrúlega marga lífið.

Þessi litla saga rekur enn einn naglann í kistu siðmenningar mannfólksins, í mínum augum. Við erum bara litlir maurar sem eru veruleikafyrtir. Höldum að við séum stærri en við erum.

En ég er svo ánægður að þurfa ekki að ganga í her. Mjög svo ánægður.

08 júní, 2004

Maníu kast

Maníu kast

Ég er komin í maníukast. Algert.. er að fá helling af hugmyndum. Um ferðalög um Ísland. Um framtíðina. Um námið. Um hlutverkaspil. Um framtíðina. Um mig og um þig.

Helling að gera í vinnunni og ég er að gera allt svo hratt að ég kem sjálfum mér á óvart. Hugurinn minn er ekki að stoppa.

Ég er byrjaður að sjá fyrir mér geðveikt frí. Frí þar sem ég eyði viku á mývatni. Rölti á Öskju og kíki á fótspor Sleipnis. Verð að labba um á Hornströndum með "native" (Ömmu). Fer síðan til Spánar í málaskóla.

Ég er þvílíkt hyper... er fljúgandi hátt í dag... veit ekki hvað það endist lengi!

En boy o´ boy, ég ætla að njóta þess.

07 júní, 2004

Leiði

Leiði

Mér hundleiddist í gær og vissi ekkert hvað ég átti að gera af mér. Ég tók til, fór í bað, hékk á MSN en hafði bara ekkert að gera.

Merkilegt, hafði bara ekki eirð í mér að gera eitthvað.

Ætli ég sé ekki bara svona að eðlisfari? Ekki er það nú skemmtilegt.

02 júní, 2004

Morð - sjálfsmorð

Morð - sjálfsmorð

Þegar ég var út í Danmörku varð skelfilegur atburður á Íslandi. Morð á 11 ára stúlku framkvæmt af móður. Móðirin reyndi síðan að fremja sjálfsmorð.

Margir eru búnir að lýsa undrun og reiði gagnvart þessu. Ég verð ekki einn af þeim.

Þetta hlaut að gerast einhvern tíman. það hlaut að koma að þessu. Ekki af því að samfélag okkar er svo rotið eða allt er að fara fjandans til heldur vegna þess að þetta fylgir mannkyninu.

Já það að móður myrði börnin sín hefur fylgt okkur lengi. Jú við fáum meira heyra um þetta í dag vegna fjölmiðla. Fólk mun myrða hvort annað, hvort sem það eru börn, konur, gamalmenni á allan mögulegan og ómögulegan máta.

Eina ástæðan fyrir að morð - sjálfsmorð hefur ekki gerst áður er sú að við erum 270.000 manna þjóð. En þetta mun gerast aftur einhvern tíman seinna.

En auðvitað syrgi ég þessa stúlku og finn til með móður hennar sem hefur myrt dóttur sína í einhverri geðveiki.

En þessi atburður kemur ekkert á óvart. Var bara spurning um tíma.

01 júní, 2004

Heimkoma

Heimkoman

Síðasti dagurinn var rólegur. Borðaði á Jensens Bofhus þessa fínu steik og síðan fór ég af stað til Reykjavíkur. Tók lest til Köben og hitti tvo félaga hans Ella. Sá að þeir voru að fara í Sjóorrustu í lestinni og spurði þá hvort að þeir spiluðu Catan.

Við tókum einn leik sem var æsispennandi og það var barátta til síðasta teningakasts. Leikurinn endaði akkúrat þegar við komum til Köben. Staðan var 10-9-9. Ég var með 9 stig og tapaði. Ekki gaman.

Þegar ég kom á flugvöllinn var auðvitað fjögurra tíma seinkun á fluginu. Ég lenti á spjalli við nokkra einstaklinga.

Vidda. Íslenskan dreng sem var í Óðinsvé að heimsækja konuna sína. Hann var á Íslandi að vinna og hún í læknisfræði í danaveldi.

Amy. Bandaríska konu sem er búin að búa á herstöðinni í Keflavík í 5 ár. Er að kenna Ensku á stöðinni. Er samt að fara frá Íslandi og fer þá til Japans.

Jeff. Bandarískur hermaður sem er líka herstöðinni. Var með ítalskt (Sikeylískt) blóð í sínum æðum og var svona latínóalegur. Samt var hann herðabreiður og stór. Hann og Amy voru par.. held ég.

Kevin. Lítill naggarralegur bandarískur gaur (34 ára) sem er í sjóhernum (Navy). Mun vera í 6 mánuði í viðbót og fara síðan til Virginíu. Piparsveinn í húð og hár.

Tim. Mjög skemmtilegur Bandarískur gaur sem á kærustu sem er í Danmörku. Hann var að heimsækja hana. Sagði skemmtilega frá hlutum.

Ég var með þeim þessa fjóra tíma og drakk töluvert af bjór (ég er enn í fríi frá aðhaldi vegna utanlandsferðar). Síðan var strollað í flugvelina og sofnað áfengismettuðum svefni.