10 júní, 2004

Sex daga stríðið

Sex daga stríðið

Ég er að lesa bók (kemur á óvart). Six days of war e. Micheal B. Oren. Bókin fjallar um sex daga stríðið í miðausturlöndum sem varð í júní 1967.

Er búin með svona 3/4 af bókinni og þetta er góð lesning. Hefur frætt mig mikið um þetta stríð. Ísraelar voru fyrstir að ráðast á.

En það sem hefur verið mest sjokkerandi er sú staðreynda að það voru fávitar á bakvið stjórnvölinn á mörgum stöðum. Nasser og Amer í Egyptalandi eru þar í efsta sæti. Klúðruðu endalaust svo mörgum málum og kostuðu ótrúlega marga lífið.

Þessi litla saga rekur enn einn naglann í kistu siðmenningar mannfólksins, í mínum augum. Við erum bara litlir maurar sem eru veruleikafyrtir. Höldum að við séum stærri en við erum.

En ég er svo ánægður að þurfa ekki að ganga í her. Mjög svo ánægður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli