29 júní, 2004

Þreytt líf

Þreytt líf

Stundum óska ég þess að ég hafi fæðst á "einfaldari" tíma. Réttara væri að segja að ég vildi að ég hefði fæðst í heim þar sem ég þurfti ekkert að velja sjálfur.

það væri bara einföld leið fyrir mig að fara. Ég myndi vera þræll eða bóndi á 17.öld. Eitthvað sem líf mitt myndi bara fara í eina átt og ég myndi nákvæmlega vita í hvaða átt það væri.

Ég yrði settur í fyrirframákveðið hjónaband þar sem eini tilgangurinn minn væri að ég væri fyrirvinnan.

Ég væri bara. Stundum óska ég þess.. og þetta er einn af þessum dögum sem ég er að óska þess.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli