23 júní, 2004

Djúpa Fjólubláa

Tónleikar

Ætla skella mér á Djúpa fjólubláa (þetta hljómar ekki eins vel og Deep Purple) í kvöld. Fer meira að segja í stúku í fyrsta skiptið, hef alltaf verið niðri á sætinu.

Hann pabbi sagði að við bræðurnir þyrftum að komast með og kynnast almennilegu rokki. þar sem hann fór í röðina þá gat maður ekki sagt nei við því. Ég hef nú ekki hlustað mikið á þessa hljómsveit í gegnum tíðina en keypti mér safnplötu með þeim um daginn og kannaðist við flest löginn svo það ætti ekki að vera vandamál.

Annars varð ég ferlega fúll í gær yfir voða skrítnum orsökum. Ég varð hundfúll yfir því að fá ekki að vera fúll. (HUh?????) Já málið var að ég var ósáttur í gær og lét eina manneskju vita af því. Fannst hún hafa gert á minn hlut. Þá fór manneskjan í fýlu og þá varð ég reiður. fannst alveg hrikalegt að fá ekki að láta í ljós einhvern neikvæðar tilfinningar án þess að fá hina manneskjuna upp á móti mér.

En auðvitað hætti þessi fýla og allir voru sáttir í endanum... vona ég alla vega.

En þetta fannst mér skrýtið að láta svona. En þetta er einhvern orðið hluti af mér. Ég vil hafa leyfi fyrir að fá útrás fyrir tilfinningar mínar án þess að lenda í annarra manna fýlu... en kannski er það bara ósanngjörn krafa... en þar sem fólk kallar mig stundum ósanngjarnan og ótillitsaman... þá er það bara í fínu lagi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli