11 júní, 2004

Tónleikar og breytt útlit

Tónleikar og rant

Ég fór og verslaði af höfðingja miða á Starsailor í kvöld. Byrjaði að hlusta á þessa hljómsveit í þessari viku og fannst hún bara nokkuð góð þannig að ég fór að leita að miðum. Fann síðan einn á Huga.is og keypti hann. Fékk hann meira að segja á kostnaðarverði.

Þannig að eftir vinnu er eitthvað vinnudrekk og síðan á skella sér á tónleika. Verð einn.. en maður hlýtur að hitta einhvern sem maður þekkir... gerir maður það ekki alltaf?

En síðan er ég búin að vera spá í að breyta útliti dvalarstað mínum. Langar að bæta inn fleiri hlekkjum, langar að skipta þessu niður einhvern vegin.. vinir, gamlir vinir, börn, kunningjar.. einhverja svoleiðis skiptingu.. síðan er ætla ég að hlekkja síðuna mína við þá aðila sem ég les mest. Eru einhverjar hugmyndir um breytingar sem ég ætti að taka tillit til?

Annar var ég að vinna síðu hjá gömlum barnaskólavini, Kidda. þegar ég var að skoða þá síðu þá fékk ég helling af flashbökkum frá þessu Stór "skemmtilega" tímabili í lífi mínu. Það var samt gaman að sjá að hann virðist halda kontakti við nokkra gamla aðila úr skólanum, eins og Stebba, Ingó o.fl. Á meðan ég held bara kontaki við einn sem ég þekkti.

Annar er það merkilegt að persónur sem voru manni svo mikilvægar hverfa úr lífi mans, persónur sem maður hékk með í mörg ár, sem voru mans bestu vinir og maður óð í gegnum súrt og sætt með... eru bara orðnar að minningu. Síðan hittir maður þá af og til í gegnum tíðina og alltaf eru sagðar setningar um að við verðum að fara hittast en síðan dettur það einhvern veginn uppfyrir og það gerist aldrei.

En það er kannski skiljanlegt þar sem mannkynið er villuráfandi skepna að leita að næstu útrás fyrir sínar þarfir. Þar sem mannsekjunar sem við kynnumst eru bara fólk sem við rekumst á fyrir hreinskæra tilviljun.

En já... held að þetta sé komið nóg.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli