25 febrúar, 2003

Djamm og höstl saga frá Laugardeginum!

já ég fór að djamma á laugardaginn. Skrapp fyrst á Robert Townsend og sá frekar fínt uppistand. Ég, ásamt Skoðun, fórum niður í bæ og kíktum á Ara í Ögri, hittum þar Kidda og nokkra gamla félaga úr Aragenginu. Drukkum nokkra bjóra. Ég var frekar þreyttur þar sem ég hafði sofið frekar lítð nóttina áður og hafði vaknað eldsnemma til að taka þáttí námskeiði sem ég var í. En já.... eftir að fólk hafði týnst í burtu og okkur var bolað til hliðar af einum starfsmanni Ara í Ögra (Ingun.. held ég að hún heiti)... þá ákváðum við að fara á röltið.. skoðunin vildi endilega hitta einhverja gellu á Victor og við skruppum á Nellys á leiðinni þangað. Ekkert sást á Nellys (þótt að ég hafi verið frekar léttur). En síðan lá leiðin niður á Victor...... dadara!

Sviti, Reykur, fýla, fullt af fullu fólki, þröngt, sleypt á gólfinu út af sambland af helltum bjór, svita og ælu... með öðrum orðum. Það var venjulegt djamm kvöld á Íslenskum skemmtistað. Ég rölti um ásamt Kidda... skoðunin týndist fljótt í mannhafinu við leit sinni af stúlkukindinni. Eftir smá rölt stoppaði ég og kiddi og hölluðum okkur að vegg og virtum fyrir okkur mannfólkið. Þá stoppaði kvennmaður hjá mér og leit á mig og sagði "cool hár". Síðan rölti hún áfram með vinkonum sínum.... Kiddi pikkaði í mig og sagði mér að lappa á eftir henni! Ég sagði nei, ég vildi það ekki.

Þessi stelpa var nokkuð flott, á mínum aldri kannski nokkrum árum eldri, smekklega klædd og virtist ekki vera svo drukkinn. En ég sagði við sjálfan mig "ég vil ekki líta svo desperate út að hlaupa á eftir hrósi" og síðan var þetta bara hrós... það þarf ekkert hösl að vera í gangi til þess að hrós fari af stað... er það nokkuð?

En já... ekki leið á löngu áður en hún kom aftur röltandi framhjá og sama sagan endurtókn sig nema nú strauk hún um hárið. Kiddi ýtti enn meira á mig en ég varð enn þrjóskari og lýsti skoðun minni að þetta væri nú bara hrós og ekkert annað. En við fórum samt á röltið... ég ákvað að fá mér eitthvað að drekka... stímdi á barin og pantaði mér sprite. Sá þá konuna, hún horfið á móti og Vola! Hún lappaði til mín tók allhressilega í hárið og sagði "þú ert með geðveikt hár". Ég brosti bara við þessu og kinkaði kolli "ég veit". Hún spurði hvort ég vildi dansa með sér og ég jánkaði því... "hví ekki".

Kiddi stökk þá í burtu og ég sá rétt í skoðunina í smá tíma. Þannig að ég var einn með kvennmaninum!

Að dansa við hana var ekki skemmtilegt þar sem við virtumst alltaf að vera í sitthvorum taktinum og þegar ég reyndi að fylgja henni þá fór ég bara að rekast í hana eða stíga á tærnar á henni. En við rembdust við í smá tíma og allt í einu fór hún að hneppa skyrtunni minni! SKÍTUR hugsaði ég og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Var í einhverjum bláum indjána bol sem ég keypti út í London ´95 orðin frekar lúin og tættur. Eftir að hún hneppti skyrtunni niður þá strauk hún yfir brjóstkassan á mér og þá heyrðist í henni "hva engin hár"..." nei þau eru öll á hausnum"... Halló... hvað átti ég að gera... en þettta sló hana ekki af laginu... Fórum og fengum okkur bjór saman og þá fórum við að spjalla (BAD MOVE). Hún spurði mig alls konar spurningar um hitt og þetta "hvaða tónlist hlustaru á?" "Bara svona allt.. U2, Mike Oldfield, mest megnis rólega tónlist" "hva ekkert rokk?" "jú jú það fylgir líka" þá komu umræður um hárið og skeggið og hún spurði afhverju... síðan fór umræðan um menntun og vinnu og alltaf fór hún djúpt í málefnið... "afhverju?" "hvers vegna".

Síðan kom að því að ég spurði hana. "Hvað gerir þú?" "vil ekki segja" "ertu í skóla eða vinnu?" " vil ekki segja!" osfvr. Með herkjum þá komst ég að því hvað hún héti... og að hún átti dóttur (þegar hún komst að því að ég vann í leikskóla).

Þetta hélst svona áfram... Hún lýsti því yfir að ég væri draumprinsinn hennar og það væri bara allt... hárið, menntunin, útlit... osfrv. Bara draumprinns!

Síðan reyndi hún að kyssa mig! Það var bara mottóið "ALLT INN OG ÞAÐ STRAX!" það var bara troðið tungunni og og sveiflað henni til hliðar. Fann áfengis og tóbaks bragðið af tungunni og það var ekki geðslegt!

Á þessum tímapunkti var ég að spá í því að flýja! Kleppsmatur! Hún var annað hvort allt of drukkin eða að hugsa um það að halda framhjá einhverju! Og í báðum tilvikum þá var það ekki heillandi! En ég ákvað það að vera áfram.. sjá hvað gerðist... ég vissi það að ég mundi aldrei sofa hjá henni þar sem ég er þekktur fyrir að beila í burtu þegar svoan ástand kemur og ég fýla það ekki (og já... ég sé ekki mikið eftir því þegar það gerðist... bara stundum... ok... nokkuð oft... æji farið í rassgat!).

Til að reyna að enda þetta þá fórum við í einkapartí hjá vinkonu hennar, sátum þar í smá stund og mér fannst það eigi skemmtilegt! Síðan tókum við leigubíl (með tilheyrandi óþægilegum tunguslefum og þukli). Hún kvaddi og tók niður emailið mitt og ég fór heim! Skreið upp í rúm klukkan 07:30, dauðþreyttur!

18 febrúar, 2003

Skóli = verksmiðja???

Ég er búin að vera kenna í smá tíma og er að komast betur og betur að því að kennslan í okkar kennslustofum byggist á hugsunum verksmiðju. "Komið inn og setjist, hafið þögn og vinnufrið. Gerið verkefni, skilið verkefni, gerið próf, fáið einkannir" Stimplun, endalaus stimplun, maður hefur ekki tíma til þess að staldra við og fara djúpt í efni. Það er ekki tími til þess.

Alltaf eru það verkefnin. Síðan ætlar maður að staldra við og gera eitthvað annað, eitthvað til þess að dýpka skilningin hjá fólki en krakkarnir vilja það ekki "ég hlusta í svona umræðum, getum við ekki gert heimaverkefnin, það er smá verkefni eftir". Þau eru ekki vön því að þau séu spurð álits á einhverju, þau eru ekki vön því að tjá sig og ekki heldur að hugsa. Já ekki vön því að hugsa. Því hver hefur tíma að hugsa þega hann er að þjóta á milli kennslustofa til þess að klára verkefni.

Það er öðruvísi reynsla að vera hinum megin við kennaraborðið

14 febrúar, 2003

Svefn og hugsanir

Ég átti erfitt með að sofna í gær. Ég gat ekki sofnað fyrir hávaðanum í hausnum á mér. Endalausar vangaveltur um ýmislegt, kynlíf, roleplay, firearms, Bandaríkinn, sætar stelpur, Írak, sameiðnuðu þjóðirnar, Ba ritgerðina mína, osfvr.

Endalaust kom þetta og fór, aftur í hringi og í hringi. Hugsaði mikið um nýja hugmynd að ropley grúppu. Leist nokkuð vel á það en maður er víst ekki einn í heiminum. Það þarf víst annað fólk til þess að spila með manni. Afhverju er ekki til instant rpgarar... just add water? duga í svona 2 spilasessions! Það væri nátturulega algert brill!

Ég þarf að spila meira!

Arrrrggggghhhh... nú er ég að fara í vísindaferð og vonandi á ég eftir að hrynja í það! En kannski geri ég það ekki! Búhúhú.....

13 febrúar, 2003

Fegurð

Mér hefur fundist heimurinn alltaf verið fallegur og flest allt það sem er í honum. Méf hefur fundist þetta líf vera svo merkilegt að ég hef ekki átt orð yfir að lýsa því. Allir hlutir, tilfinningar, að tjá sig, að sjá, að uppflifa það sem lífið býður upp á. Heimurinn okkar er einstakur og allt það sem í honum er. Hver einasta manneskja sem við hittum er stórkostleg, hver einasta upplifun ætti að vera stórkostleg.

Ýmindið ykkur það að þið eruð að horfa á ykkur sjálf og færið síðan sjónlínu ykkar upp, horfið ofan á ykkur. Farið síðan upp og horfið niður á húsið sem þið búið í, sjáið allt fólkið sem er að fara framhjá húsinu, hvort sem það er í bílum eða fótgangandi, hvert ætli þetta fólk sé að fara? Hvað ætli það heiti? Hvar á það heima? Hækkið upp og horfið niður á borgina sem þið lifið í, sjáið fyrir ykkur allt þetta fólk sem er þarna niðri. Ætli þetta líti ekki út eins og mauraþúfa þaðan sem þið eruð. Hvað eru margir í þessari borg? Þúsundir? Hundruði þúsunda? Hvaða áhugamál ætli þetta fólk hafi? Ætli því finnist gaman í vinnunni sinni? Hækkið ykkur enn meira og sjáið fyrir ykkur landið sem þið búið í. Sjáið þið fyrir ykkur þær borgir sem sem eru í þessu landi, hvað margar? Afhverju ætli þær hafi byggst upp á þessum stað en ekki öðrum? Hvað ætli margir lifi í þeim? Hækkið enn meira og sjáið öll þau lönd sem eru í kringum ykkur. Hvað margar borgir? Hvað mikið af fólki? Hvað mikið af tilffiningum?

Þetta er stórkostlegur heimur sem við búum í! En það fer rosalegur tími í þjáningar hja okkur. Afhverju þarf það að vera svo?

12 febrúar, 2003

Póstur fyrir Roleplay nörda og aðra bjána

Ég hef verið að spá í byssu reglum fyrir d20 kerfið. Ég las reglurnar í Call of Cthulu, D20 Modern, spycraft og fleiri D20 kerfum og var ekki sáttur við þær reglur sem voru settar fram þar. Þannig að ég ákvað að búa til reglur sjálfur.

Þær eiga að vera raunverulegar en samt vera jafn auðveldar og D20 kerfið er. Þær eiga að sýna að byssur eru hættuleg vopn. Þegar ég fór að búa þetta til þá komst ég að því að hit punkta kerfið er ekki þægilegt fyrir byssu kerfi. Þú byrjar sem vemiltíta og síðan verður ósigranlegur! Mig langaði að maður geti þolað eitt, jafnvel tvö skot á 1sta level og það á ekki að breytast gríðarlega mikið eftir levelum, á að breytast en ekkert rosalega.

Svo að ég breytti hit punktum í wound points (Con statið) og vitality points (1d4+1 lvl). Þessi regla er tekin úr Polyhydron tímariti sem kom út í mars 2002.

Byssur gera frá 1d4 (.22 kalibera skot) í skaða upp í 3d10 (.50 kalibera vélbyssu skot). Allir þeir sem kunna ekki á byssur fá -4 á hit roll. En það sem mun valda mestu vandræðunum er burst fire. Ég hugsa að ég hafi það eins og í palladium kerfinu, að maður kastar bara einu kasti og margfaldir skaðan. Hin lausnin er að kasta fyrir hverja kúlu og stækka mínusinn í hvert skipti en það mun valda mörgum of miklum heilabrotum þannig að ég hugsa að ég sleppi því.

Ef maður skýtur á einn mann þá eru minni líkur á að hitta hann en skaðin er margfaldaður... hvernig er hægt að gera þetta öðruvísi? Eru meiri líkur á því að maður hitti ef maður skýtur mörgum skotum? hmm... kannski.... en það er allavega meiri skaði og til þess að hafa balance í þessu þá þarf eitthvað að koma í staðinn. Maður fær plús á hitt ef maður er í point black skoti og maður gerir coup de grace ef maður hittir.... MUNIÐ: works both ways!

Síðan geta mörg feat minnkað mínusinn á burst osfrv.

Þetta eru svona basic hugmyndirnar mínar! Ef einhver vill fá nánari lýsingu þá getur hann sagt það í röflinu!

07 febrúar, 2003

Dómurinn hans Árna

Já hann Árni Johnsen fékk 2 ára dóm.. óskilorðsbundið fyrir ýmsa glæpi sem hann framkvæmdi í starfi. Ég er viss um að sumir hugsa með sér "hann átti þetta skilið, hann var í opinberu starfi þar sem honum var treyst og hann misnotaði það traust". Ég er á þeirri skoðun að þessi dómur sé einn sá afkáralegasti, bjánalegasti og eitt mesta bull sem ég hef orðið vitni að! Þessi einstaklingur fremur svokallaða hvítflippa glæpi. Glæpir þar sem tilgangurinn er sá að eignast meiri auð eða gera líf sitt auðveldari. Enginn særist út af þessu, enginn á eftir að þurfa að fara til sálfræðings (nema kannski hann sjálfur). Eina sem skaðast eru peningar! Og hann FÆR TVÖ ÁR! BULL og ekkert annað.

Hann átti að fá stóra og mikla sekt og smá fangelsi kannski einn mánuð í fangelsi og síðan skilorðsbundið. En með þessum dóm þá fékk hann hærri dóm en hefur þekkst í flest öllum þeim kynferðisofbeldisglæpum sem ég þekki. Það eru dómarnir svona eitt ár.. eða eitt og hálft og með þá skilorði einhvern hlutan af þessum tíma. Jú jú það hefur einn verið dæmdur í fjögur ár en hann líka nauðgaði, pyntaði, misþyrmti konu yfir eina helgi í sumarbústað.

Bull og vitleysa!

06 febrúar, 2003

Tilgangur

Við borðum, sofum, ríðum, ferðumst með bílum, löppum stundum, horfum á bíómyndir, lesum bækur, spilum borðspil, leikum okkur í rólum, förum til útlanda, drekkum áfengi, hlæjum að brandörum, byggjum stíflur, sláum gras, reykjum gras ofl., förum á netið, púslum, vinnum, fáum pening, byggjum hús, leikum okkur í tölvum, horfum á sjónvarp, hlæjum að dorktower brandörum, látum okkur leiðast, eignumst börn, ölum upp börn, lærum, göngum í skóla, þroskumst, vinnum enn meira, kaupum bíl, keyrum, verðum fyrir ofbeldi, gleðjumst með vinum, borðum enn meira, vinnum enn meira, förum í sumarbústað, byggjum sumarbústað, kíkjum í heimsókn, förum í stríð, skjótum "vonda" kallin, förum í fangelsi, förum í hóruhús, eldumst, flytjum á elliheimili, fáum sjúkdóma, gleymum einhverju, förum í sund, skrifum bækur, teiknum myndir, munum það aftur, fæðumst og síðan deyjum við.

Hver er tilgangurinn með þessu öllu?

05 febrúar, 2003

Bækur

Ég má ekki labba inn í bókabúð þegar ég á pening! Það er bara ávísun á eyðslu! Alveg sama hvernig bókabúð það er, mér tekst að finna bók sem mig langar til að lesa! Nexus, Mál og menning, fornbókabúðir osfrv. Skiptir ekki máli! Síðan fer helmingurinn upp í hillur þar sem hann safnar ryki vegna þess að ég hef ekki tíma til að lesa hana vegan þess að ég er nýbúin að kaupa mér aðra sem ég er að lesa.

Helling af mínum bókum hef ég ekki lesið, ævisögu Mandela, ævisaga Custers, ævisaga Johönnu af Örk, Saga Sex daga stríðsins, helling af fantasíu bókmenntum sem ég man ekki nöfnin á osfrv. Mér tekst oftast að lesa teiknimyndasögurnar sem ég kaupi, þær eru líka frekar auðlesnar svo það er ekki erfitt. En ég fór til tannlæknis í gær og lét gera við skemmdir í tönnunum, síðan fór ég að rölta vegna þess að það var einn og hálfur tími í það að ég mundi fara að vinna. Auðvitað gekk ég inn í bókabúð!

"Stupid White Men" e. Micheal Moore! Hafði séð hana út í BNA en ekki vitað um hvað hún fjallaði. Svo heyrði ég um hana og hún vakti forvitni mína..... Mæli með henni!

03 febrúar, 2003

Vinna vinna vinna vinna vinna

Ég er búin að komast að því að það fer mér ekkert að vinna. Það kemur passar ekki við fötin sem ég er í og maður verður bara hálfhallærislegur sjálfur með því að vinna. En ég er búin að vera vinna mikið upp á síðkastið. Já, ég er að tuða yfir því!

Og ætla að halda áfram að gera það. Sko! Þegar ég vinn svona mikið þá nenni ég ekki að lesa eða skrifa.. hætti því alveg.. hætti að undirbúa mikið fyrir spila session (þó að spileríið á laugardaginn hafi verið exeption) og er bara hálf heiladauður.. vill helst bara horfa á imbann!

Ekki er það nú gott!

Og svona til að toppa þetta þá bendi ég á námurnar þar sem hann Salomon er búin að skrifa hreint æðislegan póst um öryrkja.