05 febrúar, 2003

Bækur

Ég má ekki labba inn í bókabúð þegar ég á pening! Það er bara ávísun á eyðslu! Alveg sama hvernig bókabúð það er, mér tekst að finna bók sem mig langar til að lesa! Nexus, Mál og menning, fornbókabúðir osfrv. Skiptir ekki máli! Síðan fer helmingurinn upp í hillur þar sem hann safnar ryki vegna þess að ég hef ekki tíma til að lesa hana vegan þess að ég er nýbúin að kaupa mér aðra sem ég er að lesa.

Helling af mínum bókum hef ég ekki lesið, ævisögu Mandela, ævisaga Custers, ævisaga Johönnu af Örk, Saga Sex daga stríðsins, helling af fantasíu bókmenntum sem ég man ekki nöfnin á osfrv. Mér tekst oftast að lesa teiknimyndasögurnar sem ég kaupi, þær eru líka frekar auðlesnar svo það er ekki erfitt. En ég fór til tannlæknis í gær og lét gera við skemmdir í tönnunum, síðan fór ég að rölta vegna þess að það var einn og hálfur tími í það að ég mundi fara að vinna. Auðvitað gekk ég inn í bókabúð!

"Stupid White Men" e. Micheal Moore! Hafði séð hana út í BNA en ekki vitað um hvað hún fjallaði. Svo heyrði ég um hana og hún vakti forvitni mína..... Mæli með henni!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli