28 nóvember, 2003

Fordómar á móti BNA.

Eins og flestir lesendur vita þá er ég með helling af fordómum gagnvart BNA. En tvo síðustu daga hef ég brotið einn niður.

Hve oft höfum við talað um hve fáranlegt Bandarískt réttarkerfi, vitnað í hin ýmsu dæmi, um innbrotsþjófinn sem meiddi sig við innbrot og kærði svo húseigendur, við konuna sem setti "Cruise control" í gang og fór að hugsa um barnið, kærði síðan bílfyrirtækið fyrir að útskýra ekki nóg dótið, konuna sem brenndi sig á kaffibolla frá McDonald og fékk fúlgur fjár ofl. ofl.

En ég kynnti mér þetta, fór á Snobes og athugaði þetta.

Flestar sögurnar eru algert bull frá upphafi til enda, nema sagan umkonuna sem brenndi sig á kaffibollanum.

Þriðja stigs bruni á lærum og mjöðmum og McDonalds vissi að þetta gæti farið svona. Þeir áttu skilið að fá á sig þessa lögsókn.

Þannig að dómskerfið þeirra er ekki svona slæmt eins og við heyrum oft um.

27 nóvember, 2003

Komin heim.

Í gær var ákveðið að skella sér á góðan matsölustað. Þegar þar var komið fór ég í það að panta mér ostrur, froskalappir, fashana og snigla.

Fashaninn var ekkert sérstakur, ostrurnar voru hálf bragðlausar en froskalappirnar og sniglarnir voru æði! Fá mér svoleiðis attur!

Í dag skrapp ég á Tinna safnið og fannst það gaman. Safnið var soldið gamalt og hefði mátt vera sett skemmtilegra upp. En það var marg áhugavert þarna og þótt að allt hafi staðið á frönsku þá bjargaði ég mér og náði innihaldinu.

Síðan var farið í neðanjarðarlest og reynt að bjarga sér heim.... til hvers að nota kort þegar maður hefur hyggjuvitið.... en eftir smá hringavitleysu þá endaði ég á hótelinu á góðum tíma. Farið í taxa.. flugvél... bið... flugvél....

Gott að vera komin heim.

25 nóvember, 2003

Brussel 2.hluti

Eftir skrifin i gaer for eg a hotelid, settist nidur fekk mer bjor og las. Allir toludur fronsku i kringum mig og eg er hardakvedin ad thad tungumal mun eg mastera!

En sidan kom hopurinn og vid forum i matarbod hja einni konu sem vinnur i Islenska sendirradinu. Thad var bodid upp a fordrykk sidan var borid fram geitarostur sem var vafinn inni beikon... vaaaaa... hvad thad var gott... audvitad var bodid upp a raudvin med.... sidan var einhver lambakjotspottrettur med baunaspirum og beikoni. Bodid upp a meira raudvin. Sidan kom kokur og konfekt.. eitthvad vodalega mikid belgiskt snobb. En med tvi kom meira raudvin. Sidan kom koniakid... en eg akvad ad halda mig vid raudvinid. Lenti a spjalli vid helv.. skemmtilega konu sem eg komst ad hun vaeri eldri en mamma min og oll hennar born voru eldri en eg.

Sidan var okkur hent ut um midnaetti og tha skellti madur ser heim a hotel. Eg gerdi einhverja skandala... en thad var nokkrir sem skridu heim um 5 leytid og einn adeins seinna, hitti einhverja domu ... fylgdi ekki sogunni hvad hafdi gerst.

Sidan vaknadi eg og var ageatlega hress en vaknadi adeins of seint og thad thurfti ad reka a eftir mer.

Sidan var madur a fyrirlestrum til klukkan fjogur... for svo eftir thad i bokabudir og keypti fjorar baekur... verd ad fara haetta thessu bokavandraedum.

En eg bid ad heilsa og kem heim a fronid a morgun... Arni, thu saekir mig er thad ekki?

24 nóvember, 2003

Brussel

Thridji dagur. For snemma af stad a Laugardeginum eftir ad hafa verid ad spila fram eftir kvoldi. Hvar er thetta med mig og ferdalog, afhverju get eg ekki bara farid snemma af sofa?

En vaknadi thegar pabbi hringdi i mig og hann var bidandi fyrir utan. Eg rauk upp, var sem betur fer buin ad pakka, og klaeddi mig og var komin ut a thremur minotum, sem er personulegt met.

Sidan var farid i rutu og tekkad sig inn. Thar hitti eg folkid sem eg atti ad vera med, komst ad tvi ad eg var langyngstur... sem er nu ekkert slaemt utaf fyrir sig.

Vid stoppudum i London i 6 tima og skruppum i baeinn, thar sem eg fann bokabud og versladi mer 3 baekur (nu hef eg plas i toskunni minni).

Sidan var tekid lest a flugvollin og hun audvitad tafdist. Komum i flugvelina a sama tima og hun atti ad leggja af stad... sem betur fer var flugvelin buin ad tefjast (ekki utaf okkur).

Brussel er fin borg, mjog vestraen, med mikid af glerhysum. Eyddi sunnudeginum i ad labba um borgina og skoda. Fann 2 bokabudir og keypti mer 7 baekur, samtals... eda voru thaer atta... hmmm.... Fekk mer belgiska voflu og svo um kvoldid tha forum vid a veitingastad og bordudum humar, blaskel og snigla... frabaer matur. Eg fylgdi fordaemi einnar vinkonu minnar og fekk mer tvo eftirretti (einn var mjog litill... telst eiginlega ekki med).

I dag vaknadi eg snemma, fannst mer allavega, for i sturtu og svo nidur... thar bidu allir othreyjufullir eftir mer... thad voru nu heilar 5 minotur thangad til ad vid attum ad fara af stad... stressad folk.

En sidan er eg buin ad vera allan dag a fyrirlestrum um ESB, EFTA, EES, WTF, ofl. Innsyn inni heim sem eg thekki ekki neitt. En er reynslunni rikari. I kvold er svo einhver vidhafnarmaltid hja einhverri raduneytisgellu. Aetti ad vera gaman.

Jaeja laet thetta neaja i bili.

Kvedja fra Bruxelles

21 nóvember, 2003

Sivar hinn fordómafulli

Ég lét fordómana mína hlaupa með mig í gönur í dag.

Ég var að ræða við einstakling í síma og var að kvarta við hann um 3 persónuna. Að mínu áliti hafði 3 persónan hegðað sér óeðlilega gagnvart viðskiptavini og vildi koma þeim kvörtunum á framfæri.

Ég og þessi einstaklingur ræddum í góðu tómi um þetta mál og komumst að þokkalegri niðurstöðu, að viðskiptavinurinn hafði misskilið ákveðna hluti. En ég var á þeirri skoðun að 3 persónan hefði getað hegðað sér betur. Hann hefði átt að taka tíma, spyrja nánar út í hlutinn osfrv. Í staðinn fór hann bara eftir lagabókstafnum og var ekkert að útskýra eitt eða neitt fyrir manneskjunni. Á meðan hinn aðilinn var á þeirri skoðun að 3 persónan hefði hegðað sér fullkomlega.

Ég spyr hvort að mér leyfist að vera ósámmala og hann svarar mjög frunntalega og segir að hann eigi ekkert við mig að tala ef ég sé að saka hann um að skrökva. Ég reyni að koma fram mótmælum en hann skellir á mig.

Dagurinn er alveg ónýtur.... en hvað gerðist... afhverju bragst hann svona við. Hvað gerði ég vitlaust?

Og þá vaknaði það. Ég hef aldrei hitt eða talað við 3 persónuna, heyrt um hana og þær sögur eru miður fallegar, enga þjónustulund, dónalegur osfrv. Síðan þegar ég var að tala við einstaklinginn þá lét ég það í ljós að það færi þetta orðspor af honum. Hinn fór í vörn og verndaði sinn starfskraft (skiljanlega). Brást síðan reiður við.

Ef ég hefði ekki verið með þessa fordóma þá hefði ég kannski ekki látið þennan almannaróm koma í ljós. Samtalið hefði mjög líklega farið allt öðruvísi.

En eftir að hafa hugsað þetta þá er ég komin á þá skoðun að allir fordómar eru slæmir. Maður á aldrei hugsa/segja eða láta í ljós nokkuð neikvætt um 3 persónuna. Leyfa hverjum einum að dæma fyrir sjálfan sig.

Ætli þetta hafi verið skilaboð frá almættinu?
ARRRRGGGHHHH

Morgunblaðið bls.12 í fólkinu (aukablað).

Eftirfarandi texti birtist:

Kæri Blogger.com....
http://sivar.blogspot.com
"Sivar auglýsir eftir maka. Kvenkyns, á að vera til staðar þegar þörf er á henni, geta stundað fjörlegt kynlíf, á að vera tilbúin að horfa á eftir Sivari út í löndum, á að eiga betra rúm en ég á (sem er nú ekki erfitt), leyfri mér að að spila hvenær sem er, á ekki að vera með neitt vesen" 19. nóvember 15:54.


Talandi um vandræðilegheit.
Tuð

"X hf. Góðan Dag"
"Góðan dag, ég heiti jónína og ég hringi vegna þess að móðir mín fékk bréf frá ykkur, en ég bara skil ekki afhverju hún fékk það"
"Ekkert mál, ég get aðstoðað. Hvað er vandamálið"
"Vandamálið er XXXX"
"Já það er nú auðleyst.. ég þarf bara hringja í Tryggingastofnun og athuga svolítið"
"Já en ég bara skil ekki hvernig þetta getur gerst, hún móðir mín er veik og fer sjaldan úr húsi.. bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla bla"
"Já ég skil hvað þú átt við en ég þarf bara hringja eitt símtal og svo hringi ég í ....
"En hvernig getur þetta gerst með aldraða konu"

"Hey!!!! Þetta er ekkert vandamál og þú þarft ekki að tala svona helvíti mikið um þetta kelling. Þegiðu bara og leyfðu mér að gera mína vinnu í friði og svo hef ég samband við þig! Þá færð þú þær upplýsingar sem þú þarft og getur hringt í einhvern annan og truflað hann! Hvað er þetta með ykkur gömlu kellingar þið gerið ekkert nema röfla út í eitt. HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER AÐ YKKUR?"

"hún kemst ekki út úr húsi og fer ekkert. Hún opnar ekki BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BL AL BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA og gerðu svo þetta"
"ekkert mál, hringi eftir smá, vertu blessuð"

Seinna

"X hf. Góðan daginn"
"Blessaður, er maður að nafni Petur Jónsson að vinna þarna?"
"Já hann er að vinna hér"
"Hver er titillinn hans?"
"hmm... ég er bara ekki viss"
"Er hann nokkuð sölu og markaðsstjóri?"
"já það gæti verið, bíddu ég er hérna með deildarskipulagið... hmmm.... já hérna er þetta. Hann er titlaður sem Deildarstjóri þjónustu og þróunardeildar"
"Ég get þá kallað hann sölu og markaðstjóra?"

"Hvað meinaru fíflið þitt? Ertu heyrnarlaus? Heyrðiru ekki Deildarstjóri Þjónstu og þróunardeildar? Hvernig geturu í andskotanum haldið áfram að kalla hann sölu og markaðstjór þega hann er allt annað? Og síðan spyrðu mig hvort að þú getur kallað hann þetta! Hvað er að heima hjá þér? NEI þú getur ekki kallað hann SÖLU OG MARKAÐSTJÓRA, hann er DEILDARSTJÓRI ÞJÓNUSTU OG ÞRÓUNARDEILDAR! Andskotin hafið það."

"Öhh.... hann er eiginlega titlaður sem Deildarstjóri þjónustusviðs"
"Jæja... allt í lagi bless"
"öhhh.... bless bless."

19 nóvember, 2003

Brussel

Já ég er að fara til Brussel. Fer á laugardaginn og kem aftur á miðvikudaginn. Ég er að fara til að kynnast UFE (ungt fólk í evrópu).

8 manna hópur fer frá Íslandi, allt einstaklingar sem eru með einhver ungmennamál á sinni könnu. Ég fer fyrir hönd Rauða Krossins.

Gaman að því ;)
Sivar auglýsir eftir maka.

Kvenkyns, á að vera til staðar þegar þörf er á henni, geta stundað fjörlegt kynlíf, á að vera tilbúin að horfa á eftir Sivari út í löndum, á að eiga betra rúm en ég á (sem er nú ekki erfitt), leyfir mér að spila hvenær sem er, á ekki að vera með neitt vesen.

Eða þannig.

Nei í alvöru þá er ég ekki að leita eftir maka en stundum sakna ég þess að hafa ekki neinn hliðin á mér þegar ég fer að sofa, þegar ég horfi á video, að geta ekki rætt um bækurnar sem ég er að lesa osfrv. *sniff, Sniff*

Ég hef líka lítinn tíma til þess að sinna því. Allir virkir dagar eru uppteknir í vinnu eða í boxi. Um helgar er roleplay og svoleiðis hlutir.

Já hmm......

18 nóvember, 2003

Makaþörf


Þetta orð sem er hérna fyrir ofan á eftir að vera mikið í umræðunni eftir nokkur ár. Það eiga fræðimenn eftir að ræða um þetta orð og hvað það merkir. Ég hef nú ekki heyrt um það áður svo að hér kem ég fyrst með þetta (ef einhver veit betur þá getur hann sá sami haft samband og kvartað).

Hvað er þetta? Þetta er þörfin til þess að finna sér maka. Þörfin fyrir það að maður sé hluti af einhverri heild, þörfin sem kemur upp þegar maður kemur heim og vill að einhver taki á móti sér, þörfin fyrir það að hjúfra sig upp að einhverjum áður en maður fer að sofa, þörfin fyrir að hafa einhvern til þess að skiptast á gleði og sorg, þörfin fyrir að einhver sé til staðar þegar manni lýður illa, þörfin fyrir að ala upp börn og þörfin fyrir kynlíf.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en þetta gefur ykkur góða mynd af því hvað makaþörf er.

Ég held að allir hafi þessa þörf en það er hægt að fullnægja henni með ýmsum leiðum. Það er hægt að fá sér gæludýr, bólfélaga, kíkja á djammið og finna sér kjöt, ofl.

En þessi þörf er bara fullnægð með aðila sem er tilbúin að skuldbinda sig. Ég er ekkert að tala þá um að einstkalingarnir giftast og búa saman alla eilífð heldur eru saman í nokkurn tíma. Það er ekki spurning að með því að gera það þá færðu mun meira úr sambandi en ef það sé í stuttan tíma.

Þýðir þetta að Sivar sé á höttunum á eftir maka? Ég er nú ekki orðin það desperate, en það koma stundum tímar þar sem ég sakna þess að hafa ekki maka.

(ætlaði að skrifa meira... en ég það kom soldið upp á... ég er að fara til brussels! Víííííííííiíi... sjit mar... ég titra af geðshræringi... úúúú...)

14 nóvember, 2003

Vinskapur

Þegar ég var yngri þá voru vinir mínir leikfélagar. Ég skemmti mér vel með þeim og það var það eina sem skipti máli. Þegar ég var aðeins eldri þá voru það spilafélagarnir sem voru 1,2,3. Í framhaldsskóla þá voru það félagarnir sem maður gat talað við og sagt allt. Þeir komu með ráð og hugrenningar sem manni fannst vera hjálpleg.

Vinskapur er margþættur, það er oft hent frösum eins og "vinir eiga að skilja mann" " þeir eiga að vera til staðar þegar maður þarf á þeim að halda" "það er eitthvað sem heitir kunningi og annað sem heitir vinur, tvennt ólíkt" o.fl. o.fl.

Á seinni árum þá er ég búin að komast að því að vinátta er brothættari en maður býst við. Ein mistök, eitt rangt orð þá er vinskapurinn deyjandi. Það tekur oft vinskap langan tíma til að deyja en maður finnur það. Hvernig maður er hættur að treysta einstaklingnum, hvað maður hittir hann sjaldan og hvað maður er fjarlægur honum.

Stundum horfi ég í kringum mig og mér finnst ég vera umkringdur fólki sem skilur mig ekki, áttar sig ekki á mér og virðist ekki vilja gera það í þokkabót. Þá er ég einmanna, veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu og fyllist vonleysistilfinningu. Ég horfi þá á fólkið sem ég kalla vini mína og sé þá týnast til útlanda, þroskast í aðra átt og maður sér fram á það að missa tengslin við það.

En oft þá er ég umkringdur góðu fólki, fólki sem virðir mig og treystir mér. Fólki sem ég elska, virði og treysti. Þá er ég bjartsýnn, því ég veit að það mun standa með mér í gegnum vandræði og vesen. Ég veit líka að þetta ég á eftir að þekkja þetta fólk allt mitt líf.

Svo að þessi póstur er til heiðurs vina minna!

Þakka ykkur fyrir því án ykkar væri nú lífið dauflegra

Var þetta nokkuð of corný? Ég var sko spá að setja "Þakka ykkur fyrir því án ykkar væri nú lífið dauflegra" en fannst það soldið skotið yfir markið.

12 nóvember, 2003

Uppljóstrun um Sivar

Núna kemur ein uppljóstrun um mig, stórt leyndarmál sem ég hef borið með mér í langan tíma.

Ég er viss um það að ef ég hefði fæðst sem kvenmaður þá hefði ég verið alger fatafrík.

Já ótrúlegt en satt. Ég fíla að spá í föt, ekki sem hönnuður eða neitt þannig heldur bara hvernig mismunandi föt klæðir fólk mismunandi.

En ég fíla ekkert sérstaklega karlmannsföt, mér finnst litirnir leiðinlegir, sniðin ófrumleg og næstum því öll karlmannsföt eins. Á meðan kvenmannsföt hafa gríðarlegt frelsi með liti, efni og snið. Þeir sem voru með mér í framhaldsskóla muna kannski eftir því að ég var að gera tilraunir með því að kaupa hin og þessi föt, átti svarta silkiskyrtu sem ég keypti í London, keypti mér fríki diskólita bol (sem er alger vibbi) og verslaði mér einhvern tíman svo bláa LSD skyrtu sem ég gekk í dögunum saman. Var að prófa hitt og þetta.

En í dag þá er ég hættur þessu. Það er ekkert gaman að spá í karlmannsfötum, þau eru flest öll alveg eins. Síðan þegar litblindan mín kom upp þá fór alveg sjálfstraustið í því að velja einhver fríki föt. Nú er ég bara klæddur í frekar grá og litlaus föt, kaupi mér oftast mjög lík föt og tek litlar áhættur, en ég fíla fötin sem ég geng í og er oftast sáttur við klæðaburðin á mér.

En ég öfunda kvenmenn af þeirra möguleikum.

10 nóvember, 2003

Ég er hneta!

Djöfull getur maður verið heimskur stundum. Alveg ótrúlegt hvað maður hlustar ekki á viðvararnir vina sinna og notar sjaldan sína almenna skynsemi. Það sem almættið leggur á herðar mínar.

Dagurinn í gær byrjaði ósköp sakleysislega. Labbaði frá Árbænum til íbúða foreldra minna til þess að sækja gjöf sem var long "overdue" og líta við á gamla settið. Auðvitað voru þau ekki heima en ég skrapp til LSJ og var þar í smá stund. Síðan sótti GEB mig og við skelltum okkur í bíó, á hina þriðju mynd í Matrix þríleiknum.

Síðan fórum við vinirnir heim til mín (vargsins) og spjölluðum um heima og geima. Ég sparkaði svo honum út um miðnætti og kíkti aðeins í tölvuna. Msn-aðist smá en var ekki í stuði svo ég lagði tölvuna frá mér.

Ég var þreyttur og syfjaður... ég vissi að það var langur dagur framundan. En hvað geri ég... ég teygi mig í bók! Bók sem var búin að liggja á náttborðinu í smá tíma. Bók sem hann Óli og Geb voru báðir búnir að lesa. Bók sem hann Geb sagði að hann hafði lesið á tveimur dögum (og hann sem aldrei les). Það var lítill rödd sem hvíslaði því að mér að ég ætti bara að sofa. Ekki kíkja bókina.. hún gæti beðið. En ég var svo fullur sjálfstraust og hroka að ég lyfti bókinni upp um hálf eitt leytið og byrjaði að lesa.

Lagði hana frá mér um fjögur og bylti mér í korter... tók svo aftur upp bókina og vissi það að það það var engin leið til baka. Var búin um hálf sex.

Vaknaði við það að deildarstjórinn hringdi í mig.

08 nóvember, 2003

The Giant Wars

26 mans hópur gekk frá stóra hópnum og héldu útí nóttina. Þeir voru allir léttir til fara, án bakpoka og ónauðsynja. Þetta var hópur sem vissi að það var ólíklegt að þau ættu afturkvænmt. Þar glitti á nokkur tár hjá sumum en flestir báru þeir harm sinn í hljóði og litu ekki til baka.

Enkiadu leiddi hópinn áfram. Ég vona að guðirnir hjálpi okkur í þessari för. Við getum ekki fórnað fleiri þorpsbúum. Okkur verður að takast að lama hann, særa löppina hans. Ég vona að líkami minn rotnar fljótt svo að ég geti fundið fyrir náð guðanna.

Sara þurrkaði tárin úr augun sínum. Velja á milli hans og þessa. Hvernig getur einhver sagt og meint þetta? Hún minntist síðustu nóttina sem þau áttu saman, hvað hann hafi verið blíður og hvaða orð hann hafði hvíslað inní eyrun hennar. Þau áttu sér framtíð hafði hann sagt, ríðandi hlið við hlið. En það er allt búið. En ég veit, og guðirnir eru mín vitni, aðþetta er eitthvað sem ég verð að gera.

William leit til baka á stóra hópinn. Hann fann hvernig barkakýlið lyftist upp og niður. Óðs manns æði. Ekkert annað. Bara að hjálpa þeim með göldrum og svo fara. Hlaupa. Vona að hann myndi ekki ná sér. Ég hlýt að geta falið mig í myrkrinu. Það hljóta einhverjir að lifa þetta af. Einhverjir sem hann myndi frekar fara á eftir. Hann horfði á hópinn og hugsaði með sér á meðan hann labbaði hver myndi lifa þetta af, ef einhverjir myndu gera það.

Georg hugsaði með sér að honum fyndist það heldur leiðinlegt að geta ekki fengið eina kvöldstund með henni Söru áður en hann dræpist. Það væri helvíti leitt. Ég gæti kannski náð einum kossi áður en við förum í hann. Það væri helvíti gott.

2 klukkutímum og einhverjum mínútum seinna.

Enkiadu leit á risann þar sem hann stóð á hólnum. Blóðið lak úr honum á svo mörgum stöðum að hann gat varla talið þá. Fleiri tugi örva stóðu út úr andliti og háls hans. Þar sem vinstra augað hafði verið var nú bara gapandi tóft og úr hægra auganu lak glær vökvi, það var nokkuð augljóst að hann var blindur og kraftaverk guðanna myndi ekki bjarga sjóninni hans. En það ótrúlegasta var að hann stóð ennþá. Síðast verk Jonash var að reka spjóti í gegnum vinstra hnéð á honum og hægri löppin leit meira út eins og saxað hrátt kjötstykki heldur en löpp á lifandi, standandi veru.

Risinn lyfti upp hægri hendi og setti hana upp að enni. Hvað er hann að gera hugsaði Enkiadu með sér og áttai sig á þvi að hann var að heilsa að hermannasið. Risinn seig svo niður á annað hnéð og féll svo fram fyrir sig og lenti með miklum dynki á andlitið. Equi þakkaði guðunum fyrir þennan mikla sigur sem þeir höfðu fært þeim þessa nótt.

Bardaginn hafði verið blóðugur. Það safnaðist saman 18 manna hópur yfir risanum og glöddust yfir sigrinum.

Fundu síðan lík Georgs þar sem hann hafði getað hlaupið nokkur hundruð metra út i nóttina þrátt fyrir handamissinn en misst svo meðvitund og blætt út.

06 nóvember, 2003

Skapið mitt

Stundum held ég að ef Guð hefði skapað helvíti þá er jörðin og allt lífið hér það sköpunarverk. Stundum held ég að ég sé staddur í helvíti. Dimmt og drungalegur heimur þar sem þjáningar eru daglegt brauð. Þar sem siðmenninginn er bara blekking. Það sem ýttir okkur áfram sé sú staðreynd að það er kannski betra líf einhverstaðar framundan, en reyndin er sú að þetta mun ekkert batna... bara versna.

Hyldýpi vonleysis og dauða. Dauðinn er þá heillandi kostur. Ekki sjálfsmorð heldur að deyja, sofna, líða útaf, snöggt og fljótt. Að hverfa, hætta að hugsa, vona og þrá. Bara búið, endir. Að tómið eitt umlygi mig.

En það er samt sjaldan. Stundum er þetta lif eins og blessun. Kraftaverk sem væri hægt að horfa á og hugsa um til enda minna daga. Að hvert andartak komi með nýtt tækifæri, nýja von og nýja gleði. Þá langar mig að lifa í hundrað ár. Fylgjast með kraftaverki lífsins dafna, skapa sjálfur líf, upplifa allt sem hægt er að upplifa og nokkra hluti sem ekki hægt er að upplifa. Þá langar mig til þess að öskra af lífsins sálarkröftum TAKK og þakka þá sköpunarverkinu fyrir þetta tækifæri til þess að lifa.

En oftast er ég einhverstaðar á milli.

05 nóvember, 2003

Nýtt komment kerfi

Já hann Murphy kom í heimsókn, akkúrat þegar ég var búin að setja getraun í gang. Þetta er dæmigert fyrir almættið

En ég er búin að leysa það. Eftir smá vesen og vandræði þá setti ég nýtt og vonandi betra athugasemdarkerfi inní bloggið mitt.

Njótið vel.

04 nóvember, 2003

Djö.....

Virkar ekki komment kerfið!

Senda mér mail ef þið hafið svarið
Prójekt SIVAR massi

Já eftir nokkra vikna umhugsunarfrest var tekin stór ákvörðun. Það var ákveðið að dempa sér í djúpu laugina og uppskera eftir því.

Það var farið í gær og tekið þetta stóra stökk, minna mátti það nú ekki vera.

Nú er ég eins og gömul kona. Haltra útaf harðsperrum í vinstri rasskinn... já vinstri rasskinn.... ekkert voða gaman.

En hvað gerði Sivar? Fór hann til einkaþjálfara? Fór hann í sund? Fór hann að æfa skvass?

Það er komin getraun og það eru vegleg verðlaun í boði sem giskar á rétt! Svar óskast í athugasemdakerfið (ef það virkar).

En það má bæta því við að Sivar pungaði út lítið kraftaverk út úr almættinu í þessu. Já... honum tókst að draga GEB með sér í Pjójekt SIVAR massi.

En annars var allur gærdagurinn lagður undir þetta. Eftir að ég og GEB vorum búnir að svitna og púla þá var farið í það að leita sér að einhverju til að borða. Eftir smá umhugsun þá var ákvað GEB að skella okkur í kringluna..... já kringluna af öllum stöðum! Við föttuðum seint að það var búið að loka öllum matsölustöðum svo að við fórum í burtu en þá kom í ljós afhverju almættið hafði dregið okkur í kringluna. Það var til þess að við gætum leikið Karlmenni, eða riddarana á hvítu hestunum.

Við komum tveimur kvenmönnum til bjargar. Þær höfðu lent í þeirri þvílíkri neyð sem við einir gátum bjargað. Það hafði sprungið dekkið hjá þeim. Nú auðvitað aðstoðum við þeim með því að skipta um dekk... en þegar annað dekkið var komið á þá kom í ljós að varadekkið var líka lint.

En okkur tókst samt að vera hetjum með því að skutla þessum tveimur kvenmönnum í eitthvað geim sem þær voru á leiðinni á! Fékk meira segja toblerone í þakkarskyni.

En hvað er ég að gera til að koma mér í form? Svar óskast.
Gzur er beðin um að halda sér saman!

03 nóvember, 2003

Varð að láta þennan flakka
Helgin

Þessi helgi var troðin af atburðum. Ég flutti í íbúðina hennar vargs á meðan hún er í Evrópu hoppi. Það var óvissuferð á laugardaginn þar sem var gerð heiðarleg tilraun til þess að myrða mig. Síðan skellti ég mér í bíó með bróa á sunnudaginn, sem er hlutur sem hefur aldrei gerst að mig minnir.

En best að byrja á byrjuninni.

Ég er fluttur að heiman ( í þriðja skiptið ) ligga ligga lái.... bara í mánuð og fékk helling af húsreglum.
1. Verð að þrífa
2. Verð að vaska upp
3. Ekki fylla tölvuna af klámi
4. Ekki halda partí

Þannig að ef þið sjáið mig brjóta einhverjar reglur þá munið að láta ekki varginn vita!

Síðan var óvissuferðin.

Þetta var svo mikil óvissuferð að skemmtinefndin vissi ekkert hvert við vorum að fara og rútubílstjórinn var algerlega lost. En þetta reddaðist og við komumst á leiðarenda sem voru Indriðastaðir í Skorradal. Það var farið á fjórhjól. Ég var auðvitað svo góður að ég gerðist farþegi hjá deildarstjóranum yfir bókhaldsdeild.

Það er svo augljóst, þó að ég geti á engan hátt sannað mál mitt, að það var samsæri hjá bókhaldsdeildinni um að myrða mig. Ekki nóg með það að deildarstjórinn var alger glanni sem var að taka fram úr fólki, þótt að það var bannað, og tókst næstum því að velt hjólinu í tvígang. En þá tók ein starfsmaður bókhaldsdeildar sig til og keyrði aftan á okkur á fullri ferð og þá sá ég morðtilraunina. Deildarstjórinn tók þá snöggt í bensíngjöfina og við rukum af stað (eftir að það var búið að keyra á okkur), ég næstum því dottin af hjólinu en með snarræði þá tókst mér að ná góðu taki. En þá rauk deildarstjórinn niður brekku og endaði í einhverjum læk. Skjálfandi tókst mér að fara af hjólinu og já ég var heill á húfi. Ég komst lifandi, þennan dag, kannski verð ég ekki svo heppinn næst.

Deildarstjórinn brosti blíðlega og sagði að þetta hafi verið slys... yeah ræght. Mun fylgjast með tebollanum vel alla þessa viku!

Síðan var tekið upp flöskur af áfengum drykkjum og trallað fram eftir kvöldi.

Á sunnudaginn vaknaði ég furðuhress, enda orðin gamall og fór snemma í háttinn. Athugaði hvort að ég væri með alla útlimi og svo var. Síðan var skroppið í heimsókn til stóra bróðurins. Var spjallað lengi vel og sköpuð var persóna fyrir spunaspil sem tekið verður fyrir á næstunni.

Síðan var skelt sér í bíó á myndina "the Rundown" fín afþreyingarræma. En það merkilega er að ég man ekki eftir því hvort við höfum einhvern tíman farið í bíó tveir saman áður. Ánægjuleg tilbreyting.