Uppljóstrun um Sivar
Núna kemur ein uppljóstrun um mig, stórt leyndarmál sem ég hef borið með mér í langan tíma.
Ég er viss um það að ef ég hefði fæðst sem kvenmaður þá hefði ég verið alger fatafrík.
Já ótrúlegt en satt. Ég fíla að spá í föt, ekki sem hönnuður eða neitt þannig heldur bara hvernig mismunandi föt klæðir fólk mismunandi.
En ég fíla ekkert sérstaklega karlmannsföt, mér finnst litirnir leiðinlegir, sniðin ófrumleg og næstum því öll karlmannsföt eins. Á meðan kvenmannsföt hafa gríðarlegt frelsi með liti, efni og snið. Þeir sem voru með mér í framhaldsskóla muna kannski eftir því að ég var að gera tilraunir með því að kaupa hin og þessi föt, átti svarta silkiskyrtu sem ég keypti í London, keypti mér fríki diskólita bol (sem er alger vibbi) og verslaði mér einhvern tíman svo bláa LSD skyrtu sem ég gekk í dögunum saman. Var að prófa hitt og þetta.
En í dag þá er ég hættur þessu. Það er ekkert gaman að spá í karlmannsfötum, þau eru flest öll alveg eins. Síðan þegar litblindan mín kom upp þá fór alveg sjálfstraustið í því að velja einhver fríki föt. Nú er ég bara klæddur í frekar grá og litlaus föt, kaupi mér oftast mjög lík föt og tek litlar áhættur, en ég fíla fötin sem ég geng í og er oftast sáttur við klæðaburðin á mér.
En ég öfunda kvenmenn af þeirra möguleikum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli