10 nóvember, 2003

Ég er hneta!

Djöfull getur maður verið heimskur stundum. Alveg ótrúlegt hvað maður hlustar ekki á viðvararnir vina sinna og notar sjaldan sína almenna skynsemi. Það sem almættið leggur á herðar mínar.

Dagurinn í gær byrjaði ósköp sakleysislega. Labbaði frá Árbænum til íbúða foreldra minna til þess að sækja gjöf sem var long "overdue" og líta við á gamla settið. Auðvitað voru þau ekki heima en ég skrapp til LSJ og var þar í smá stund. Síðan sótti GEB mig og við skelltum okkur í bíó, á hina þriðju mynd í Matrix þríleiknum.

Síðan fórum við vinirnir heim til mín (vargsins) og spjölluðum um heima og geima. Ég sparkaði svo honum út um miðnætti og kíkti aðeins í tölvuna. Msn-aðist smá en var ekki í stuði svo ég lagði tölvuna frá mér.

Ég var þreyttur og syfjaður... ég vissi að það var langur dagur framundan. En hvað geri ég... ég teygi mig í bók! Bók sem var búin að liggja á náttborðinu í smá tíma. Bók sem hann Óli og Geb voru báðir búnir að lesa. Bók sem hann Geb sagði að hann hafði lesið á tveimur dögum (og hann sem aldrei les). Það var lítill rödd sem hvíslaði því að mér að ég ætti bara að sofa. Ekki kíkja bókina.. hún gæti beðið. En ég var svo fullur sjálfstraust og hroka að ég lyfti bókinni upp um hálf eitt leytið og byrjaði að lesa.

Lagði hana frá mér um fjögur og bylti mér í korter... tók svo aftur upp bókina og vissi það að það það var engin leið til baka. Var búin um hálf sex.

Vaknaði við það að deildarstjórinn hringdi í mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli