29 júní, 2005

Hótun

Ég get komist að því hvar þið eigið heima....

Þessa setningu heyrði ég í gær. Einn maður kom hérna í gær og fékk að heyra upplýsingar sem honum mislíkaði að heyra. Hann æsti sig talsvert og endaði síðan með þessum orðum.

Fyrsta hótunin mín. Það eina sem var óskemmtilegt var að yfirmaðurinn var á svæðinu og hann missti sig soldið. Reiðin sem þessi maður fann var alveg skiljanleg. Var í ranga átt en alveg skiljanleg. Ég hafði öruglega orðið frekar reiður ef ég hefði fengið þessar upplýsingar ef ég hefði verið hann. En spurning hvort að það ætti að sparka í sendiboðann? Það er auðvitað algjör vitleysa.

En yfirmaðurinn varð reiður og á tímabili fékk ég á tilfinningunni að hann mundi rjúka í kallinn. En það var bara skellt hurðum og svona.

Síðan í dag þá hringdi þessi sami maður og baðst velvirðingar á hegðun sinni. Sem er auðvitað merki um sterkan karakter.

24 júní, 2005

Diplomacy

Sankti Pétursborg féll...

1901 byrjaði stríð sem verður lengi í minnum haft. Á næstu árum yrðu landvinningar og blóðug átök alsráðandi. Þetta byrjaði með því að Austurríki-Ungverjaland réðust inní Ítalíu. Balkanskaginn var skipt upp á milli Tyrklands og Austurríki-ungverjalands. Rússland hafði gert einhver heiðursmannasamkomulag við Tyrki og austurríkismenn en gallin við þann samning að Rússarnir voru einu heiðursmennirnir með aðild að þeim samningi.

Skandínavía féll hratt á milli Þýskalands sem tók vitaskuld Danmörku, Rússarnir réðust inní Svíþjóð og Bretarnir tóku Noreg. Frakkarnir röltu suður á bogin og heilsuðu upp á vini sína Spán og Portúgal. Fyrsta árið var liðið.

Þjóðverjar og Bretar sameinuðust á móti Rússa-Grýlunni og tóku Svíþjóð af Rússum. Frakkar fóru til Afríku og hernámu Túnis, þrátt fyrir hörð mótmæli Tyrklands. Ítalía féll fyrir ránshendi Austurríkis og Rúmenía féll í skaut Rússa. Þýskaland og Bretland færðu sig nær Rússum og horfðu á Sankti Pétursborg.

Það var ákveðið jafnvægi í gangi. Rússarnir fóru halloka. Frakkinn var að nálgast strendur Ítalíu, Tyrkland var að nálgast miðjarðarhafið með sínum flota og var búin að hernema stóran hluta af Balkanskaganum. Það var ákveðið jafnvægi í vestur Evrópu en Frakkland hafði tekið mest allan herinn sinn til þess að berjast fyrir sunnan.

Það var bara spurning um tíma. Þýskaland gerði allt til þess að brjóta upp þennan frið á balkanskaga og eftir miklar og heitar umræður þá sameinuðust Frakkland, Rússar og Austurríki-Ungverjaland á móti Tyrkjum og náðu stórum hluta af Balkanskaganum.

Fyrir norðan tók Bretland yfir Finnland og Rússarnir gerðu skyndiárás á Svíþjóð og hertóku hana aftur. Þýski herinn var kyrr.

Tyrkir áttu í vandræðum með þessa nýju árás og svaraði í sömu mynt og náðu eitthvað af skaganum aftur. Þýskaland byrjuðu að færa herina sína í bardagastöður til Ruhr héraðs. Austurríki - Ungverjaland styrkti stöðu sína og lofuðu Rússum gull og grænum skógum fyrir áframhaldandi stuðning. Herinn í Ítalíu var byrjaður að Marséra til Marselles.

Frakkland varð fyrir áfalli þegar Bretarnir réðust inn í Brest og Austurríki-Ungverjaland með stuðningi Þýskalands réðst inn til Marselles. Byrjaði hann þá að draga saman seglin í Miðjarðarhafi. Þýskaland gerði árás inní Svíþjóð og murkaði lífið úr Rússnesku hetjunum sem voru þar. Bretland gerði árás til Sankti Pétursborgar en sú var skammlíf vegna stuðnings innbyrðisherja í Rússlandi.

Frakkinn átti í miklum erfiðleikum og vissi að þetta gæti ekki haldið áfram. Dró herina sína í vörn, þrykkti Bretanum út úr Brest og hló dátt af skriffinnsku mistökunum hjá Þýskalandi sem gerði mistök með skipun og herin sem átti að hertaka París var kyrr. Varsjá féll í hendurnar á Þýskalandi.

Einhverjar tilfæringar á herjum fyrir sunnan en engin lönd skiptu um hendur.

En Sankti Pétursborg féll. Bretinn reyndi aftur og þar sem Þýskaland var búin að hertaka Svíþjóð þá gat hann ráðist á sjóherinn sem var staddur fyrir utan Sankti Pétursborg og truflað hann, þannig að stuðningurinn hans var ómerkur og varnarherinn í Sankti Pétursborg þurfti að hörfa.

Þar með endaði kvöldið á árinu 1905.

Þýskaland= Sivar
Bretland = Jóhann
Tyrkland = GEB
Frakkland = Herbergisfélagi Sivars
Austurríki Ungverjaland = Kristbjörn
Rússar = Halli.

23 júní, 2005

Batman og fleira

Nýr Póstur

Langar að skipta um útlit á blogginu mínu.. einhverjar hugmyndir?

Ef einhver lesendi þessara síðu er ekki búin að sjá Batman Begins þá skal hin sami hætta þessu rugli og skella sér. Ég held að það hafi ekki verið gerð betri teiknimyndasögumynd. Slær út Spiderman (sem ég er mjög hrifin af) og auðvitað öllum hinum.

Það eru engir ofurkraftar í þessari mynd. Flestir leikararnir eru að standa sig frábærlega, Michael Caine sem Alfreð er frábær tók sérstaklega eftir því þegar ég fór í annað skiptið á hana.

En já.. ég er búin að blogga mjög lítið. Var líka í sumarfríi og þá er maður ekki eins mikið fyrir framan tölvu.

Ég mun fara til Danmörku um verslunarmannahelgina til að fara á U2 tónleika í Parken.

15 júní, 2005

Leikrit

Pistill um Brilljant skilnað


Ég fór á leikhús í gær á leikritið Briljant skilnaður. Þar sem Edda Björgvins tekur einleik. Fjallar um konu sem er að nálgast fimmtugsaldurinn og eiginmaðurinn finnur sér aðra konu. Hún stendur upp ein.

Mér fannst þetta vera meira svona ræða eða gamanleikur.. sketchar.. ekki beint leikrit. Ég hef séð einleik þar sem leikarinn er að leika ákveðna persónu og skapar aðstæður þar sem maður ímyndar sér hinar persónurnar. En í þessu tilfelli var Edda að tala við áhorfendur. Hljóð og tónlist var mikið notað til að skapa stemmingu og skiptingu á milli atriða.

Persónan sem hún Edda lék var steríó týpan af miðaldra húsmóður, laug um aldur, reyndi að næla sér aftur í eiginmanninn, átti fáa vini (flestir hefðu verið hjónavinir), o.s.frv.

Þetta var skemmtilegt leikrit. Ég hló oft og dátt að ýmsum atriðum en á köflum fannst mér efnið vera illa nýtt. Áherslan var á gamanleikin en ekki á aðstæður persónuna, sem varð einhvern vegin eftir.. hafði lifað fyrir eigin manninn í langan tíma og þegar hann fór þá var bara tóm í hennar lífi. Mér fannst líka eiginmaður hennar vera óraunverulegur. Það var bara eitt atriði þar sem ég fann fyrir að þau höfðu verið hamingjusöm hjón (atriðið með rúllustiganum).

Síðan hafði aðalpersónan leiðinlegan eiginleika.. var að sjúkdómsgreina alla í kringum sig. Sá ekki hvaða tilgang það hafði fyrir utan það að gefa henni einhver persónueinkenni. Var leiðinleg persónueinkenni og fannst það bara óþarfi.

Endirinn fannst mér góður. Persónan endaði ekki í faðminum á öðrum karlmanni og hamingjan hjá henni var sú að finna sér nýtt líf.

Hefði mátt nýta sér söguna betur (að mínu áliti) en þetta var skemmtilegar klukkustundir.

13 júní, 2005

Laila Ali

BOX

Ég horði á box á laugardaginn. Fór með Ella til kunningja hans og horfði á Tyson. Var bara nokkuð skemmtilegt. Horfa á gamlan Tyson lemja einhvern Íra. Hann var orðin of gamall til að geta staðið í þessu svona lengi.

En það sem var skemmtilegt við kvöldið var Laila Ali. Hún var sýnd sem upphitunarbardagi. Ali vs. Toughill. Ali pakkaði hinni saman og gerði það vel. Var helvíti gaman að fylgjast með stúlkunni.

Ég var ekkert hrifin af boxi hér áður fyrr. Fannst það barbarísk íþrótt (ef íþrótt skildi kalla). En síðan fór maður að æfa box og þá breyttist viðmótið. Sá hvaða tækni þetta er og fann fyrir því að þolið var eitt, tvö og þrjú í þessari íþrótt. Þetta er íþrótt þar sem þol, snerpa og styrkur tveggja keppenda mætast.

Mér sýnist Laila Ali vera íþróttamaður sem er þess vert að fylgjast með.

09 júní, 2005

Sítt Vs Stutt

Sítt Vs Stutt

Jæja þá er ég búin að vera með stutt hár í smá tíma. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Fólk hefur ekki þekkt mig út á götu. Flestir segja að þetta fari mér vel og ég líti betur út svona. Ein slæm viðbrögð "mér líkaði betur við gamla Jens" og síðan nokkur sem hafa verið undarleg "Þú ert svo normal".

Ég get auðvitað ekki tekið þessa ákvörðun til baka. Síða hárið er farið og ég get ekkert gert í því. En ég er mjög sáttur við hárgreiðsluna. Þetta er allt öðruvísi en að vera með sítt hár en ekkert óþægilegt.

En það er eitt sem fer soldið í pirrurnar á mér. "það er svo auðveldara að vera með stutt hár, miklu auðveldara" Það er ekkert rétt. Að vera með sítt hár þýðir að maður vaknar.. hárið er í flóka, maður rennir burst í gegnum það og skellir því í teygju. Punktur.

Stutt hár... vakna.. hárið stendur upp og það þýðir ekkert að greiða því... það vill bara vera svona. maður þarf að bleyta það og setja hárvax í það svo það verði flottara. Vesen. Miklu meira vesen.

Og út af hárvaxinu þá þarf maður að fara oftar í sturtu.. svo hárið verði nú náttúrulegt.

Síðan hef ég tekið eftir að stelpur horfa mun oftar á mann á djamminu. Og hef lent í því tvisvar núna að kíkja á stúlku sem hefur labbað framhjá mér til að tékka á henni (sem maður gerir endrum og eins) og hún er að horfa líka.. það gerðist mjög sjaldan áður fyrr.

Og síðan er auðveldara að klóra sér í hausnum.

08 júní, 2005

The handsome mood

Handsome Mood

er ekki alltaf sagt að hugarfarið skiptir mestu máli? Allaveg þá er ég í dag í mínu "Handsome mood" eða ef ég reyni að þýða það.. sem ég ætti ekkert að gera þar sem ég er hugsa þetta á ensku.. en allavega.. þýðingin er eitthvað á þessu leið "Í dag er ég fullur sjálfstraust og finnst ég vera frekar myndarlegur"

Það er nú ekki oft sem mér líður þannig. En í dag þá er ég þannig.. voðalega skotin í sjálfum mér og finnst ég vera fallegur drengur.

Það er eitthvað við þetta skap sem ýtir við mér.. ég hugsa svona temmilega um útlitið mitt.. og í dag gerði ég ekkert sérstakt við útlitið.. en samt er ég bara "how you doing"..

Kannski af því að ég kláraði bókina í gær.. jíbíííííííííí.... eða bara vegna þess að hormónarnir í mér eru eitthvað skrýtnir í dag. ohhh well.. ég býst við því að ég muni aldrei vita það.

en það er svo sem í lagi.

07 júní, 2005

Eitthvað annað en Rúanda

Tölum um eitthvað annað.


Já ég víst að þreyta alla í kringum mig með umræðu um Rúanda. Þannig að ég ætla að tala um eitthvað annað!

................ mig langar ekkert að sjá Mr. Mrs. Smith í bíó.. ætli maður fari ekki samt sem áður... 8 dagar þangað til að kæran komi til bygða... ætla að lesa undarlegt háttalag hunds um nótt næst.... langar að spila game of thrones... hlakka til að byrja spila BF2.... Batman Returns.. jeeesssss.... er að fara á Iron í kvöld.. verð á vakt.. hlakka ekkert til... en verður öruglega fínt....

sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit sjit

06 júní, 2005

Frásögn Romero

Sometimes when you look into the abyss... the abyss looks back into you


Fyrst var það skáldsaga sem setti mann í umhverfið.
Síðan var það frásögn blaðamans sem fór á staðin eftir atburðina og reyndi að lýsa aðstæðum.

Núna er það frásögn yfirmans Friðargæsluliðanna sem var staðsettur í Rúanda þegar þjóðarmorðin átti sér stað. Maður sem horfði á þúsundir deyja með þær skipanir á bakinu að hann ætti ekki að aðhafast neitt.

Ég svaf lítið sem ekkert í nótt.. ég get ekkert hugsað um annað en þessa frásögn. Ég veit að hún á eftir að vera verri en hún er núna. En ég get ekki hætt. Það er engin von í þessari bók. Hún lýsir nokkrum mánuðum í lífi mans sem hefði átt að vita að ástandið var vonlaust og hann gæti ekkert gert. Þessi maður gat ekki slitið sig frá þessu ástandi og reyndi hvað hann gat til þess að gera eitthvað... eina sem hann á eftir að geta gert er að horfa á aðra þjást og vini sína deyja.

Ég er heltekin og hræddur.

02 júní, 2005

Rwanda - 2

We wish to inform you...


Kláraði þá bók í gær. Var skrifuð 1998 og það var mikið að ósvöruðum spurningum í þeirri bók. En bókin var greinargóð lýsing á atburðunum, lýsing á hvað gerðist eftir þjóðarmorðið, sett í stórt samhengi (afleiðingar fyrir afríku) og líka lýst lífi fólksins. Mæli með henni til að fá mjög góða innsýn í sögu þessara þjóðar.

Hún endaði með neista af von.

Það eru (voru) ennþá svona "Hutu Power" gengi að berjast á móti Tutsi mönnum þegar bókin var skrifuð. Höfundurinn segir frá einni árás sem eitt gengið gerði. Einn af þeim mönnum sem tók þátt í árisinni náðist lifandi og sagði frá hvað gerðist. Það var ráðist í stúlkna-heimavistarskóla og þar var drepin Belgísk Nunna, síðan var skipað nemendunum (stelpunum) að skipta sér í tvo hópa - Tutsi og Hutu. Stelpurnar sögust vera Rúandabúar "We are Rwandann" og neituðu að skipta sér.

Þær voru allar myrtar.

Ég grét.

01 júní, 2005

Tannlæknir

Tannlæknir

Fór til tannlæknis í gær. Góðar fréttir, engar holur. Er það ekki aðalmálið.. á að bora eður ei?

En hann skóf tannstein og var ekkert vinalegur eða mjúkhentur þegar hann var að gera það. Blæddi heilmikið. Talaði um að nota tannþráð og hexadent (sem er mikill viðbjóður).

Ég fór auðvitað í Lyfju og keypti svoleiðis óþverra. Á að nota það í viku. Einhverja tannholdsbólgur í efri gómi.

Er enn með tvo endajaxla sem eru ekki að valda neinum skaða (tennurnar eru það skakkar.. ) en hann sagði að það þyrfti að fjarlægja þá.. en það liggur ekkert á því. Ég hef farið í tvær endajaxlatökur (ein í neðri og ein í efri) og ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um neðri góma tanntökuna. Það var ekki skemmtileg lífsreynsla, sem ég ætla ekki að endurtaka. Ætla fara til einhvers 20 þús króna sérfræðings sem gerir þetta á 5 mínútum.

Var að spila roleplay í gær og mun taka game of thrones í kvöld.. og við verðum 5!!! Það var mikið.

en já.. gaman að þessu.. held að ég hefi gleymt bókinni minni á mangó eða í bílnum hjá R. Ekki gaman.