Handsome Mood
er ekki alltaf sagt að hugarfarið skiptir mestu máli? Allaveg þá er ég í dag í mínu "Handsome mood" eða ef ég reyni að þýða það.. sem ég ætti ekkert að gera þar sem ég er hugsa þetta á ensku.. en allavega.. þýðingin er eitthvað á þessu leið "Í dag er ég fullur sjálfstraust og finnst ég vera frekar myndarlegur"
Það er nú ekki oft sem mér líður þannig. En í dag þá er ég þannig.. voðalega skotin í sjálfum mér og finnst ég vera fallegur drengur.
Það er eitthvað við þetta skap sem ýtir við mér.. ég hugsa svona temmilega um útlitið mitt.. og í dag gerði ég ekkert sérstakt við útlitið.. en samt er ég bara "how you doing"..
Kannski af því að ég kláraði bókina í gær.. jíbíííííííííí.... eða bara vegna þess að hormónarnir í mér eru eitthvað skrýtnir í dag. ohhh well.. ég býst við því að ég muni aldrei vita það.
en það er svo sem í lagi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli