Nýr Póstur
Langar að skipta um útlit á blogginu mínu.. einhverjar hugmyndir?
Ef einhver lesendi þessara síðu er ekki búin að sjá Batman Begins þá skal hin sami hætta þessu rugli og skella sér. Ég held að það hafi ekki verið gerð betri teiknimyndasögumynd. Slær út Spiderman (sem ég er mjög hrifin af) og auðvitað öllum hinum.
Það eru engir ofurkraftar í þessari mynd. Flestir leikararnir eru að standa sig frábærlega, Michael Caine sem Alfreð er frábær tók sérstaklega eftir því þegar ég fór í annað skiptið á hana.
En já.. ég er búin að blogga mjög lítið. Var líka í sumarfríi og þá er maður ekki eins mikið fyrir framan tölvu.
Ég mun fara til Danmörku um verslunarmannahelgina til að fara á U2 tónleika í Parken.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli