31 desember, 2004

Einhver samtíningur

Hitt og þetta

Kleifarvatn var góð. Fer á sömu hillur og Mýrin og grafarþögn í gæðum. Er núna að lesa Abarat - days of magic/nights of war.

****

Fór á bar í gær og drakk smá öl. Lykta eins og sígaretta. Fer endalaust í taugarnar á mér.

****

Þegar ég sef lítið þá fer það í skapið á mér.. er að komast betur og betur að því. Ætti alltaf að gefa viðvörun við fólk sem er að tala við mig "varúð.. ég svaf lítið í nótt og er frekar þreyttur". Kannski búa til svoleiðis bol.

****

Er að vinna. Ferlega fúlt.

29 desember, 2004

Arnaldur Indriðason

Arnaldur Indriðason

Eftir að ég hafði lagt frá mér bókina eftir Braga þá var stefnan tekin á Kleifarvatn e. Arnald. Eftir nokkra mínútna lestur þá var ég gripin.

Íslenskar glæpasögur.. hnuss það er nú meira bullið.. ég hugsa að margir hugsa svona. En ef fólkið sem hugsar svona en les samt glæpasögur en bara ekki frá Íslandi. Þá mæli ég með því að það fólk brjóti odd af oflæti sínu og lesi eina af hans sögum. Hann segir góðar sögur með fínni fléttu og vel sköpuðum persónum. Flestar af hans sögum (fyrir utan Napoleon skjölin og Synir duftsins) eru sögur sem maður getur ímyndað sér að geti átt sér stað í íslenskum raunveruleika. Flest morðin í sögunum eru framkvæmd að illa yfirlögðu ráði, í heift og reiði. Síðan er reynt að hylma yfir glæpinn.

Lesa Mýrina eða Grafarþögn. Dauða Rósir og Napóleon skjölin eru líka mjög góðar. Röddin og Bettý er svona í meðallagi en synir duftsins er frekar slöpp (líka hans fyrsta bók). En mæli hiklaust með að fólk kíki á bækur kallsins og ef einhver þarna úti sem hefur ekki ættingja eða vini til að lána sér bók þá get ég lánað einhverja bók (þó að það vanti Napóleon skjölin í safnið.. hver er með hana í láni???).

Ég er ekki enn búin með kleifarvatn en hún er mjög grípandi og áhugaverð. Stíllin er í áttina að grafarþögn þar sem tvær sögur eru sagðar samtímis. Ein úr fortíðinni og síðan söguna af Erlendi og félögum að rannsaka málið.

28 desember, 2004

Bókalestur og aðrar hugrenningar

Kláraði Samkvæmisleikir e. Braga Ólafsson í gær.. ok.. í nótt. Ætlaði aðeins að kíkja í hana eftir að ég var búin að horfa á imbann. Var síðan það áhugaverð að ég varð að klára hana. Las síðan síðasta kaflann tvisvar.

Þetta er önnur bókin sem ég hef lesið eftir Braga Ólafsson. Hann skapar mjög áhugaverðar persónur sem maður vill sjá meira af. Eftir að lestur bókarinnar þá skapaðist miklar vangaveltur. Hann skilur eftir helling af lausum endum sem eru hangandi óhnýttir í vindinum. Sagan fjallaði aðallega um Friðbert og síðan fólkið í kringum hann. Atburði tengda þeim. Það eru örugglega svona 10 persónur í bókinni sem er fjallað mikið um og eru það áhugaverðar að maður vill vita meira um. en síðan þegar lestrinum lauk þá vill maður fá meira. En er einhvern vegin ánægður.. hálf fullnægður eftir lesturinn.

Hún er samt gróf á köflum og athafnir sumra í bókinni eru viðurstyggilegar. En Braga tókst að skapa mjög áhugaverða fléttu. Sem er samt ekki fyrir alla.

*****

Ég hef tekið eftir því að fólk er byrjað að velta sér aðeins upp úr því að ég hafi misst trú á mannkynið. Jafnvel grunar mig að fólk haldi að þetta sé eitthvað tímabil hjá mér. En málið er því miður ekki svo einfalt. Ég finn að allar mínar heimspekiskoðanir og allar mín trú sé að hrynja og grotna niður. Stundum hugsa ég um þessar skoðanir og finnst þær vera svo barnalegar og bjánalegar að það hálfa væri nóg.

Ég er ekki að segja með þessu að næsta sem ég mun gera er að ganga í útlendinga hersveitina og vilji skjóta fólk eða ég muni gleyma vinum mínum og fara hegða mér eins og siðblendingur. Kannski seinna en ekki sem stendur... Er bara að uppgvötva það að það eru engin algild siðalögmál eða alheimsreglur. Lífið er bara ein stór ringulreið sem engin regla er á. Ekkert haldreipi sem er hægt að halda í (nema kannski blekkingin). þannig að frumskógarlögmálið á svo við. En ég veit að maður uppsker eins og maður sáir.. þess vegna mun ég ekki brenna allar brýr á bakvið mig.

Já... merkilegt...

27 desember, 2004

Jólagjafir

Jólagjafir

Verður maður ekki að þakka fyrir jólagjafirnar sínar?

Stundum fara jólgjafir rosalega í taugarnar á mér. Þessi kvöð á manni að gefa gjafir getur verið algerlega niðurdrepandi. En þegar maður er að opna pakkana og sér viðbrögðin hjá fólki sem er ánægt með gjafirnar þá hverfur sú tilfinning.

En allavega þá fékk ég

Dauðans Óvissu Tími frá LSJ og fjölskyldu
Samkvæmisleikir frá Vargi og Jóhanni og dóttur (þ.e.a.s ég fékk tvö eintök af þeirri bók).
Kleifarvatn og ullarsokka frá Ömmu og afa álftamýri
Abarat - days of peace, nights of war frá Dóu
Mixer og the times atlas of world history frá mömmu og pabba.

Innilegar þakkir fyrir góðar gjafir.

23 desember, 2004

Jungle Speed frh.

Sagan af Jungle Speed
Öruglega 3. þáttur

Jæja.. nú er komið að því að rafrausast meira um Jungle Speed (eða frumskógarfár eins og sumir kalla það).

Við keyptum 500 spil frá Frakklandi og settum þau í búðir. Hjá Magna, Nexus, Pennan, Hagkaup og BT. Á einni viku höfum við síðan selt þau öll. Í þessum töluðum orðum er ég með þrjú spil út í bíl og það er allur lagerinn minn.

Það eru þó nokkur spil í umboðssölu en satt að segja þá held ég að það séu engar líkur á því að þau verði skiluð.

Þetta er frábært spil og er að seljast vegna þess. Ekki vegna þess að við erum búnir að eyða þúsundum króna í auglýsingar heldur selur varan sig sjálf.

Sem er auðvitað bara frábært.

Verð með kynningu í Bókabúðinni Hlemmi og í Pennanum Austurstræti í dag. Ég vona að ég komist í skötu til ömmu í kvöld.

******

Bíllinn fór ekki í gang í morgun. Rafhlaðan var dauð.. þurfti að fá start. Hringdi í LSJ og hún senda Íbba sinn. Skil ekki fólk sem vill standa í þessu endalausa veseni.

Var svo stressaður þegar ég var að fara sofa að ég gat ekki sofnað.. Hugurinn fór út um allt... jungle speed, íbúðin mín, jólin, jólgjafirnar, jakkaföt?, herbergisfélaginn, Hallur, spilerí, Axis and allies.. you get the picture. Ég vildi fara að sofa þannig að ég prófaði joga hugleiðsla. Hugsaði um andardráttinn og spennti upp allan líkamann.. virkaði 100%. eftir 10 mín af þessu þá sofnaði ég.

20 desember, 2004

pearls before swine

Brandari

Þessi er snilld!!! Þurfti að koma því að!

Kúkalappi

Kúkalabbi

Þessi færsla er ekki fyrir viðkvæma!
Þessi færsla er ekki fyrir fólk sem hneykslast á athöfnun annarra!
Þessi færsla er ekki fyrir flesta!



Ertu ennþá að lesa? OK.. þessi færsla fjallar um mann sem var að kúka í buxurnar!

Þessi maður er ég!





Jæja.. ef þú ert komin svona langt þá er það bara sjálfum þér að kenna.

Ég veit ekki af hverju ég er að segja frá þessum hluti á opinberum vettvangi. Hvaða sýniþörf þetta er. Af hverju ætti ég að fjalla um þetta hér? Er þetta ekki best geymt í einhverju dökku skúmaskoti huga míns?

En af einhverjum ástæðum þá langar mig að segja frá þessu og gerast jafnvel það djarfur að segja að þetta er eitthvað sem allir geta lent í og ætti ekki að vera feimnis mál.

En allavega. Á laugardaginn þá var ég með kynningu í kringlunni á spilinu mínu og það gekk bara ágætlega. Eftir smá rölt um svæðið þá var ákveðið að fá sér að borða.

Frábær matur sem var keyptur á stjörnutorginu og ekkert við honum að kvarta. Ég fór síðan heim til mín og þurfti að setja spilin niður í geymslu. Þó nokkrir pappakassar með spilum sem ég þurfti að ferja. Ég var þá byrjaður að finna fyrir smá óþægindum.

(hlé.. þarf að útskýra soldið.. sko.. I have a condition.. það er kallað ristilkrampi... virkar þannig að ef ég borða vissa gerð af mat þá fæ ég illt í magann.... oft þá krefst það ferð á klósettið til að losna við smá þrýsting en ef það eru ekki aðstæður fyrir klósettferðar þá þýðir það sársauka í smá tíma þar sem ég er að halda í mér á meðan kramparnir ganga yfir... sem tekur nokkrar mínútur og er mjög óþægilegt...Hlé búið)

Var komin með nokkra kassa niður í geymsluna þegar Leifur hringdi og við spjölluðum saman. Sagði honum frá deginum og hvað hefði gerst. Spjölluðum um framtíðina o.s.frv. Á meðan á símtalinu stóð þá ókst óþægindin og ég fann að krampi var að byrja. Ég staddur í snjókomu með helling af pappakössum og með leif í símanum. Ég tók þá afdrífaríku ákvörðun að bara þola þetta í smá stund. Eftir smá spjall við leif þá kvaddi ég hann og ákvað að henda þessum kössum inní geymslu. Setti nokkra kassa á smá "trolley" (man ekki ísl. orðið.. það er frekar slæmt...) og rúllaði með þá í áttina að geymslunni. Þá kom stórt krampakast og ég þrýsti rasskinnunum saman.. var frekar mikill og vondur...

og ég fann það að eitthvað hafði sloppið út og verið kramið. Mjög óþægileg tilfinning að vera staddur úti með "trolley" fulla af pappakössum sem er full af rándýrum spilum, bíllinn og geymslan opin, og lyktin byrjar að magnast.

Ég panikaði ekkert, barðist bara við það að eitthvað fleira slyppi út. Henti dótinu í geymsluna og lokaði bílnum. Fór síðan upp í íbúðina og beint á klósettið. Sem betur fer var engin heima! Lauk mér af þar og henti mér strax í sturtu. Setti síðan fötin í þvottavélina og á hæsta styrk.

Notaði hálfan lyktarspreisbrúsa um íbúðina, þreif klósettið og baðið vel og vandlega, klæddi mig í ný föt og var tilbúin í allt. Annar herbergisfélagin kom svo eftir 10 mín og síðan komu tveir vinir mínir í heimsókn stuttu eftir það. Engum þeirra grunaði að ég hafði verið nýbúin að kúka í buxurnar.

17 desember, 2004

Jungle speed

Stóri dagurinn er runninn upp!

Já ný sending af Jungle speed er loksins komin.

Þetta er búið að vera hrikaleg vika. Bankinn gerði mistök sem var til þess að peningarnir fóru ekki til réttra aðila. Síðan fór sjálf sendingin seint af stað.

Á meðan er ein búð búin að hringja og biðja um spil, penninn er búin að hringja og biðja um fleiri spil, vinir og kunningjar búnir að biðja um nokkur, hefði getað selt nokkur til stúdentakjallarans á miðvikudaginn.

Þetta er búið að vera sorglegt. Síðan má ekki gleyma því að jólin eru eftir viku svo að við erum ekki beint á réttum tíma. Ferlegt.

En maður verður víst að horfa jákvætt á hlutina. kannski verður geggjuð sala á þessu og við losum okkur við sendinguna fyrir jól (efast um það.. en maður má alltaf vona..).


15 desember, 2004

Spurningar um Sivar

Spurningar um Sivar

Hermikráka, hermikráka, hermikráka... ég myndi heyra þetta ef ég væri krakki.

ég bjó til spurningar um mig og hvet alla til að svara þeim. Þetta eru spurningar í anda óskimóns og Karó.. egosentrískar spurningar um mig, mig, mig!

Scoreboardið

Half Life 2 - frh

Half life 2 og bíó

Ég fór heim eftir prófið og ætlaði að leggja mig (svaf bara í 3 tíma nóttina áður) en ákvað að kíkja á Half life. Byrjaði klukkan eitt....

Lagði svo tölvuna frá mér um tíu leytið. Eftir að leikurinn var búin. Hann er rosalegur.

Bardagarnir við Striderana eru mjög skemmtilegir og þegar fjölda bardagarnir eru... varð veikur í hnjánum.

Enda "borðið" eða þegar maður er komin inní citadelið er frábært. Fannst ótrúlega gaman að nota gravity gunnið á þennan hátt. Og henda köllunum fram af syllunum og sjá þá snúast á leiðinni niður.. ótrúlegt.

Ég sá G-mannin einu sinni á skjá. Sá einhver hann oftar (kallinn með skjalatöskuna).

Eftir þessa níu tíma stanslausu keyrslu.. þar sem ekkert var borðað og skropið á klósettið tvisvar þá var ég soldið ruglaður... fór út í sjoppu og keypti mér samloku og leigði mér mynd. Jersey girl. Fín ræma... ég játa það að ég hefði aldrei tekið þessa mynd ef þetta væri ekki mynd eftir Kevin Smith. Ekkert spes en fín.

14 desember, 2004

Próflok

Próflok

Já fyrsta og síðasta prófið á þessari önn er lokið. Svaf þrjá tíma í nótt en ég rúllaði prófinu upp. var líka frekar lengi í því. Notaði allan tíma nema 15 mínótur.

Er búin að ná prófinu svo mikið er víst.. en ég veit ekkert hvaða einkunn ég fæ.. Gæti fengið 6 og jafnvel upp í 9.

Kemur bara í ljós.

13 desember, 2004

Ýmislegt.

Hitt og þetta

Er að læra undir próf sem er á morgun. Tek mér frí eftir hádegi og ætla að lesa. Búin að frumlesa flest allt efnið og ætla að klára það sem ég á eftir. Mun síðan auðvitað taka þetta próf í nefið.

****

Tók mér smá frí á próflestrinum í gær og horfði á The living daylights. Fannst hún bara ágæt. Það var heil brú í söguþræðinum. Timothy Dalton stóð sig bara nokkuð vel. Augljóslega hefur hann reynt að ljá James Bond tilfinningum. James Bond var pirraður og á köflum var hann reiður. Eini gallinn við myndina voru vondu kallarnir. Þeir voru bara frekar flatir og lásí. Plottið var líka ekki heimsendaplott. Var bara um eitthvað dóp. Gráðugir menn sem vildu ná sér í smá pening. Þegar ég horfi á þessa mynd þá finnst mér hálf sorglegt að Timothy hafi bara leikið í tveimur myndum. Það hefði verið flott að sjá hann í fleirum.

****

Búin að bæta við jólagjafalistann. Er bara búin að telja upp bækur. En satt að segja þá langar mig bara í þær....

10 desember, 2004

Úfff...

Föstudagur til fjárs!

Ég hefði átt að fatta það þegar ég braut debetkortið mitt í morgun. Eða þegar Hlölli hringdi og tilkynnti sig veikan.

Eða á þeirri staðreynd að fólkið sem er búið að hringja er búið að vera pirrað.. eða af því að það er búið að vera helling að gera.

En ég var grunlaus. Algerlega. Nú er bara spurning hvort að þetta muni versna....

08 desember, 2004

Half Life 2

Half Life 2

Dýrasti tölvuleikur sem einhver hefur keypt.. til þess að geta spilað hann þá þurfti ég að kaupa mér nýja tölvu. Ég lét vera af því í fyrra dag og var að leika mér í honum í gær. Rosalegur leikur.

er ennþá í hlutanum sem ég spilaði heima hjá GEB. En er með þetta stillt í hard núna og það er talsvert erfiðara.

Ég lék mér talsvert í half life á sínum tíma. Kláraði leikin og skemmti mér konunglega. Þessi lýtur út fyrir að vera jafn mikil skemmtun. Það er samt eitt við hann sem ég hef takið eftir. AI er ekki eins gott eins og í fyrri leiknum.. jú þeir stökkva á bakvið hluti o.s.frv. en löggurnar nota ekki handsprengjur sem mér finnst soldið slappt.

Það eru samt búið að vera ægilegar bardagasenur. Ég að hlaupa undan þyrlu með 6 löggur að skjóta mann og 3-4 manhacks að reyna sneiða mann í sneiðar (oft tekst þeim að).

Leikurinn er ótrúlega flottur og að þessi fítus að geta notað alla hluti í kringum sig er rosalega skemmtilegur. Hann markar tímamót þessi leikur.

**********

Jungle Speed í Stúdentakjallaranum í kvöld. Allir velkomnir. Hugsa að ég taki með mér extension í kvöld til þess að krydda tilveruna.


06 desember, 2004

James Bond

Bond, James Bond

Ég horfði með öðru auganu á a view to a kill í gær á Skjá einum. Þegar ég var yngri þá dýrkaði ég james bond. Dreymdi um að taka þátt í þessu skotbardögum á furðulegum stöðu og snúa á þessa rosalegu vondu kalla sem voru óvinir hans.

Í dag þá horfi ég á myndirnar og velti því fyrir mér hvort að þær hafi verið svona lélegar í denn? Hvort að einhver brjálaður vondur maður hafi ekki tekið þær og breytt þeim í millitíðinni. Mig minnir að síðasta mynd Roger Moore hafi verið frekar slöpp.. en þessi mynd var hræðileg. Leikurinn, handritið, plottið, bardagasenurnar, vondikallinn... alveg sama hvar maður drepur niður í þessari mynd.... það er lélegt.

Og þetta er ekki einu sinni James Bond mynd. Hvað myndi James Bond gera ef rosalega sexí gella myndi vilja sofa hjá honum? Hann myndi auðvitað vippa sér í bólið og helst taka vinkonu hennar með. En í þessari mynd þá býr hann um hana og breiðir yfir hana og slekkur síðan ljósin.. vantaði bara "góða nótt elskan".

Ég ætla að forðast það að horfa á myndina Octopussy.. sem mér fannst BESTA James Bond mynd EVER.

Held að ég lifi með minninguna.

03 desember, 2004

Lýðræði

Lýðræði

Ég styrkti þjóðarhreyfinguna um 1000 kr. til þess að fá greidda auglýsingu í New York times.

Þessi stuðningur var ekki gerður í krafti lýðræðis vegna þess að alþingismenn fengu ekki kjósa um þetta.

Þessi stuðningur er ekki gerður með mínu samþykki mínu og ég vil mótmæla honum. 1000 kall er það minsta sem ég get gert.

Ég veit ekki hvort að þetta sé rétta leiðin til þess að styðja þetta. En þetta er það eina sem mig dettur í hug í augnablikinu (fyrir utan egg og stjórnarráðið).

02 desember, 2004

Bíll?

Aksjón...

Það er svo margt að gerast að það hálfa væri nóg..

Jungle speed er að ganga vel.. og það var margt sem kom upp á sem við höfðum lítið spáð í. En erum að uppgvöta núna. Að hrökkva eða stökkva.. það er spurninginn.

Fólk er almennt mjög hrifið af spilinu og ég hef ekki hitt neinn ennþá sem hefur sagt að sér leiðist spilið.

Er meira að segja að spá að leigja mér bíl.. eða jafnvel kaupa svo að ég geti snattast vegna spilsins. En er það þess virði?

L-12.. þarf að fara klára hana. Á eftir að gera smá hluti í henni. Hengja upp ljós og setja upp hillur, hef bara ekki gefið mér tíma til að sinna því.

Ákveðin verkefni innan Rauða Krossins sem mig langar að klára (eða byrja á).

og síðan er próf þann 14.desember sem ég þarf víst að læra fyrir... aaahhh.. 12 dagar í það..

Og B.A ritgerðin.

Ég spyr ykkur.. er þetta nokkuð of mikið?

01 desember, 2004

Jungle Speed!! og smá um Sin City


Jæja nú er tækifæri til að kynnast Jungle Speed. Fann meira að segja góða heimasíðu um þetta spil.
Klukkan 21:30 á stúdentakjallaranum. Og ekki væri vitlaust að mæta klukkan 20:00 og taka þátt í Rösquis.. sem er einhverskonar barspurningaleikur.


***** (ég vil ekki hafa ### þar sem annar notar það)


Ég fann í gær smá clip frá Sin City sem var sýnt á einhverri teiknimyndahátíð í BNA. 24 mb.. þarf að fá mér meiri niðurhal.
En það var þess virði.. sjit hvað þetta var flott. 6 mínútna myndbrot þar sem flestar persónurnar sjást. Miho (flott), Dwight (sem ég er soldið hræddur við), Marv (kikknaði í hnjáliðunum), Hartigan (sást ekki mikið), Gil (eins og hún átti að vera), Nancy (flott stelpa.. gerir ekki mikið annað í teiknimyndasögunni), Junior/yellow bastard (Vaaaáááá... flott gervi).
en myndbrotið er lítil saga þar sem er tekið ákveðin smásaga sem heitir "The dame in Red".. ef mig minnir rétt. Og ef það gefur ekki tóninn fyrir myndina.. þá veit ég ekki hvað.