28 desember, 2004

Bókalestur og aðrar hugrenningar

Kláraði Samkvæmisleikir e. Braga Ólafsson í gær.. ok.. í nótt. Ætlaði aðeins að kíkja í hana eftir að ég var búin að horfa á imbann. Var síðan það áhugaverð að ég varð að klára hana. Las síðan síðasta kaflann tvisvar.

Þetta er önnur bókin sem ég hef lesið eftir Braga Ólafsson. Hann skapar mjög áhugaverðar persónur sem maður vill sjá meira af. Eftir að lestur bókarinnar þá skapaðist miklar vangaveltur. Hann skilur eftir helling af lausum endum sem eru hangandi óhnýttir í vindinum. Sagan fjallaði aðallega um Friðbert og síðan fólkið í kringum hann. Atburði tengda þeim. Það eru örugglega svona 10 persónur í bókinni sem er fjallað mikið um og eru það áhugaverðar að maður vill vita meira um. en síðan þegar lestrinum lauk þá vill maður fá meira. En er einhvern vegin ánægður.. hálf fullnægður eftir lesturinn.

Hún er samt gróf á köflum og athafnir sumra í bókinni eru viðurstyggilegar. En Braga tókst að skapa mjög áhugaverða fléttu. Sem er samt ekki fyrir alla.

*****

Ég hef tekið eftir því að fólk er byrjað að velta sér aðeins upp úr því að ég hafi misst trú á mannkynið. Jafnvel grunar mig að fólk haldi að þetta sé eitthvað tímabil hjá mér. En málið er því miður ekki svo einfalt. Ég finn að allar mínar heimspekiskoðanir og allar mín trú sé að hrynja og grotna niður. Stundum hugsa ég um þessar skoðanir og finnst þær vera svo barnalegar og bjánalegar að það hálfa væri nóg.

Ég er ekki að segja með þessu að næsta sem ég mun gera er að ganga í útlendinga hersveitina og vilji skjóta fólk eða ég muni gleyma vinum mínum og fara hegða mér eins og siðblendingur. Kannski seinna en ekki sem stendur... Er bara að uppgvötva það að það eru engin algild siðalögmál eða alheimsreglur. Lífið er bara ein stór ringulreið sem engin regla er á. Ekkert haldreipi sem er hægt að halda í (nema kannski blekkingin). þannig að frumskógarlögmálið á svo við. En ég veit að maður uppsker eins og maður sáir.. þess vegna mun ég ekki brenna allar brýr á bakvið mig.

Já... merkilegt...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli