Half life 2 og bíó
Ég fór heim eftir prófið og ætlaði að leggja mig (svaf bara í 3 tíma nóttina áður) en ákvað að kíkja á Half life. Byrjaði klukkan eitt....
Lagði svo tölvuna frá mér um tíu leytið. Eftir að leikurinn var búin. Hann er rosalegur.
Bardagarnir við Striderana eru mjög skemmtilegir og þegar fjölda bardagarnir eru... varð veikur í hnjánum.
Enda "borðið" eða þegar maður er komin inní citadelið er frábært. Fannst ótrúlega gaman að nota gravity gunnið á þennan hátt. Og henda köllunum fram af syllunum og sjá þá snúast á leiðinni niður.. ótrúlegt.
Ég sá G-mannin einu sinni á skjá. Sá einhver hann oftar (kallinn með skjalatöskuna).
Eftir þessa níu tíma stanslausu keyrslu.. þar sem ekkert var borðað og skropið á klósettið tvisvar þá var ég soldið ruglaður... fór út í sjoppu og keypti mér samloku og leigði mér mynd. Jersey girl. Fín ræma... ég játa það að ég hefði aldrei tekið þessa mynd ef þetta væri ekki mynd eftir Kevin Smith. Ekkert spes en fín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli