31 október, 2003

Draumur

Bý úti á landi og öll mín fjölskylda er þar líka. Man ekki hvort að það var pabbi og mamma eða kona og börnin mín.

Það er einhverskonar herstöð nálægt þar sem ég bý en þetta er ekki Suðurnesið. Það er helling af vötnum og frekar heitt.

Ég er labbandi um og þegar ég sé flugvél fljúga yfir mig. Þetta var flugvél frá herstöðinni og er í einverri æfingu. Þetta er samt engin þota eða neitt þannig. Þetta líkist frekar svifflugvél með mótor... samt ekki...

Ég sé hvar flugvélin flýgur upp, virðist missa stjórn á flugvélinni og hrynur niður og brotlendur. Ég gríp skyndihjálparpakkann og hleyp út. Eftir smá tíma kemst ég að staðnum þar sem hún brotlenti... nú verður allt voða ruglað.. ég finn helling af blóði sem ég kemst síðan að því að þetta er málning sem hefur lekið úr stórum glerbrúsa sem brotnaði.

Það er reykur og flugvélin hefur sokkið í eitthvað vatn. Ég er vafrandi þarna um í smá tíma, ringlaður og örvæntingarfullur. Gefst síðan upp á endanum og fer í burtu. Tókst ekki að bjarga neinum.

Síðan þegar ég búin að labba smá þá kemur helling af fólki sem óskar mér til hamingju með björgunina og þetta hugrekki sem ég sýndi. Síðan var farið með mig á sjúkrahúsið þar sem konan sem ég bjargaði lá. Móðir konunnar faðmaði mig og grét fagnaðartárum. Síðan var ég látin setjast niður og allir voru í hring og töluðu um hvað ég væri mikil hetja.

En allan tíman var ég að hugsa um hvort að ég væri minnislaus. Það hlyti eiginlega vera.

Að vera hetja en muna ekki eftir því

29 október, 2003

Dauði Hellesar

Fyrir nokkru síðan sýndi hann Leifur mér bók, Sovereign Stone, flott spunaspilsbók með nýjum heim. Ég las hana og þessi heimur höfðaði eitthvað til mín. Galdrakerfið var nýstárlegt og heimurinn leit vel út (enda myndskreyttur af Larry Elmore). Kynþættirnir voru langt frá því að vera hefðbundnir, Álfar voru með svona samúræja fíling, Dvergar voru Mongólar - ríðandi á hestum um sléttur heimsins.

Ég ákvað að stjórna þessum heimi. Byrjaði á því að stjórna í gegnum netið, því hann Leifur gat ekki hangið á skerinu. En síðan þróaðist það útí hina hefðbundnu spilamennsku, með alla sitjandi í kringum borð.

Ég ákvað að hafa andrúmsloftið svona Grim´n gritty legt og láta aðalpersónurnar ganga inní málaliðahóp, hafa meiri hlutan af fólkinu í kringum þá óheiðarlegt, allt væri skítugt o.fl. Rændi andrúmsloftinu úr bókinni ?the Sheephearders Daugther? e. Elizabeth Moon.

Sagan hefur gengið mjög vel, fólk hefur skemmt sér og virðist fá tilfinningu fyrir heiminum og hvernig hann gengur fyrir sig.

Aðalsöguhetjurnar eru

William: Galdramaður, óreyndur drengur sem reynir að vera eldri en hann er. Hefur lent í hinum ýmsum vandamálum en leyst farsælega úr þeim hingað til. Æskuástin hans er Cordelia, en þau hafa fjarlægst mikið. Er hálf trúlofaður konu úr öðrum kynþætti sem hann bjargaði lífinu hjá.

Cordelia: Bogamaður. Ung stúlka sem var alinn upp sem veiðimaður. Þegar bænum sem hún bjó í var eytt og foreldrar hennar drepnir þá sór hún eið þess efnis að hún mundi hefna sín. Gekk í málaliða hóp og hefur sett allar aðrar áætlanir til hliðar. Hefur ekki verið við karlmann kennd og virðist ekki kæra sig um svoleiðis hluti. Hefur sannað hugrekki sitt á bardagavellinum.

Hellas: Ungur bóndasonur sem flúði ofríki og ofbeldi föður síns. Gekk í lið með málaliðahópnum og hefur náði mikilli færni í vopnaburði. Var gerður að Korporáli en það gekk illa hjá honum að ná stjórn yfir hópnum. Langar að verða atvinnuhermaður og ná langt í þeim efnum.

Þetta voru þessar þrjár aðalsöguhetjur. Það komu margar aukapersónur inní söguna en engin hafði fests við hópinn.

En þá kemur að aðalmálinu. Eins og fyrirsögnin gefur tilkynna þá er Hellas allur. Jafnvel þó að ég ætlaði að hafa þetta svona raunverulegt og blóðugt þá hefur engin aðalsögupersóna látið lífið. Ég er á þeirri skoðun að maður eigi að forðast það. En stundum er bara ekki hjá því komist.

Hérna kemur smá lýsing á atburðinum.

Hann skildi þetta ekki. Stewick og þessi kvensnift virtust kannast við hvort annað. Þeir voru óvinir. En samt skein gleði úr andliti þeirra beggja þegar þau sáu hvort annað. Hann vissi að hann hefði átt að neita þessari áæltun. Að fara með einhvern gamlan feitan kall út í sveit til þess að leita að einhverjum fornminjum. Jú að vísu hafði komið í ljós að þessi feiti kall var fær bardagamaður og hafði bjargað þeim á móti þessum vörðum og þau höfðu fundið fornminjarnar. En þegar allt virtist vera búið þá kom þessi kvensnift ásamt nokkrum af hennar kynþætti gerðu fyrirsát.

Stewick og kvensniftin voru í einvígi. William var að berjast við einhvern sem barðist með tveimur vopnum. Hann virtist ná að halda óvininum frá sér og greiða nokkur vel valin högg á móti.

Hann horfði á sinn óvin. Stór stæðilegur álfur sem hélt á löngu tveggja handa blaði. Þetta var óvinur sem dansaði í kringum hann, hljóp að honum hjó og stökk í burtu áður en hann gat áttað sig á því hvað hafði gerst. Hann vissi að ef þessi stökkvandi álfur mundi einhvern tíman stoppa að þá yrði hann snöggur að ná honum niður, en álfurinn vissi það líka svo að hann var ekkert að hægja neitt á sér.

Hann William bakkaði í áttina að honum, álfurinn sem hann hafði barist við var illa særður og hafði bakkað frá william. "Við verðum að komast að hestinum" sagði William.

Hellas vissi að þessir menn voru honum ofviða. Þótt að annar þeirra væri særður. Þeir voru of snöggir og voru ekki í vandræðum að sveifla sínum sverðum. Hann líka tók eftir því að hann Stewick var að tapa sínum bardaga. Kvensniftin dansaði í kringum hann og greiddi honum tvö högg hvert það sem hann náði. Álfurinn með stóra sverðið stökk í áttina að hinum álfinum og öskraði eitthvað á hann. Hinn brást við með því að setja sig í bardagstellingar og fór að nálgast þá félaga. William fór að kasta galdri og þá stökk tveggja sverða álfurinn niður, óttaðist virtist galdrana. En hinn fór að hringsóla þá. William notaði styrk jarðarinnar til að auka styrk Hellasar og sagði síðan "ég ætla að ná í hestinn" og hljóp af stað. Álfarnir notuðu tækifærið og fóru sitthvoru megin við Hellas. Tveggja sverða álfurinn var þrekaður og tókst ekki að ná inn fyrir varnir Hellas, en hinn hjó hann þungu höggu sem hefði klofið hann í tvennt ef honum hefði ekki tekist að setja skjöldin fyrir.

Hellas snéri sér að tveggja sverða álfinum., notaði sér þrekleysi hans og náði góðu höggi á vinstri handlegg. Álfurinn missti sverðið og riðaði til falls. Hellas sá að hann gæti lokið honum af, heyrði hann William kalla eitthvað en var of upptekin við að halda hinum álfinum frá til þess að taka eftir því. Hann stakk sverðinu í maga álfsins, hann dró það upp snöggt og rykkti því svo út. Álfurinn missti meðvitund á sársauka og hrundi niður.

Álfurinn með tveggja handa blaðið öskraði stríðsöskur og hjó til Hellas, hann var of seinn til að setja sköldin fyrir og fékk blaði í brjóstkassan, það opnaðist stórt sár og hann missti allt loft úr sér. Hann bakkaði tvö skref en álfurinn fylgdi á eftir, rauður af reiði.

William flýtti sér eins og hann gat. Hann hafði reynt að öskra til Hellash um að drepa ekki álfinn, því að þessi bardagi var ekki til dauða. Hann sparkaði aftur í hestinn til þess að fá hann hraðar en vissi í hjarta sínu að hann mundi koma of seint.

Álfurinn reisti blað sitt og bjó snöggt í háls Hellash sem kom engum vörnum við út af losti. Höfuðið féll af búknum og lendi með litum dynki við fæturna og líkami hans hrundi niður stuttu eftir.

Hann var grafin við litla athöfn, fjarri fjölskyldu sinni.

28 október, 2003

Uppáhalds!

Maður verður nú stundum að fjalla um slíkt (sérstaklega þegar manni dettur ekkert annað í hug).

Þegar ég fór að skilgreina uppáhalds þá kom auðvitað hugsanir eins og uppáhalds bíómyndir, bækur, sjónvarpsþættir... en ég ætla bæta nokkrum öðrum flokkum inn! En þetta ætti kannski að heita minnisverðast.... en hverjum er sama?

Kvikmyndir: L.a Confidental, Unbreakable, Matrix, Star Wars (gömlu), Willow, Braveheart, Gladiator, Aliens, Saving Private Ryan, The thin Red line, Fríða og Dýrið, Dances with wolves.

Bækur: Life of Pi (uppáhaldsbókin mín í dag), The Dragonlance Chronicles, Harry Potter bækurnar, ævisaga Che Guevara, Særingamaðurinn, Gorgías, High Fidelity, Hilmir Snýr heim.

Tónlist: U2, Mike Oldfield, Sting, Nick Cave,

Sjónvarpsþættir: The Muppet Show, Smallville, Star Trek:DS9.

Tölvuleikir: Star Craft, Battlefield 1942, Laser Squad.

Lönd: Slóvenía, Eistland, Rúmeníu

Klósett: Inn á rónabarnum í Sigishora (Rúmeníu)

Gistiheimili: Klefinn í Ljulbjlana, Slóveníu. Frost og Funi Hveragerði.

Staður: Þar sem ég er hverju sinni.

27 október, 2003

Draumfarir

Ég ætlaði að skrifa meira um kvenmenn... en það koma soldið upp á í nótt. Ég langaði að segja meira um það heldur en að tala um hitt kynið (það líka virðist ekkert vera rosaleg vinsælt).

Ég horfði á “Signs” rétt áður en ég fór að sofa í gærkvöldi. Þegar ég var búin að leggjast upp í rúm þá átti ég mjög erfitt að festa svefn. Ef ég sofnaði þá vaknaði ég stuttu seinna eftir einhvern sýrðan draum.

Draumarnir. Þeir voru þó nokkrir og allir mismunandi. Eftir hvert svefnrof breytist þema draumana. Stundum var þetta alger martröð en oft var þetta bara sýrður draumur.

Í einum draumnum var ég að rannsaka hverjir voru geimverur og hverjir ekki. Geimverurnar klæddust mannslíkömum sem þeir höfðu klónað. Þeir tóku ekki beint hlutverk einstaklinga í þessum heimi (eins og í invasion of the body snatchters) heldur bættu þeir bara sér við. Voru bara gangandi á milli manna í líkömum sem þeir áttu. Einhvers konar hamur. Ég var að rannsaka hverjir voru geimverur.. þegar ég var búin að komast að því hver var geimvera þá gerði ég ekki neitt. Ég bara tók mynd og lýsti einstaklingnum og fór að leita að næsta.

En í öðrum draum þá var ég búin að höstla stúlku og var að klæða hana úr fötunum og sá þá að hún var með typpi (hvað er þetta með mig og karlmannsgetnaðarlimi í draumum). Mér brá og þá sá stúlku að eitthvað var að, hún leit niður og sagði “þetta á ekki að vera hérna”. Þá fattaði ég að þetta var geimvera. Stökk á hana og fór að kyrkja hana. Geimveran fékk svona svip sem sagði “dóh!!! Ohhh well... gengur betur næst”.
En ég vaknaði þegar ég fann að barkarkýlið lét undan þrýstinga handa minna.

Lá upp í rúmi í smá tíma hugsandi um þenna draum. Var ekkert sérstaklega skemmt yfir honum.

Þannig hélt þetta áfram í alla nótt. Er að upplifa þreytu og hræðslu um mína eigin geðheilsu.

Heilræði: Ekki horfa á Signs rétt áður en maður fer að sofa!

24 október, 2003

Sjálfsvirðing kvenna

Ég skil ekki kvenfólk (og fer þá í röð 97% karlmanna). Ég tel mig vera skilningsríkan mann og get sett mig í spor fólks.

En nú er ég agndofa. Furðulegar verur þetta kvenfólk.

Ég hef heyrt marga segja að konur séu mjög ólíkar karlmanninum. Ég er þessu algerlega ósammála. Þær hafa eiginlega sömu hugsanir, þrár og bregðast mjög líkt við áreiti.

En það er eitt sem ég skil ekki. Hjálparleysið hjá þeim.

Ég var staddur í bíó um daginn og þar var svona kælir með helling af gosflöskum. Ein gosflaskan var hallandi að glerinu og ef einhver hefði opnað kælinn ógætilega þá hefði gosflaskan dottið niður. Ein stelpa ætlaði að opna kælinn, tók svo eftir þessu og sá hvað mundi gerast... en hvað gerir hún? Hún hnippir í næsta karlmann sem opnar kælinn og teygir sig inn og nær flöskunni.

Stelpa horfir á tölvuna sína og sér að eitthvað klikkar. “Sivar, geturðu komið og hjálpað mér” Maður stekkur af stað og veit ekkert hvað er að en eftir smá fikt þá er allt komið í lag.

WHAT THE FUCK!

Eru karlmenn eitthvað betri í það að bjarga gosflöskum? Eru karlmenn betri bílstjórar? Eru karlmenn betri í því að skrúfa skrúfur? Eru karlmenn betri í því að fikta?

Hvað er með þetta hjálparleysi? Ég veit að karlmenn eru búnir að kúga konuna í mörg hundruð ár og það tekur tíma fyrir að ná jafnrétti, en það væri gaman að sjá konurnar í kringum mig sína smá dug og þor. Ekki vera að biðja um hjálp þegar hún sjálf getur reddað sér.

23 október, 2003

Nýjir tímar

Maður upplifir sjálfan sig stundum á svo furðulegan máta. Stundum er maður konungur heimsins sem getur gert allt en stundum er maður bara smá peð á taflborði heimsins sem getur ekki haft áhrif á heiminn.

Undanfarið hef ég upplifað það að að ég sé peð, algerlega óhæfur að hafa áhrif á samfélagið í kringum mig.

Margur maðurinn hefur bent mér á það að ég skrifi og tala ekki góða íslensku. Það hefur verið sagt að ég sé með þágufallssýki, ég slett mikið og hreinlega latur vegna þess að ég reyni ekki að tala góða íslensku.

Það er svo sem í lagi. En síðan fékk ég góðar vísbendingar um það að fólk hættir að lesa bloggið mitt vegna lélegrar málfræðikunnáttu.

Þá fór ég að hugsa. Af hverju gerir fólk það? Þegar ég les annarra mann blogg eða annað efni á vefnum þá spái ég ekkert í því hvort að það sé rétt stafsetning eða málfræði. En það gæti verið vegna þess að ég sé ekki málfræðivillur og stafsetningavillur.

En það er fólk sem sér þetta og hættir að lesa bloggið mitt. Ég hafði alltaf ímyndað mér að það væri það sem ég skrifaði sem skipti máli, ekki hvort að það væri sett rangt upp. Eru þetta fordómar? Fordómar á móti fólki sem talar ekki góða íslensku? Þá er ekki lengur hlustað á þá, þeir hunsaðir og settir úti horn, útilokaðir?

En já... nú ætla ég brotna undir þrýstingi hjá fólki og gefast upp. Þið sigruðu, fólkið sem agnúist út í fólk sem nennir ekki að tala góða íslensku og sér engan tilgang í því. Ég ætla nú að spá hvað ég set niður á blað. Ég get engu lofað, ég get bara lesið yfir þetta sjálfur og látið fara yfir þetta með púka. En ég mun reyna. Allar athugasemdir um málfar og stafsetningu mega skilast til mín.

Þessi texti var í boði Vefpúka

22 október, 2003

Draumaástand

Ég er að ganga inní nýtt draumaphase. Þetta virðist gerast með reglulegur millibili hjá mér.

Í nótt dreymdi mig nokkuð góðan good fíling draum. En ég man hann ekki núna. Þessar aðferðir sem ég nota til þess að muna draumana tókst ekki í morgun. Fúlt.

En þegar ég vaknaði var ég í ágætu skapi. Var ekkert óhress eða neitt þannig.

Mér finnst draumar skemmtilegir. Ég hef gaman að tala um þá, upplifa þá og muna eftir þeim. Ég hef svona lúmst gaman að martröðum, þó að ég fíli ekki að vakna með þá tilfinningu að eitthvað slæmt mun koma fyrir mig ef ég held áfram að sofa eða einhver sé fyrir utan gluggan hjá mér að horfa inn.

Eru draumar bera einhverjir tilvikjunarkend rafboð í heilanum sem kemur af stað hugsunarferli sem er eðlilegt í svefni, flestir muna ekki eftir þessu ferli nema ef þeir eru vaktir á vissum stigum svefnsins. Eða eru þetta hugsanir um leynda þrár eða drauma sem maður er búin að halda í undirmeðvitundinni. Eða eru þetta sýnir um framtíðina sem eitthvað afl sem við höfum enga skilgreiningu á er að reyna sína okkur.

Ég hallast nú að fyrstu skýringunni, en hún er ekki eins spennandi.

21 október, 2003

Svefn

Ég svaf mjög illa í nótt. Vaknaði eitthvað í kringum 3 leytið og fór að hugsa um Rauða Krossinn, var andvaka að hugsa um hann í svona 2-3 tíma. Gat ekki sofnað yfir hugarblaðrinu í sjálfum mér.

Vaknaði við vekjaraklukkuna en slökti strax á henni (er síminn minn) fattaði hvað ég hafði gert og stillti vekjaraklukkuna aftur. En auðvitað stillti ég hana þannig að hún átti að vekja mig klukkan 5 næstu nótt. Vaknaði svo upp klukkan níu og rauk í vinnunna, seinn.

Núna sit ég hér hálf pirraður vegna þess að ég svaf lítið. Ég svaf lítið vegna þess að ég hélt fyrir mér vöku. Ég sjálfur! Endlausar vangaveltur um hina og þessa hluti.

Afhverju getur maður ekki stjórnað sínum eigin hugsunum... þetta með Sri Chinnoy hljómar bara vel.

20 október, 2003

Helgin

Ég vanalega skrifa ekki mikið um helgar aktifítí hjá mér en maður má nú breyta til!

Helgin byrjaði ágætlega, strax eftir vinnu hitti ég tvo vini mína og við ræddum um ýmis mál yfir kaffibolla (satt að segja var engin að drekka kafffi en það er bara svo óþjált að segja "ræddum um ýmis mál yfir te og kakóbolla og gosglasi"). Á meðan við vorum að spjalla saman þá var einn gaur í einhverjum vandræðum með bílinn sinn fyrir fram kaffihúsið og endaði það með því að hann fór út úr bílnum.. gleymdi að setja hann í handbremsu og missti bílinn ásamt kerru á bíl eins vinar míns sem sat með mér á kaffihúsinu. Bíllin hans skemdist eitthvað lítisháttar og maðurinn var elskulegur að láta vin minn fá símanúmer.

Eftir þessa hressandi kaffihúsaferð var ferðinni haldið til Vinnigael, þar sem söguhetjurnar voru að ferðast með spilltum kaupmanni. Höfðu verið leigðar til þess að vernda kaupmanninn frá stigamönnum. Ferðin sóttist seinlega og ýmsir atburðir gerðust. Menningar árekstrar voru tíðir, vissu ekki siði landana sem þeir voru að ferðast í gegnum, nokkrir lentu í fangelsi fyrir það eitt að reyna að fá konu til þess að sænga með sér. Komust að því að kaupmaðurinn væri mjög illur en gátu ekkert gert í þvi vegna þess að þeir voru með það starf að gæta hans. En það kom til þeirra kona sem sagði að væri á flótta frá yfirvöldum útaf því að hún væri að berjast við þrælasala. Þeir ákváðu að vernda þessa konu og hjálpa henni til þess að flýja.

Þegar þeir komust á áfangastað þá reyndi kaupmaðurinn að hneppa þá í þrælahald en konan sýndi sitt sanna andlit. Hún kallaði á þjóna sína, sem voru einhverjir frumstæðir ribbaldar og gangandi dauðir menn, sá hópur slátraði varðmönnum kaupmannsins. En þá voru söguhetjur okkar komnir í vandræði vegna þess að hópurinn sem hafði bjargað þeim var verri heldur en kaupmaðurinn og hans hyski. En þeim var leift að ganga burt frá þessum ógnum. Héldu heim, þreyttir bugaðir en klyfjaðir fjarsóði og gulli (blóðpeningar?).

Ég kvaddi söguhetjur vorra um sex leytið aðfaranótt laugardags. Fór heim og sofnaði. Vaknaði til þess að fara á vakt í L-12 búðinni, gekk það ágætlega. Fór svo um kvöldið á bjórkvöld hjá Padeiu.

Ég ákvað að mæta seint, langaði ekki að vera fyrstur þar sem ég er gamli kallin í hópnum og kíki á bjórkvöld með þeim af gömlum vana. Ég mætti seint... en var fyrstur. Það var nokkuð fámennt en fín hópur var þar á ferð. Ég drakk bjór, fékk mér nokkur skot og dansaði.

En það er ekki gaman að fara á djammið, ekki nóg með sígarettureykurinn fer hriklega í mig og tónlistin var leiðinleg. Það sem var verst voru stelpurnar. Já þessi stöðugapressa um að reyna við fólk, reyna að ná kontakti osfrv. er alveg að fara mig. Ég nenni því ekki lengur.

Síðan á sunnudaginn fór ég í bíó á Stórmynd Grísla, sem var nokkuð skemmtileg mynd, fílaði hana í ræmur. Tók tvær frænkur mínar með og ég held að ég hafi skemmt mér betur. Síðan um dormaði ég upp í rúmmi þangað til um kvöldið og fór þá í leikhús á "Puntila Bóndi og matti vinnumaður" helvítis leiðindi og ég fór út í hléi. Fannst þetta vera tímasóun. Fór bara beint í bíó á Intorable Cruelty, fína ræmu.

Þetta var barasta fín helgi

17 október, 2003

Kynlífsfantasíur

Já mín uppáhalds fantasía er þannig að ég er labbandi... neee... ég ætla nú ekki að segja ykkur frá fantasíunum mínum, pornodogs!

Aftur á móti þá var ég að lesa orðlaus um daginn og las þá grein um kynlífsfantasíur. Allir hafa þær (já ekki reyna að neita... við höfum þau öll.. nema LSJ af skiljanlegum ástæðum). En ég var að lesa blaðið og i blaðinu var fjallað um 4 vinsælustu fantasíur hjá konum og hjá körlum. Nú ætla ég aðeins að segja mitt álit á þessum kynlífsfantasíum, og draga hin sívinsæla Sivar inní þær umræður.

Fantasíur karla
1. Að vera með tveimur í einu Halló!!! Sko.. ég á erfitt með að vera með einni... hvað þá tveim. Það væri alveg ómögulegt að fullnægja þeim báðum nema ef þær mundu aðstoða við það. Já ég er sko ekki tveggja manna maki!
2. Að vera með bestu vinkonnunni Jahá... 2 vinsælasta fantasían er um svik og ógeðsleg heit. Need I say more?
3. Hanin í hænsnakofanum Að vera með helling af konum sem þjóna þér í einu og öllu. Hljómar ágætlega en ég mundi ekki fíla það. Maður mundi verða hrifin af einni og vilja vera með henni og þá mundu allar verða abbó og byrja að plotta um að rífa af mér eistun og eitthvað þvíumlíkt. Droppa þessu.
4. Að sofa hjá stórstjörnu já... það gæti virkað... en hef nú ekki fantaserað um það lengi. Er einhver stórstjarna sem er geggjuð flott... Holly Valance hún er nú flott, ja... svona... þetta bara virkar ekki.

Fantasíur kvenna
1. Kynlíf með ókunnugum úlala.. now we are talking.
2.Kynlíf á almannafæri já há... það er eitthvað sem virkar.
3. Gyðjan og þjónarnir hennar Alveg eins og Hanin i hæsnakofanum en nú væri ég í þeirri stöðu að vera abbó og plotta um að rífa undan... virkar ekki fyrir lillann.
4.Að vera með konu Já það er alltaf hluti af fantasíunum mínum.. en þar sem það er verið að tala um samkynhneigða stund þá bara.. því miður... það er ekki á "to do" listanum mínum.

Sem þýðir að engar af þessu vinsælu kynlífsfantasíum karla er vinsælt hjá Sivari.. en 2 af kvenna fantasíunum... jahá...Hvað segir það okkur?

Sivar Karlmaður?

14 október, 2003

Ræktin og hár undir höndum

Jæja. Project Sivar massi er að fara í gang. Hef nú farið tvisvar í ræktina... takið eftir ég sagði ræktina... fyrst fór ég að lyfta og tók þá efri líkamann.
Fór í bekpressu, tók 50 kg. Get hækkað mig í 55, jafnvel 60 ef einhver myndi spotta mig. Síðan í gær þá skellti ég mér í skvass og tók hann Óla í bakaríið. Fékk nú engar harðsperrur eftir það, en það var nú helv.. gaman.

En nú er ég að fara leggja í Project Sivar massi. Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er hvernig á ég að fara að því? Á ég bara að mæta í leikfimi 3svar í viku og taka á því eða á ég að gera eitthvað annað.

Eins og hvað?
1. Fá mér einkaþjálfara, sem myndi taka mataræðið mitt í gegn.
2. Mæta oftar og fara þá í brennslu.. mæta kannski á morgnanna tvisvar í viku.
3. Fara í tíma.
4. Raka mig undir höndunum.

Já þetta síðasta er frekar merkilegt. Ég hef tekið eftir því að þessi gallhörðustu raka sig undir höndunum. Þannig að ef ég ætla skella mér í Project Sivar Massi þá væri það "eðlilegt" að raka sig undir höndunum. Nú það væri til þess að losna við þessa hryllilegu lykt (sem ég finn ekki) og til þess að þetta flækist ekki fyrir þegar maður er lyfta (halló!!! hvað eruð þið með langt hár þarna undir) og svo maður er ekki ósmekklegur þegar maður er í ermalausum bol (er hár undir höndunum ósmekklegt).

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?

10 október, 2003

Heltekinn

Ég hef stundum komist í maníu hugsunargang. Þegar ég fékk abbó kastið hérna um árið og stundum þegar sögur eða ljóð herja á hugann minn. Þá fer ég að hugsa um þetta fram og til baka og get ekki losnað við það.

Nú er ég að fá versta maníu kast lífs míns (hingað til). Ég get ekki hætt að hugsa um þessa sögu... þessa hugmynd sem ég fékk að sögunni. Og hún er að fæðast. Tvær blaðsíður komnar út. Svona 5 eftir.

En þetta er svo sjúkt. Er búin að vera skrifa þetta í vinnunni í dag og þegar einhver gengur að skrifborðinu mínu þá er ég fljótur að skipta á wordskjalinu fyrir einhverju öðru. Veit ekki hvað fólk myndi hugsa ef það myndi sjá eitthvað af mínum skrifum.

Þessi saga er saga sem ég myndi aldrei sýna ömmu og varla pabba. Þetta svæsin saga... sjúk saga (finnst mér).

Það er ferlegt að geta ekki losnað við hugsanir sínar.. kannski ætti ég að heilsa upp á Sri-Chinnoy.

09 október, 2003

Snilli gáfa (smá öfund)

Nú ætla ég aðeins að tala meira um öfund. Ég fann gaur (bókstaflega) á huga.is sem er hreinn og tær snillingur!

Auðvitað öfunda ég þann mann.. hann hefur þrælskemmtilegan rithátt. Hérna eru pistlarnir hans. Þetta er ekki þægilegasta lesning en ef þér tekst að komast í gegnum eina grein og hefur gaman af henni þá ertu komin í tæri við snilligáfu.

Það er ekkert endilega það sem hann segir sem er frábært heldur er það hvernig hann segir það og það er oft eins og það sé bara bein lína á milli þess sem hann hugsar og það sem hann skrifar.

Ef þú fílar hann ekki þá getur lesið commentin sem koma alltaf á hann og verið sammála þeim.

Annars má segja að ég er komin með nýja hugmynd af sögu sem er öruglega ein sjúkasta sagan mín hingað til. (Mr. Skinner hvað....)

08 október, 2003

Afbrýðissemi og Öfundsýki

Ég er byrjaður að taka eftir þessum þáttum mun meira í fari mínu en ég gerði áður.

Ég stundum er alveg farast af öfundsýki.... afbrýðissemin virðist samt bara koma upp þegar maður er í sambandi við hitt kynið.

Ég öfunda fólk sem getur verið í sandölum. Fyrst var ég fúll þegar ég frétti það að ég þarf að punga út 5000 kr meira fyrir sandala heldur en fólk sem er með "venjulega" fætur, síðan fór ég að grínast með þetta. En um daginn þá uppgvötaði ég það að ég öfunda fólk af sandölunum sínum og þegar ég hefði verið að grínast með þetta þá var það bara til þess að eyða þessari öfund.

Í gær uppgvötaði ég það að ég var reiður út í fólk sem getur verið á MSN-messenger. Ég gat það fyrir nokkru en eftir að einhver svartur sauður hékk á þessu í sífellu í vinnunni þá var þetta tekið af öllum... kannski skiljanlega. En ég er samt fúll.. þegar maður fær fréttir af því að fólk er að spjalla saman, búa til áætlanir í sambandi við framtíðina, segja brandara, skiptast á fréttum osfrv, þá gleðst ég ekki yfir því heldur verð ég fúll. Finnst eins og það sé verið að skilja mig eftir útundan, ég fæ ekki að taka þátt af ásettu ráði.

Og ég öfunda fólk sem veit hvað það vill gera í framtíðinni, fólk sem er ástfangið og gift, fólk sem á börn, fólk sem er að fara til útlanda, fólk sem er í útlöndum, fólk sem fær meiri laun en ég, fólk sem á bíl, fólk sem á góða tölvu, fólk sem er trúað, fólk sem er ekki trúað, fólk sem hefur ekki lent í einelti, fólk sem á auðvelt með samskipti við annað fólk, fólk sem er fallegt, fólk sem er massað, fólk sem er alveg sama um útlit sitt, fólk sem þarf ekki að vinna, fólk sem fílar vinnuna sína í botn o.fl. ofl.

Afbrýðiseminn brýst samt út í meiri sjúkleika heldur en þetta. Það er bara hluti af mér og ég virðist vera að ná tökum á því....

En ég vil ekki þurfa að berjast við öfundsýki né afbrýðissemi. Þetta eru slæmir hlutir og eru bara með niðurrifsstarfsemi. Eitthvað sem ég vil losna við. Er það ekki sagt að fyrst skref á því að leysa vandamál sé að viðurkenna það

Ég heiti Sivar og ég er Öfundsjúkur

07 október, 2003

Herskáir umhverfisverndunarsinnar og annað

Ég var að flakka um vefinn í vinnunni og rakst þá á nokkrar áhugaverðar síður.
Elf Síða þar sem er fjallað um samtök sem nota herskáar aðferðir til þess að vernda náttúruna, þeir kveikja í nýbyggingum, eyðileggja bensínguslara bíla ofl.

Þetta er síða þar sem fjallað um hvernig á að búa til eldsprengjur. Sett upp í búning barnabókar.

Fleiri síður
No compromise
Animal liberation front

Áhugaverðar síður. Samtök fólks sem finnst vegið að dýralífi og náttúrunni og finnst hinar friðsamlegu aðferðir ekki virka. Fara í aðrar aðferðir. Þeir tala um hvaða aðferðir á að nota til þess að sleppa við ákærur og fangelsisvist og hvernig er skipulagning er höfð til þess að það sé ekki samstarf á milli þeirra.

Síðan ætla ég að benda á eina síðu... sem mér finnst nokkuð sérstök.

Hryðjuverk?

06 október, 2003

Lífið er of stutt!

Ég var að komast að þessari staðreynd fyrir nokkru. Lífið er alltof stutt!

Síðan ef maður ætlar að lengja líf sitt þá þarf maður að forðast sjólarljósið, drekka blóð og það er eitthvað vesen sem ég vil ekkert komast í.

Já lífið er of stutt! Ég hef svona 60 ár í viðbót. Á þessum 60 árum langar mig til þess að: (og þessi röð er ekki í mikilvægisröð)
1. Ferðast um allan heimin
2. Búa í Asíu, Ástralíu, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku
3. Læra þó nokkur tungumál í viðbót, kunna spænsku, dönsku, Kínversku, Rússnesku og síðan eitthvað Austur-Evrópskt tungumál.
4. Eignast 2 börn (og barnsmóður)
5. Gefa út svona minnst 4 bækur (eina ljóða og smásagnasafn, eina fræðibók, eina öfluga skáldsögu og eina ævisögu)
6. Vinna sem sjálboðaliðiá einhverjum stað þar sem miklar hörmungar eru.
7. Vinna við einhverja vinnu sem mér finnst skemmtileg og vera mjög góður í henni.
8. Vinna sem deildarstjóri í leikskóla
9. Búa til heimasíðu (www.sivar.is)
10. Kaupa litla íbúða hérna á Íslandi (ekki með stóran garð!!!)
11. Fara í teygjustökk, fallhlífarstökk ofl.
12. Setjast í helgan stein svona 60 ára og vera rosalega mikið með barnabörnunum.
13. Spila roleplay á elliheimilinu.

Þessi 60 ár duga ekki!

02 október, 2003

Djamm og drykkja

Ég komst líka að því í ferðinni að ég er orðin gamall. Ég nenni ekki lengur að djamma, það var eitt kvöld þar sem var ákveðið að fara í bæinn í Ljublana og fara á einhverja klúbba. Mig langaði ekki að fara. Ég hugsaði um djamm... hávaði, drykkja, höslpælingarnar, sígarettufnykinn, dansinn og það heillaði mig ekki. Þannig var þetta líka í Eistlandi.

Þannig að ég varð eftir og sat á pöbbinum á hostelin og fékk mér tvo bjóra og hékk með einhverjum ferðalöngum.

En hvað er það við einstaka hluti sem ég fíla ekki
Hávaði: Að geta ekki talað við næsta mann án þess að öskra.
Drykkja: Að vera veikur daginn eftir og jafnvel nokkra daga.
Höslpælingar: Allt í lagi að horfa á flottar stelpur... en þegar maður blandar drykkju og greddu saman við þá fer maður að hugsa um hösl og það er bara að verða leiðinlegt.
Sígarettufnykinn: Að koma heim og lykta eins og gamall.... (arrrrggghh.. man ekki orðið... dótið sem maður drepur sígarettur í.. urrr... hata heila).
Dansinn: Troðningurinn.. að maður geti ekki dansað eins og maður vill án þess að einhver verður pirraður... að það er alltaf einhver sem vill fá meira plás en ég vill láta hann hafa.

Þannig að ég er orðin gamall.