Nýjir tímar
Maður upplifir sjálfan sig stundum á svo furðulegan máta. Stundum er maður konungur heimsins sem getur gert allt en stundum er maður bara smá peð á taflborði heimsins sem getur ekki haft áhrif á heiminn.
Undanfarið hef ég upplifað það að að ég sé peð, algerlega óhæfur að hafa áhrif á samfélagið í kringum mig.
Margur maðurinn hefur bent mér á það að ég skrifi og tala ekki góða íslensku. Það hefur verið sagt að ég sé með þágufallssýki, ég slett mikið og hreinlega latur vegna þess að ég reyni ekki að tala góða íslensku.
Það er svo sem í lagi. En síðan fékk ég góðar vísbendingar um það að fólk hættir að lesa bloggið mitt vegna lélegrar málfræðikunnáttu.
Þá fór ég að hugsa. Af hverju gerir fólk það? Þegar ég les annarra mann blogg eða annað efni á vefnum þá spái ég ekkert í því hvort að það sé rétt stafsetning eða málfræði. En það gæti verið vegna þess að ég sé ekki málfræðivillur og stafsetningavillur.
En það er fólk sem sér þetta og hættir að lesa bloggið mitt. Ég hafði alltaf ímyndað mér að það væri það sem ég skrifaði sem skipti máli, ekki hvort að það væri sett rangt upp. Eru þetta fordómar? Fordómar á móti fólki sem talar ekki góða íslensku? Þá er ekki lengur hlustað á þá, þeir hunsaðir og settir úti horn, útilokaðir?
En já... nú ætla ég brotna undir þrýstingi hjá fólki og gefast upp. Þið sigruðu, fólkið sem agnúist út í fólk sem nennir ekki að tala góða íslensku og sér engan tilgang í því. Ég ætla nú að spá hvað ég set niður á blað. Ég get engu lofað, ég get bara lesið yfir þetta sjálfur og látið fara yfir þetta með púka. En ég mun reyna. Allar athugasemdir um málfar og stafsetningu mega skilast til mín.
Þessi texti var í boði Vefpúka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli