10 október, 2003

Heltekinn

Ég hef stundum komist í maníu hugsunargang. Þegar ég fékk abbó kastið hérna um árið og stundum þegar sögur eða ljóð herja á hugann minn. Þá fer ég að hugsa um þetta fram og til baka og get ekki losnað við það.

Nú er ég að fá versta maníu kast lífs míns (hingað til). Ég get ekki hætt að hugsa um þessa sögu... þessa hugmynd sem ég fékk að sögunni. Og hún er að fæðast. Tvær blaðsíður komnar út. Svona 5 eftir.

En þetta er svo sjúkt. Er búin að vera skrifa þetta í vinnunni í dag og þegar einhver gengur að skrifborðinu mínu þá er ég fljótur að skipta á wordskjalinu fyrir einhverju öðru. Veit ekki hvað fólk myndi hugsa ef það myndi sjá eitthvað af mínum skrifum.

Þessi saga er saga sem ég myndi aldrei sýna ömmu og varla pabba. Þetta svæsin saga... sjúk saga (finnst mér).

Það er ferlegt að geta ekki losnað við hugsanir sínar.. kannski ætti ég að heilsa upp á Sri-Chinnoy.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli