31 ágúst, 2006

Efnahagsástandið

Efnahagsástand þjóðfélagsins

Það er verið að tala um að það sé nauðsynlegt að hafa álver til þess að halda efnahaginum á réttum kili. Ég las blöðin í gær og ég var að rita niður fréttir sjónvarps og útvarps. Gerðu þið það? Í Blaðinu var grein um nýbygingar, þar var sagt að fólks sem er að kaupa nýbyggingar væru að lenda í milljóna tjóni vegna galla í frágangi, "Mikill hraði á byggingamarkaði sem og fjöldi erlendra verkamanna með misgóða fagþekkingu er talin vera helsta ástæða vandans."

Í útvarpsfréttum og sjónvarpsfréttum kom frétt þess efnis að meðalaldur starfsmanna í matvöruverslunum fari lækkandi. Það vantar fólk á hjúkrunarheimili, vantar fólk á kaffistaði (hafið þið komið nýlega í Cafe Paris?), alltaf auglýsingar í öllum sjoppum og búðum um að það vanti fólk.

Þegar ástandið er svona er þá eitthvað vit í því að stefna á stórar miklar framkvæmdir? Er það bara ekki tóm vitleysa?

2 fréttir á sama degi um sama málefnið.. skortur á vinnuafli. Ef það sé skortur þá eykst þrýstingur á að laun hækki.. sem þýðir að verð hækkar þar sem þjónustan er þá dýrari vegna þess að starfsfólk kostar meira.. sem þýðir verðbólga...

Erum við ekki að skjóta okkur svo í fótinn þessa dagana að það hálfa væri nóg?

29 ágúst, 2006

Meindýr

Rottur, dúfur, kakkalakkar og mávar hafa verið kölluð meindýr í gegnum tíðina. Hef oft heyrt fólk hallmæla þessum dýrum og segja þau vera skaðræðisskepnur.

En það er merkilegt við þessi dýr að þau hafa náð svo miklum fótfestum í heiminum vegna mannkynnis. Þetta eru fylgifiskar okkar. Þetta eru dýrin sem hafa aðlagað sig okkur. Ég gæti jafnvel sagt að þetta séu dýr sem líkist okkar lífsstílsmynstri sem mest.

Þau borða sama mat og við, þau geta búið eiginlega alls staðar en besta fer um þau í álíka vistarverum og við búum í (þ.e.a.s ekki fuglarnir). Þau lifa á okkur.

Það er mjög oft talað um það að útrýma þessum kvikindum en allir vita að það er næstum ómögulegt. Rotturnar hafa rosalega aðlögunarhæfni og þola rosalega vel öll eitur að það þurfti gríðarlegt átak til þess að eyða þeim, við höfum öll heyrt sögur hvað Kakkalakar þola mikið, og fjöldi dúfna og máva er svo gríðarlegur að það svarar ekki kostnaði að fara í að drepa þá.

Til þess að stemma stigu við þessi dýr þá þurfum við að breyta lífsmynstri okkar. Ekki henda matarleifum. Ekki láta neinar matarleifum fara ofan í vaskinn. Einfaldlega koma í veg fyrir að þessi dýr komist í matvæli sem við leyfum. Ef einhver myndi byrja að tala um það, þá myndi ég jafnvel hlusta.

26 ágúst, 2006

Djamm og Dans

Ég fór á lífið í gær. Leifur er á landinu og það var ákveðið að smala saman í smá skrall. Við vorum bara fjórir sem mættu til Ella en það var bara ágætur fjöldi. Áttum saman nokkur góða bonding stund, þar sem talað var um allt á milli himins og jarðar. Drukkið smá öl. Ég var orðin nokkuð syfjaður þegar leið á kvöldið og þegar ákveðið var að fara niður í bæ þá ætlaði ég að passa á það. En það vegna hópþrýstings þá ákvað ég að skella mér með. Hann Halli D henti í mig ripfuel töflum sem áttu víst að hressa mig við. Ég tók eina og síðan þegar við mættum niður í bæ þá skellti ég mig einum orkudrykk (blandaðan í áfengi..). Og varð bara nokkuð hress.

Ég elska að dansa. Alveg frá því að ég fór á fyrstu Prodigy tónleikana mína þá hef ég elskað að dansa. Láta allt flakka á dansgólfinu, sveifla hári, baða út öllum vöngum, syngja með tónlistinni, hoppa o.s.frv. Hef alltaf skemmt mér vel á dansgólfi. Í gær var engin breyting á. Við fórum á Pravda þar sem hann Raggi stóð að sumbli og hristum okkur smá þar og síðan var haldið á Glaumbar, ég reyndi að dansa sem mest þar en vegna plötusnúðarins þá var lagavalið alger hörmung.

Við vorum við barborðið að spjalla og drekka, og ég að dilla mér á ganginum þegar Elli segir mér að hann hafi alltaf fílað hvað ég hefði getað skemmt mér í öllum aðstæðum. Ég held allavega að hann hafi sagt það. En ég býst við því að hann hafi meint það að hann fílaði hvað ég læt allt flakka í dansinum. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem einhver kemur með athugasemd varðandi dansinn minn. Hef heyrt setningar eins og "þú dansar illa en það skiptir ekki máli þar sem þú ert að fíla þig svo vel", "ertu eitthvað snargeðveikur?", "er eitthvað að þér maður?", "Á hverju ertu?", "rosalega ertu flottur þegar þú dansar".

En vitið þið hvað? Þegar ég er á dansgólfinu og er að sleppa mér þá gleymi ég öllu, í nokkrar mínútur þá hætti ég að hugsa um fólkið í kringum mig, mínar aðstæður, hvort að ástandið í Ísraels mun leiða til meira ofbeldis, hvað á að gera við pólitíkusa o.s.frv. Allt hverfur og það eina sem skiptir máli er hreyfing líkama míns og taktur tónlistarinnar. Ég fíla þá tilfinningu í ræmur.

25 ágúst, 2006

Táneglur

Mínar táneglur eru FUBAR. Þetta er að verða bjánalegt hvernig þær líta út. Hvers vegna geta þessar neglur ekki verið eðlilegar? Þær eru hrikalega ljótar. Á litlu tánum þá er hálf nöglin horfin og það vex eitthvað þykkildi yfir þar sem nöglin var. Þykkildi sem ég þarf að klippa af jafnreglulega og neglurnar. Stóra táin er fín. Eina táin sem ég er sáttur við. Tá númer tvö (við hliðin á stóru er að vaxa niður, táin tekur strax °90 beygju niður á við. Ekki gaman, tá númer þrjú er í lagi en tánöglin á nr. 4 (talið frá stóru tá) er að reyna breytast í U. Báðir endarnir til hliðanna sveigjast upp og miðjan á tánöglinni er lægsti punktur naglarinnar.

Þetta er svona báðum megin. Er einhver með lausn? Ætti ég að fara í fótsnyrtingu? Ég mundi nú vorkenna þeirri stúlku/strák sem myndi fá það verk að snyrta á mér tærnar.

23 ágúst, 2006

Myndir

Myndir

Myndir komnar inn á myndasíðuna, hlekkur hér til vinstri.

Augljóslega ekki allar.

21 ágúst, 2006

Kárahnjúkar og umhverfi


Hér sat ég við svokallaðan Töfrafoss. Þetta var rosaleg ferð og svo margir hlutir sem gerðust á þessari ferð að það hálfa væri nóg.

Á þessari mynd sést Töfrafoss. Honum verður sökt undir Hálslón. Posted by Picasa

18 ágúst, 2006

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar 18-21 ágúst.

Er á leiðinni...........................................

17 ágúst, 2006

mótmælendur

Að vera mótmælandi og aðrar hugrenningar

Jæja þá er allt að verða tilbúið. Eftir að pakka niður, sækja bílinn, kíkja í Landsvirkjun, tala við bróa og redda kort af svæðinu. En ég er búin að hugsa mikið.

Þegar ég hef verið að tala um þessa ferð þá hefur fólk oftast spurt mig hvort að ég sé að fara mótmæla. Nei ég er ekki að fara mótmæla og ef ég ætlaði að mótmæla þá myndi ég gera eitthvað betra, stærra, meira heldur en að hlekkja mig við vinnuvélar og kvarta síðan yfir harðræðir lögreglumanna.

Í gær var viðtal á NFS við mótmælenda sem var spurður hvort hann héldi að þetta hefði einhver áhrif. Hann svaraði því að hann vonaðist til þess að fólk myndi fræðast um einhver mál tengt Kárahnjúka sem það vissi ekki áður. Djöfulsins fífl eða að fréttastofan er svona skemmtileg að klippa niður það sem er merkilegt. Hver er þeirra málstaður? Hvar getur maður fengið upplýsingar um hann? Af hverju er ekki einn talsmaður þeirra, væri betra ef hann gæti talað íslensku? Og síðan minnast þeir af og til á það að þeir munu fara heim eftir nokkra daga. Arrrgghhh.. ef Ghandhi hefði nú minnst verið svona.. já ég mótmæli þangað til að það kemur kaffitími eða vinnudegi er lokið. Gera þetta almennilega, tilbúin að fórna lífinu sínu, tilbúin að limlestast, tilbúin að vera lamin fyrir skoðanir þínar, tilbúin til að sitja í fangelsi og þjást fyrir þær. Ekki kvarta og kveina, ekki segja að einhver sé með harðræði eða fúll. Ekki segja að þú farir heim þegar fríinu þínu er lokið..

Fífl.

Ómar Ragnarsson er flottur, hann gerir þetta vel. Hann vill ekki nota ofbeldi hann vill bara fræða fólk. Hann gerði mistök með bókinni sinni, með og á móti Kárahnjúkum, fín bók en var ekki með neina almennilega skoðun. Og síðan þegar á að veita í lónið þá ætti Íslendingar sem eru á móti þessu að fara bara ofan í lónssvæðið og vera þar og segja "ég vil deyja með landinu ef þið gerið þetta". Nú ef það er ekki tilbúið til þess þá bara sökkva þessu svæði og hætta að nöldra.

En það er gott að vera búin með þessa vinnutörn.. vinn hvernig andinn hellist yfir mig, hvað ég er ánægður með líf mitt þessa dagana og allt sem er í gangi.. ok flest allt.

15 ágúst, 2006

Vinnutörn

Vinnutörn lokið

Frá 13 júlí til 14 ágúst vann ég í tveimur vinnum. Alla daga vikunnar, öll kvöld og allar helgar. Ég fékk eina helgi til að fara til útlanda og síðan 3 daga frá fjölmiðlavaktinni.

Ég vann 116 tíma (plús, mínus 5 tímar) og borgaðir tímar voru 156 tímar í fmv. Í þjóðarbókhlöðunni vann ég 175 tíma. Samtals vann ég 291 tíma en fékk borgaða 331 tíma. Þetta þýðir að ég vann 180% vinnu en skilaðir vinnutímar voru 207%.

Þegar ég kláraði síðasta vinnudaginn minn í fmv þá fann ég þreytu hellast yfir mig. Ég rauk heim en þegar ég lagðist upp í rúm þá leið mér illa. Var lengi að átta mig hvenær mér hafði liðið svona illa. Áttaði mig síðan daginn eftir að ég mér hafi liðið svona illa þegar ég gekk Jökulsárgljúfrin, fyrri daginn. Líkaminn öskraði á hvíld en öskraði svo hátt að ég gat ekki hvílst. Maginn kvartaði og vanlíðanin var mikil.

Þegar ég vaknaði þá var líðanin mun verri og ég hringdi mig inn lasin. Svaf svo til hádegis og slappaði af síðan allan daginn.

Aldrei aftur, aldrei aftur.

10 ágúst, 2006

Madonna

Madonna og ég

Ég skrapp á tónleika með Madonnu um þar síðustu helgi og skemmti mér konunglega. Og auðvitað þá fór maður að rifja upp kynni sín af þessari tónlistarkonu. Ég fílaði aldrei Madonnu á mínum yngri árum. Fannst hún hundleiðinleg og fölsk (ekki söngfölsk heldur persónuleikin var falskur). Svona "égerrebeltilaðhneykslafólk" söngkona.

En síðan fyrir nokkrum árum þá sá ég lag í sjónvarpinu, Frozen með Madonnu og fannst það nokkuð gott. Fjárfesti síðan í geisladisknum Ray of Light og fannst hann drullu góður. Skemmtilegasta lagið var lag nr. 7 "sky fits heaven" lang best. Ég sé alltaf það sama fyrir mér þegar ég sé þetta lag. Ég sé fyrir mér sprengjuflugvélar vera fljúga yfir borg og síðan er sprengjunum sleppt og það er fylgst með einni sprengju vera falla til hægar, sýnt í slo mo á meðan hún snýst hægt á leiðinni niður. Ætli það sé ekki travelling down sem kveikir á þessari mynd minni.

En allavega. Eftir að ég tók hana í sátt þá hef ég aðeins fylgst með henni. Og verð að játa að hún er stórmerkilegur listamaður. Tónlist hennar er síbreytileg og með hverri nýrri plötu kemur nýtt look á hana sjálfa. Hún gjörbreytir útliti sínu og fatastíl. Hún gerir líka ágætar barnabækur (þessi eina bók sem ég hef lesið var nokkuð góð). Verst að hún er með einhverjar hugmyndir um það að hún geti verið kvikmyndastjarna, en það er önnur saga.

Nú sá ég þessa manneskju á sviði og get sagt að ég mundi ekki hika við að fara aftur á tónleika með henni.

09 ágúst, 2006

vinna

Vinna

Eftir 5 tíma svefn í gær þá vaknaði ég "eldhress", sérstaklega þar sem ég hafði sofið yfir mig og myndi nú fá háðsglósur frá yfirmanni mínum. Rauk niðrí vinnu (tók leigubíl - lenti á dagtaxta, ánægður með það). Og var að vinna frá 8 til 16:10. Ósköp rólegt að gera. Fyrir hádegi er maður fastur hjá símanum og er að gera smáverkefni og eftir hádegi var farið í snjóbræðslukerfið, loksins tókst okkur að komast að því hvað nákvæmlega var að (mér tókst að finna það út, með því að athuga allar forsendur og aðstæður sem lágu á bakvið hlutina). Síðan var dólað í miðbænum í 2 tíma og mætt upp á vaktina klukkan 18.

Fyrsta frétt kvöldsins var um Össur Skarphéðinsson, hann var að tala um eitthvað sem ég man ekkert eftir. Nema hvað að í miðri frétt fer sækja á svefn og ég dotta smá. Finnst þetta ekki ganga lengur og fer út og fæ mér ferskt loft.. kem síðan inn og aftur og les aðeins yfir það sem ég skrifaði og er bara WTF?.. einhverjar sjö, átta setningar sem ég hef ekki hugmynd hvaðan komu. En síðan hlusta ég aftur á fréttina og átta mig á því að þær voru í fréttinni. Þannig að ég var að skrifa á meðan ég svaf. En eftir þennan göngutúr þá leið mér betur og gat byrjað að vinna á fullu.

Ótrúlegar fréttir.

t.d fréttamaður spyr sýslumanninn á Seyðisfirði hvort honum finnist þessar aðgerðir ólöglegar. Sýslumaður svarar "ja, ég hefði nú ekki FYRIRSKIPAÐ þær ef mér hefði fundist svo". Var fréttamaður ekki búin að komast að því hver fyrirskipaði þessar aðgerðir? (sjónvarpsfréttir)

Danir eru að stefna gersamlega í einhverja aðskilnaðarstefnu, 5 ára krakkar skipt í bekk eftir þjóðerni (útvarpsfréttir) og Danskir þingmenn vilja takmarkanir á útlenska nemendur (sjónvarpsfréttir). Fylgja Austurríkismönnum í þessu!

Óskar Bjartmarz ýtir við fréttamanni og kemur illa út í fjölmiðlum.. hverjum datt að láta hann koma fram í fjölmiðlum þar sem hann er étin af fjölmiðlafólki. (sjónvarpsfréttir).

Ég veit að ég er mikið að tala um þetta, en þar sem líf mitt snýst í kringum fréttir, svefn, kærustu og mat, hef voða lítið til að tala um þessa dagana.

06 ágúst, 2006

Hugleiðing

Stundum er maður seinn

Sit fyrir framan imban og hlusta á Nýja diskin frá Muse. Læt hraða hugsunarinnar minnar jafnast á við hraða tónlistarinnar. Ný komin upp úr baði, finnst ég geta tekist á við heimin. Finnst ég vera myndarlegur og öflugur.

Hugur minn er komin á flug. En ég er seinn. Hugsa að ég sé of seinn.

Draumlandið, viðtalið við Jakob Björnsson í Silfri Egils þann 7. maí, Kárahnjúkar: með og á móti eftir Ómar Ragnarsson. landsvirkjunar heimasíðan. Fréttir að Kárahnjúkasvæðinu og þessum svokölluðu mótmælendum sem eru þar.

Hvar eru hugsjónirnar? Hvar er aflið?

Það á að byrja að safna í lónið fljótlega í haust. Og ég er fyrst að uppgötva þetta svæði og allt í kringum það núna. Hef bara verið ómerkilegur blaðrari hingað til.

Það er á svona stundum sem... sem... sem... ég veit ekkert hvað ég ætla að segja.. hugurinn er bara að springa og ég veit ekki hvað ég er að segja.

En ein spurning.. hvar er Sigríður Tómasdóttir Kárahnjúka? Hvers vegna er hún ekki komin á sjónarsviðið? Erum við hætt að öðlast hugsjónir? Blöðrum við bara?

04 ágúst, 2006

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar

Eina fríhelgin mín í ágúst fer í að keyra á Kárahnjúka og kíkja á þennan umtalaða stað. Ég hef ekki mikin tíma, eiginlega bara einn dag (laugardaginn) og ég þarf að nýta hann vel. Er einhver hér sem hefur farið á staðinn og getur lóðsað mig til? Hvaða vegi ég á að aka og hvar maður getur farið í göngutúra um svæðið.

Ég þarf að skipuleggja þetta ferðalag mjög vel og vonandi er einhver þarna sem getur leiðbeint mér.

03 ágúst, 2006

Fréttir: Hveragerðisbær og Eykt

Hveragerðisbær og Eykt

Þar sem mitt líf snýst um fréttir þessa dagana þá er best að ég fjall um eina frétt sem hefur vakið nokkurn áhuga hjá mér.

Inngangur
Hveragerðisbær gerði samning við Eykt ehf um að Eykt myndi fá lóð frá Hveragerðisbæ og byggja þar upp íbúðahverfi. Þeir þurfa ekki að borga neitt fyrir lóðina en sjá algerlega um alla gatnagerð, brúarbyggð og byggja fyrsta áfanga leikskóla sem verður á svæðinu. Fyrrverandi meirihluti gerði þennan samning og minnihlutinn (sjálfstæðisflokkurinn) kallaði þetta mestu mistök sem meirihluti hefur gert í Hveragerði. Þeir kærðu þennan samning til félagsmálaráðuneytisins sem úrskurðaði að samningurinn væri réttur og ætti að standa. Engin stjórnsýslulög hefðu verði brotin. Núna er verið að spá hvort að frekari kærur eiga að eiga sér stað eður ei.

Það sem vakti áhuga hjá mér.
Mér er nefnilega alveg sama um kærurnar og allt það dót og hvort að meirihlutinn hefði mátt gera þennan samning eður ei. Það sem vakti áhugann hjá mér var sú staðreynd að þetta er í fyrsta skipti þar sem íbúðabyggð að öllu leyti er í einkaframtaki. Hveragerðisbær mun taka við hverfinu eftir að það er fullbyggt. Þeir sjá ekki um gatnagerð, holræsagerð, rafmagnslínur eða þvíumlíkt. Þeir láta fyrirtækið Eykt sjá um þessi mál. Það má alveg deila um það hvort að Hveragerðisbær fari með skertan hlut frá þessum samningi eður ei. Það er margir hlutir með og á móti, rök eru nefnd sem aldrei eru svöruð og stundum er maður samála báðum rökunum. En þetta finnst mér vera áhugaverð tilraun. Tilraun til að láta einkafyrirtæki byggja upp íbúðabyggð með öllu tilheyrandi. Ég verð að játa að ef ég hefði verið Hveragerðingur þá væri ég samþykkur þessum samningi.

Nánari lesning
Samstarfssamningurinn á milli Eykt og Hveragerðisbæ
Fréttabréf Eyktar þar sem fjallað er um þennan samning
Frétt um viðbrögð minnihlutans við samningnum
Bæklingur sem Sjálfstæðisflokkur gerði um samningin
Fyrri umræða í bæjarstjórn um fundinn
Seinni umræða í bæjarstjórn um fundinn

01 ágúst, 2006

Ferðalag um England


Madonna


Á sunnudaginn missti ég af Sigur Rósar tónleikunum vegna þess að ég var staddur á öðrum tónleikum. Madonna var á Confession túr sínum og ég hafði ákveðið fyrir löngu að skella mér á þá. Gjörsamlega mögnuð upplifun. Eitt flottasta show á tónleikum sem ég hef horft á. Ég fékk líka strax á tilfinninguna að ég þyrfti að fjárfesta í DVD disk með þessu tónleikaferðalagi vegna þess að það var svo mikið að gerast á sviðinu að maður hreinlega gat ekki fylgst með öllu.

Tónleikarnir voru í Cardiff og það var ákveðið á síðustu stundu að leigja bíl og keyra á milli. Við gistum í Bristol, sem er fallegur háskólabær. Ég og kærastan vorum bílstjórar og mig minnti að ég hafði verið að keyra þarna um með honum Óla og Ella... en þegar ég er að hugsa betur um það þá held ég að ég hafi aldrei keyrt bílinn.. kannski tekið eitthvað smá í hann.. en það er ólíklegt þar sem það kostar sérstaklega að hafa fleiri en einn bílstjóra.. en ohhh well.. minnið er eitthvað fucked upp um þetta...

En anívei, við burruðumst um rúma 900 km (nánar tiltekið 578 mílur). Á leiðinni til Bristol var kíkt á Stonehenge og Bath. Gist var í tjaldi í tvær nætur og það gekk alveg ótrúlega vel. Bílaleigubíll og tjald.. góð blanda.

En hér er allavega mynd af leiðinni sem við fórum.