01 ágúst, 2006

Ferðalag um England


Madonna


Á sunnudaginn missti ég af Sigur Rósar tónleikunum vegna þess að ég var staddur á öðrum tónleikum. Madonna var á Confession túr sínum og ég hafði ákveðið fyrir löngu að skella mér á þá. Gjörsamlega mögnuð upplifun. Eitt flottasta show á tónleikum sem ég hef horft á. Ég fékk líka strax á tilfinninguna að ég þyrfti að fjárfesta í DVD disk með þessu tónleikaferðalagi vegna þess að það var svo mikið að gerast á sviðinu að maður hreinlega gat ekki fylgst með öllu.

Tónleikarnir voru í Cardiff og það var ákveðið á síðustu stundu að leigja bíl og keyra á milli. Við gistum í Bristol, sem er fallegur háskólabær. Ég og kærastan vorum bílstjórar og mig minnti að ég hafði verið að keyra þarna um með honum Óla og Ella... en þegar ég er að hugsa betur um það þá held ég að ég hafi aldrei keyrt bílinn.. kannski tekið eitthvað smá í hann.. en það er ólíklegt þar sem það kostar sérstaklega að hafa fleiri en einn bílstjóra.. en ohhh well.. minnið er eitthvað fucked upp um þetta...

En anívei, við burruðumst um rúma 900 km (nánar tiltekið 578 mílur). Á leiðinni til Bristol var kíkt á Stonehenge og Bath. Gist var í tjaldi í tvær nætur og það gekk alveg ótrúlega vel. Bílaleigubíll og tjald.. góð blanda.

En hér er allavega mynd af leiðinni sem við fórum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli