28 júlí, 2006

madonna

Ferðalag

Klukkan 16:10 í dag mun ég og kærastan leggja upp í ferð til Englands. Icelandair var svo vinsamlegt að samþykkja að ferja okkur til breska heimsveldisins þar sem eytt verður einhverjum tíma í að eltast við bandaríska poppsöngkonu sem ætlar að dvelja einhverja stund í einum stærsta íþróttaleikvangi Wales. Það var mjög svo auðvelt að fá lánaðan bíl hjá easy car og vegna fjárhagsstöðu þá var ákveðið að rifja upp hvernig tjaldið mitt ágæta virkar. Dvalið verður í London hjá frændfólki og síðan verður félagsskapur sóttur á Stansted þar sem sá verður nýkomin frá Danaveldi. Með þessu fríða föruneyti verður dvalist í Bristol. Við ákváðum síðan að brjóta eitt boðorð guðs eins og sjá mikið sjónarspil hjá gyðju einni næstkomandi sunnudag. Farið verður á téðum bíl til Cardiff í Wales.

Ákveðið hefur verið að Icelandair mun ferja okkur til baka til hversdagsleikans næstkomandi mánudag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli