07 júlí, 2006

ástin

Já...


Sólin stakk mig í augun, vindurinn strauk mér um vanga, lyktin af vorinu og nýslegnu grasi kitlaði mig i nefið, það var svalt en samt notalegt.

Hugsunin um hana lyfti mér upp, fannst ég sjá fegurðina í ljósinu og skugganum, fegurðin í öllum leyfði mér að standa óhræddur, fann fyrir því að hnén urður veikburða, tilfinningin dreifist um allan líkamann, tærnar krepptust saman,

fiðrildin í maganum fóru af stað, stundum vegna gleðinnar, stundum vegna hugsuninnar um að mögulegan endi, fann hvernig hitin breiðist út frá maganum, vellíðan um gleðina og orkuna, hræðslan við mögulegt fall.

Hæstu hæðir og lægstu lægðir...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli