03 júlí, 2006

að ljúga

Að ljúga

Ég var fengin til þess að taka þátt í gæsun, á laugardaginn síðasta, á stúlku sem er að fara gifta sig næsta sunnudag. Það eina sem ég átti að gera var að sækja stúlkuna heim til sín og fara með hana niður í bæ og gefa henni pulsu og kók á bæjarins bestu. Ég og hún þekkjumst ekki neitt og það átti bara að vera þannig. Hún var eitthvað búin að frétta af mér svo að ég ákvað að ljúga einhverju að henni. Bjó til sögu um Dóra.

Síðan mæti ég á svæðið og segi að ég sé bílstjórinn hennar og segi nafn mitt. Ekkert mál. En síðan komu foreldrar hennar og þá fór ég í algert kerfi. Ég laug að þeim en leið hryllilega á meðan ég gerði það og eftir á. Sagan mín fór út um þúfur vegna þess að ég var með svo mikinn móral að ég gat ekki hugsað mér að ljúga einhverju fleiru. Tókst samt að komast frá þessu næstum því skammlaust.

En vá... ég spáði í því eftir á.. var lengi að jafna mig á þessu. Var lengi að ná samviskubitinu út úr huganum. Hvað getur maður verið mikill bjáni, stundum. Ég hef nefnilega logið að mörgum, alveg blákalt og ekkert fengið samviskubit en þarna voru það einhverjir ókunnugir sem ég laug að og fór alveg í kerfi. Gat alveg logið að stelpunni en fór í kerfi vegna foreldrana, hafði ekki reiknað með þeim. En er það eitthvað sem maður ætti að breyta, reyna að vera kaldari og samviskulausari? Ala sig sjálfan þig þannig að maður ekkert samviskubit þegar maður lýgur að ókunnugum en kannski þegar maður gerir það við þá sem maður þekkir?

En jæja... ég þarf líka að skila bílnum sem ég er búin að vera á síðustu viku. Maður á helst ekki að fá lánaðan bíl. Maður verður svo háður þeim á stuttum tíma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli