07 júlí, 2006

Hugrenningar

Dagurinn í dag

Þriðji pósturinn í dag. Sjaldan sem ég set svona mikið á netið á einum degi, en ég er svo með hrikalega tjáningarþörf í dag að ég er að farast.

Hugurinn er þjótandi áfram, varla að ég nái tökum á honum. Er að hugsa um afa, og rifja upp minnigarnar um hann, sem satt að segja eru ekkert voða margar og frekar óljósar. En það mér finnst það einhvern vegin mikilvægt að rifja upp allt um hann. Jarðaförin er í dag og ég er svona óviss hvernig mér á að líða. Er ég sorgmæddur? Nei ekki get ég sagt það, þetta var góður tími fyrir af að fara, veikin hans var ekki búin að gleypa hann en hann var orðin það slæmur, en samt er eitthvað.. kannski sú tilfinning að hann er farin, dáin og verður síðan grafin. Þessi endir sem hann er að ?upplifa?, kannski byrjun á einhverju nýju, maður veit aldrei.

Var að læra að gera bindishnút í gær og í dag. Er komin með ágæt tök á honum og búin að læra tvennskonar hnút. Windsor hnútinn og síðan annan til sem pabbi kenndi mér. Ég keypti mér jakkaföt um daginn, önnur tilraun á ævi minni. Sú fyrri endaði hræðilega "sælla" minninga, stundum getur maður verið svo vitlaus.

Mér finnst ég var einhvern vegin hálfgrátandi alltaf.. eins og tárin séu rétt handan við hornin. Ég er ekkert hræddur við þau. Það er gott að gráta, ekki það að ég hafi gert mikið af því. Síðast grét ég þegar ég var að lesa bókina "sunday at the pool in Cigali". Þá var ég ekki búin að gráta í um 10 ár. En samt kemur ekkert.. það sest stundum mikill þungi á brjóstkassann en ég brotna ekki, kannski geri ég það í kirkjunni.. kannski ekki.

Ég hugsa of mikið.. það hafa margir sagt og stundum er ég samála þeim, og stundum fara hugsanirnar með mig í gönur. Hugsa of lengi um eitthvað. En stundum verð ég bara að hugsa um hlutina til enda.. vegna þess að ég veit að ef ég geri það ekki þá læðast hlutirnir upp að mér.

Ég er með þá tilfinningu að ég sé að springa, langar til að dansa eins og brjálaður, hlaupa um og öskra, finn fyrir einhverjum krafti sem er ekki að losna úr læðingi, orkan mín er rosaleg,

Andskotinn sjálfur...

Er að hlusta á James Blunt í gegnum radioblogclub.com. Hann er ágætur söngvari en lögin hans eru svona voða eitthvað.. nema eitt.. goodbye my lover... ég býst við því að það hafi verið nauðgað í útvarpinu. Ég vona að ég þurfi aldrei að tengja textann við sjálfan við mig.

Er í hlöðunni, þar sem ég hef gert hluti sem mér datt aldrei í hug að ég myndi nokkurn tíman gera. Ég vissi ekki að það væri hægt að læra svona mikið á stuttum tíma, hellulagnir, málningarvinna, á svona þingí sem maður notar til að færa til bretti, hvað arkitektar eru óþolandi mannverur, hvað réttu verkfærin geta hjálpað manni í störfum, á ljósritunarvélar o.s.frv. Ég hef aldrei litið á mig sem svona iðnaðarmann, verkamann já en ekki svona handíman. En allt í einu er ég farin að gera það.

Árið 2006 verður annað hvort besta árið sem ég hef upplifað á ævi minni, þar sem ég komst í tengslum við sanna hamingju, þar sem ég upplifði hægðir og lægðir en endaði á toppnnum. Eða þetta verður versta árið sem ég mun upplifa.. allt eða ekkert, svart eða hvítt, upp eða niður. Það hef ég aldrei upplifað áður. Að annað hvort verður þetta magnað eða ekki. Sem auðvitað þýðir að þetta verður magnað. Það er sko ekki verið að brúka meðalmennskuna núna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli