Fréttir og stéttarfélög
Ég hef aldrei verið hrifin af fréttum. Hef alltaf fundist þær vera leiðinlegt efni. Velta sér upp úr efni sem skipta kannski litlu máli. En nú er svo komið að ég er neyddur nokkra daga vikunnar að horfa og hlusta á fréttir, bæði í sjónvarpi og í útvarpi. Í vinnunni sit ég og rita niður það sem er sagt í fréttum. Gengur bara þokkalega ef ég segi sjálfur frá.
En það er margt sem er eitthvað skrýtið við fréttir, efnistök, uppsetning og annað. Er enn að mynda mér skoðun á þeim.
En ég er ósáttur við eitt. Starfsmenn IGS eru í kjarabaráttu við félagið, en að mínu áliti er mjög sérstakt hvernig er fjallað um það mál. Það hefur verið minnst á það að starfsmenn séu óánægðir með laun, álag og starfsaðstöðu. En ég hef bara heyrt eitt viðtal við starfsmann. Sá var pólskur og talaði brotna íslensku og var ekki góður talsmaður. En það er nóg af viðtölum við framkvæmdarstjórann, verkalýðsforystuna og yfirmenn fyrirtækisins. En samkvæmt því sem ég hef heyrt þá hafa launa þessa fólk staðið í stað í nokkurn tíma. Álagið hefur margfaldast, starfsmannafjöldin staðið í stað þrátt fyrir að álagið hafi þokast upp á við. Það var setuverkfall starfsmanna um daginn og flest allir hafa sagt upp. Fyrirtækið er búið að bjóða starfsmönnum launauppbót... 15 þús krónur ef 99% fluga stenst áætlun og ef 98% flugs stenst áætlun þá lækkar þessi bónus um 5 þúsund og ef það er lægra þá fá starfsmenn ekkert. Þetta á bara við fastráðinna starfsmanna. Þetta eru starfsmenn ekkert sáttir við.. skil það svo sem.
Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja kom í útvarpsviðtal í gær og sagði að sitt félag gæti ekki gert neitt því kjarasamningar væru ekki lausir. En sagði að ef fyrirtækið gerði ekki neitt þá myndi það hlaupa illu blóði í kjarasamningsviðræður.
Djöfulsins rugl er þetta. Starfsmenn eru óánægðir með kjör sín og stéttarfélagið þeirra segir "Við beitum okkur ekki þegar ekki er um kjarasamningsgerð að ræða. Við höfum engar heimildir til slíks". Ha??? Heimildir? Bíddu félagsmenn eru óánægðir með kjör sín og eru að leggja niður vinnu! Og félagið þeirra segist ekki hafa neinar heimildir?
Stéttarfélög eru orðin hluti af bákninu. Þeir eru orðnir hluti af vandamálinu. Kerfiskarlar sem vilja halda í sína vinnu og vilja ekki rugga bátnum. Stéttarfélagið ætti að mæta á svæðið til þess að hafa milligöngu í þessu máli. Vanir samningsgerðarmenn sem hafa tengsl. En neeeiii.. þeir hafa ekki heimild til þess. Þeir sjá bara um kjarasamninga þegar þeir eru lausir.... RUGL! Til hvers eru stéttarfélög? Til þess að sjá um kjarasamninga sem engin fylgir og allir vita að eru bara fyrir þá lægst launuðustu? Eða til þess að sjá um orlofshús? Nei.. þau eiga að gæta að réttindum starfsmanna, félaga sinna. Launaseðlarnir þeirra byggjast á því!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli