17 júlí, 2006

Helgin

Helgin

Helgin var djamm, svefn, þynnka, vinna, þreyta, afslappafelsi, útskrift, video, svefn, vinna, matur, vinna.

Kláði að skrá niður fréttir helgarinnar klukkan 02:15 í nótt. Ástæðan fyrir því var sú að það var bara of mikið líf á mér um helgina.

Komst að því um helgina að stjórnmálamenn upp til hópa er leiðinlegt og þröngsýnt fólk. Það sér bara mótvægið við andstæðinginn sinn. Á þetta fólk ekki að vera komið í sumarfrí og hætt að trufla okkur með svona leiðindum?

Annars reiknast mér að ég hafi fengið 13 tíma svefn alla helgina. Er líka að deyja úr þreytu hérna á hlöðunni. Hlakka gríðarlega til að mæta í vinnuna klukkan sex og vera til ellefu. Þið getið rétt ímyndað ykkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli