05 júlí, 2006

Peningar

Peningar


Eins og þið öll vitið þá er ég búin að vera taka saman eyðsluna mína síðustu mánuði. Komið hefur í ljós að ég er ágæt eyðslukló. En samtals eyðslan mín hefur farið hækkandi. Fyrst var í í um 100 þúsundum, síðan í 115 þús og svo í 150 þús. En það hefur verið skiljanlegar ástæður fyrir þessu, ákveðnir reikningar sem ég hef þurft að borga, H.Í innritun og síðan keypti ég mér jakkaföt um daginn.

En ég eyði að meðaltali um 26 þúsund krónum í mat á mánuði, um 25 þúsund í Transport, 6000 þúsund krónum í gos og nammi, 15 þúsund í skemmtanir, og um 25 þús kr í dót. Síðan er fastur kostnaður um 10-15 þúsund kall (síminn og tryggingar ofl.) Samtals gera þetta um 110 þúsund krónur.

Þá er upplagt að gera greiðsluáætlun fyrir árið. Reyna sjá fyrir hvort ég geti farið fjórum sinnum til útlanda eða bara tvisvar. Ég er búin að setja hana upp og ég sé að ég þarf að skera einhverstaðar niður. Augljós kostur er Transport. Er að eyða allt of miklu þar. En þar sem ég er komin með Rauða Kortið þá ætti það líklega að fara niður. Ég held að það sé ekki raunsætt að reyna að ná matnum niður. Gos og nammi... einhverstaðar verð ég að ná þessum kílóum sem ég missti í mars, apríl.

Hugsa að ég minnki um 10 kall í dóti og haldi 15 þús krónum í skemmtunum. Lækka mánaðarlegri eyðslu um 20 þús. Hafa hana um 80 þús á mánuði. Er það ekki raunsætt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli