Súperman
Ef þú ert ekki búin að horfa á myndina þá gæti þessi pistill skemmt fyrir þér áhorfið
(spoilers!!!)
Fór á súperman í gær. Nördinn í mér var alls ekki sáttur. Finnst eins og handritshöfundarnir hafi ekkert verið að fylgjast með þróun teiknimyndasagna í gegnum tíðina. Vantaði alla exitensíalisma í myndina.
En best að byrja á byrjun. Hún var flott myndin og ég var bara nokkuð sáttur við leikarana. Þeir skiluðu allir sínu. Aksjón atriðin (þessi örfáu) voru vel gerð og barðsmíðarnar sem superman lenti í fannst mér vel heppnaðar og náðu tilgangi sínum.
En handritið var slappt. Súperman kemur aftur, hann bjargar gellunni sinni, hann spjallar við gelluna, er í nokkrum token Clark Kent atriðum, Lex er vondur, Lex gerir vonda hluti, Súperman bjargar kellu sinni aftur, Lex notar kriptonite á súperman, lex lemur súperman, súperman er bjargað, súperman bjargar heiminum frá vonda Lex, væmin endir.
Það vantaði allan nútíma í þessari mynd. Hvar voru atriðin þar sem Súpermaninum mistókst að bjarga fólki? Hvar voru atriðin þar sem fólk mótmælti Súperman? Hvar voru atriðin þar sem aðstandendur spurðu "hvar varst þú þegar sonur minn dó?". Vantaði líka allan Lex Luthor inní þessa mynd. Hann var bara vondi kallin, engin karakter á bakvið hann. Og plottið? Búa til nýtt meginland til að selja lönd? Og hvað er þetta með búningin hans Súperman? Rosa flottur búningur en halló.. já það er skotið á þig með þessari þvílíkri vélbyssu og búningurinn skaddast ekki, en síðan er superman stungin með kristalsbroti.. já það fer auðvitað í gegnum búninginn hans og síðan er honum kippt af líkama supermans af einhverju hjúkrunarfólki. Alls ekkert raunverulegt við hann á nokkurn máta.
Súperman er nefnilega erfið persóna. Hann er margslungin en samt svo einfaldur. Hann er hinn fullkomni gulldrengur "golden boy". Hann er svo góður að flestir fá æluna upp í háls, hann getur allt, fer allt, og engin getur sigrað hann, nema með einhverjum geislavirkum steini. Hvernig er hægt að gera sögu um svoleiðis mann? Jú það er hægt að fjalla meira um Clark, gervi supermans, það er hægt að fjalla um það að Súperman er ekki fullkomin, hann brýtur öll lög um persónuvernd, friðhelgi einkalífsins o.s.frv. Og Lex.. guð minn góður.. það er eiginlega það besta sem maður getur gert í sambandi við við Súperman er að hafa Lex Luther sterkan. Hann er alltaf á bakvið tjöldin, mundi aldrei standa með byssu í hönd eða vera nálægt vopni. Hann er maður sem öfundar Súperman af sínum kröftum og vill gera allt í sínu valdi til að knésetja hann. Hann kemur eiginlega bestur fram í Superman:The Red Son og annari bók sem ég á (man ekki hvað hún hét), og síðan í Smallville.
Í þessari mynd var bara tekið þemað frá 1980 og því fylgt. Þessi mynd gaf mér ekkert. Fékk litla sem enga útrás af henni. Jæja.. þá verður maður bara að bíða eftir Spiderman 3, Watchmen, Batman 6, og sjá hvort að þær gefa nördinn í mér eitthvað til að kjamsa á.
p.s. Síðan var eitt sem fór rosa í taugarnar á mér. Richard, gaurin sem er trúlofaður Lois. He is getting so screwed að það hálfa væri nóg. Elskar konu sem elskar hann ekki, er alandi upp barn sem er ekki hans eigið. Súperman er hjónadjöfull. En hvað er hægt að gera.. hann lýgur nefnilega aldrei, bara hristir upp í konunni sem hann yfirgaf og er síðan að ræna henni aftur. Þarna gæti verið komið góður vísir að mótherja.. hmm.. góð hugmynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli