Helgin
Föstudagur, var mjög slappur fyrri hlut dags. Lá upp í rúmi með ógleði og vanlíðan. Veit ekki hvað var málið. Kannski draumurinn sem mig dreymdi (sjá neðar), kannski blóðtakan, kannski ælan sem ég sá í bíó.. kannski blanda af þessu þrennu.
Dreif mig samt í matarboð þar sem ég eldaði matin sjálfur. Það var nokkuð gaman.
Vaknaði svo snemma á laugardeginum og fór á Kjalarnes til þess að taka þátt í "Á flótta" leik. Var að leika skrifstofublók sem fór eftir reglum og síðan svartamarkaðsbraskara sem vann sem leiðsögumaður. Tafðist gríðarlega í þessum leik vegna myrkurs og kom seint í spileríið sem ég skipulagði sjálfur. Skamm skamm. Vona að drengirnir sem ég bauð hafi ekki orðið of fúlir og veri jákvæður þegar ég spyr hvort að þeir vilja koma spila aftur.
Sunnudagurinn var bara hangs dagur en fór svo um kvöldið á Sigurrósar tónleika. Sem náttúrulega voru snilld. Pirrandi fólk í kringum mann sem eyddi meiri tíma að horfa á tónleikana á skjá eða í gegnum linsuop heldur en að njóta þeirra en ekki er á allt kosið.
Draumurinn
Einn sjúkasti draumur sem mig hefur dreymt upplifði ég á aðfaranótt föstudags. Innihald hans var misknuarlaust dráp á hesti. Viðkvæmum sálum er bent að fara annað.
Ég og önnur stelpa (sem ég veit ekki hver er) vorum í mikilvægu en erfiðu verkefni. Okkur hafði verið sagt að það hefðu djöflar tekið sér bólfestu í hestastóði. Það þurfti að lífláta alla hestana. Ég og þessi stelpa teymdu einn hestin frá, hann var rólyndisgæðingur svona snögghærður, fallegur hestur (var grábrúnn á lit.. held ég). Við þurftum að ná hausnum af en höfðum engin almennileg verkfæri. Svo að ég tók heykvísl í hönd og stelpan hélt á malarskóflu. Ég rak heykvíslina í hálsin á honum og hélt honum kyrrum með miklum erfiðismunum á meðan stelpan vann í því að höggva af honum hausinn. Hún var fyrir ofan hann (af einhverjum orsökum) og stakk honum sífelt í hálsinn. Hjó sífelt en það var erfiðleikum háð að brjóta beinin í honum.
Eftir svona þrjú högg þá byrjaði blóðið að flæða. Það slettist í andlitið mitt en ég hugsaði sem minnst um það vegna þess að ég bar ábyrgð á því að halda honum kyrrum.
Ég vaknaði þegar hesturinn var að leggjast niður vegna þess að við höfðum brotið hrygginn hans.
Mér leið illa þegar ég vaknaði. Ógleði og ældi einhverju galli og öðru. Lá lengi upp í rúmi hugsandi um þennan draum. Hvaðan hann hafi komið, óraunveruleikann í honum (get ekki ýmindað mér að geta haldið hest á meðan það er verið að taka af honum hausinn með skóflu) og tilfinninguna sem var í mér í draumnum. Þetta var nefnilega ekki martröð. Mér leið eins og ég væri í vinnunni þegar ég hélt um heykvíslina og notaði krafta mína til að halda honum kyrrum.