01 nóvember, 2005

Fréttir

Fréttir

Ég er komin í þann pakka bara að telja upp hlutina sem eru að gerast fyrir mig dags daglega. Stundum er maður bara þurrausinn.

En já ég er búin að ákveða að hafa simplyjens@gmail.com. Leist vel á þá hugmynd sem hann Leifur kom með. Fær hann klapp á bakið fyrir vikið næst þegar ég hitti hann.
Msn-ið verður óbreytt xivar_77@hotmail.com.

Ég hafði samband við hjúkrunarfræðing vegna eyrnamergvandamálsins og hún sagði mér að nota eyrnapinna við að hreinsa út úr eyrunum en bara fara varlega. Ég fékk lánaðan eyrnapinna heima hjá mömmu og veiddi líka þennan ágæta hlunk úr hægra eyranu. En þá þarf ég ekki að hafa meiri áhyggjur af því. Lausn komin í eyrnamergsmálið!

Spilaði Twilight Imperium á sunnudaginn með Stefáni og fleirum. Spil sem var blanda af Game of thrones, diplomacy og axis and allies með catan borði. Það virkaði vel á mig en það voru tengingar í því spili og ég er alltaf skeptískur á teninga.

Serenity er á morgun...

Fór á Forðist okkur á laugardaginn (EKKI LESA NÆSTU SETNINGAR EF ÞÚ ERT VIÐKVÆM SÁL). Frábært leikrit. Það voru brotin öll mörk, talað um misnotkun á börnum, sjálfsmorð, heimilisofbeldi, morð, satanisma, einelti gagnvart fötluðum, ofl. ofl. Toppurinn (eða botninn) á leikritinu þegar sögð var setningin "pabbi, geturu bara ekki misnotað mig þegar friends er búin?" Ég hló mig vitlausan, en skammaðist mín oft.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli