30 júní, 2003

Innblástur

Stundum vantar hann alveg. Eins og núna. Það er ótrúlega margt að gerast í lífinu mínu þessa daga. Fiðrildi eru komin í heimsókn, vinnurnar mínur eru alveg að rokka, helling af hugsunum og þrám í kringum Eistland, nýjir draumar, nýjir hlutir að gerast í kringum rauða krossin, hrókeringar í stjórn, flutningurinn til Tékklands, nýjir hlutir að gera í RPGinu ofl ofl.

En einhvern vegin finn ég ekki orðin eða þörfina til þess að segja frá þessu.

Þannig að þetta verður minn pistill í dag.

24 júní, 2003

The Order of Pheonix

Búin að lesa doðranntinn þann. 766 blaðsíður, keyptar á aðfaranótt föstudags og búin með þar í dag. Klukkan 21:00.

Hérna koma engir Spoilerar! Bara mínar hugsanir um þessa fimmtu bók um Harry Potter. Mun tala aðeins um söguþráðin en bara það sem höfundurinn hefur sagt sjálfur. Ef þú veist ekkert um bókina þá skaltu ekki lesa þetta!

Þessi bók breytir mjög litlu miðað við hinar bækurnar. Hún heldur áfram með söguna án þess að bæta miklu við. Dauðdaginn sem hún J.K. Rowling var búin að tala mikið um var mjög fyrirsjánlegur og soldið flatur. Ef maður miðar það við áhrifin sem ég fékk úr bók nr. 4 þegar ein söpupersónan dó þá var það miklu áhrifameira og kom ótrúlega á óvart.

Það voru samt nokkrir skemmtilegir hlutir sem gerðust í henni og hlutir sem komu á óvart. Þróunin á persónu Potter var nokkuð lunkin. En mér fannst leitt að Ron Weasley þróaðist ekkert, en Herminoe kom skemmtilega inn. Neville Lonbottom naut sín gríðarlega í þessari bók og Ginny Weasly kom sterk inn. Hagrid var með sama heygarðshornið og kom inn vera inn sem var nokkuð skemmtileg. Siðan lét hún persónu birtast sem hefur ekkert sést síðan í fyrstu bókinni. Hún kom skemmtielga á óvart. Dumbeldore var frekar flatur... ég hef það á tilfinninguna að hún hafi fengið innblástur frá bíómyundunum um hvernig hún eigi að túlka Dumbeldore.

En Fred og Georg Weasleys voru senuþjófarnir og ef það verður gerð bíómynd eftir þessari bók þá verða þeir hetjur myndarinnar!

En það má með sanni segja að mig hlakki til að lesa næstu bók!

Join uss.... its blizzzzzzz......


23 júní, 2003

Estonia

Nýkomin frá Eistlandi. Ég hafði áætlað að skrifa eitthvað meðan ég væri úti en maður komst ekkert í netsamband. Ég veit ekki hvað ég ætla að skrifa mikið hérna í blogginu. En það var margt sem gerðist þarna úti og ég kynntist mörgum hliðum á sjálfum mér sem ég vissi ekki að ég ætti til.

Ég hata Moskítuflugur! Hrikaleg kvikindi og það mætti útrýma þeim.

Það var litið á mig sem foringja í búðunum og ég fékk á tilfinningu að ég væri vel liðin hjá fólkinu.

Ég kynntist nýjum hliðum á fólki sem ég hélt að ég þekkti ágætlega. Sumt komt á skemmtilega á óvart en annað ekki.

Ég komast að því að ég get orðið frekar sár yfir því að ungt fólk fái ekki að njóta sín.

Eistland er flatt land með mikið af skógum, yfirgefnum húsum og kommunístablokkum.

Mæli með því

Spasseba

11 júní, 2003

Víkakra!

Næstkomandi laugardag fer hópur af ævintýragjörnum unglingum af stað frá Akranesi klukkan tíu og þeir stefna til Reykjavíkur. Stefnt verður á það að fara meðfram Hvalfirðinum á rafmangsfaratækjum. Þessi unglingahópur kallar sig BUSL

Besta Unglingastarf Sjálfsbjargar Landsambandsins hefur verið starfandi í 6 ár og þessi ár hafa verið viðburðarrík. Þegar ég byrjaði þá var farið á Langjökul á vélsleða, síðan hafa unglingarnir tekið sig til og farið á þotuskíði, skroppið til Danmerkur ofl.

Þetta er frábær hópur af krökkum og í dag þá langar þeim að fara aftur til útlanda. Svo það hefur verið ákveðið að safna áheitum. Þess vegna varð Víkakra til! Það verður farið á faratækum hreyfihamlaðra, hjólastjólum og rafskutlum alla þessa leið og með í för eru Sniglarnirá sínum vélfákum, umferðarfulltrúi Landsbjörgu og umferðarstofu (held að ég hafi náði því rétt) og síðan verður lögreglan auðvitað í för í þéttbýlinu.

Það verður í gangi söfnunarsími 908-2003 og ef þú hringir í hann þá verða settur 700 kr á símareikninginn. Ef þú hefur stundum látið samviskupening rakna af hendi þá er þetta tíminn!

Styðjið BUSLara til góðra verka!

10 júní, 2003

Dagarnir sem líða

Ég var að stjórna nokkuð skemmtilegu Sessioni á laugardaginn þar sem var teknir upp gleymdir rykfaldar persónur og þær spilaðar. Þetta var hópur sem ég stjórnaði fyrir þó nokkrum árum og á þessum tíma eyddum við miklu púðri að hafa einhverjar persónur sem höfðu einhverja leyndakrafta og óvenjulegan bakgrunn. Það sem er auðvitað skemmtilegt við það að allir voru óvenjulegir þannig að það var venjulegt að vera óvenjulegur og ef þú komst með persónu sem var ekkert óvenjuleg (bara normal búbbi með sverð og skjöld) þá var lyft augabrúnum.

En já, þessi hópur síðan dó út eins og gengur og gerist. Stjórnandinn fékk áhuga á einhverju öðru og sinnti því meira. En nú var dustað rykið af þeim persónum og þeir spilaðir.

Eftir þennan spilatíman tók ég eftir því að ein persónan sem var spiluð var blanda úr tveimur og maður misskildi aðra persónu. En þetta var líf og fjör og menn áttu hetjulega bardaga við dreka og dverga.

Vonandi heldur þetta áfram!

04 júní, 2003

Innsæi

Er Guð til? Og þá er ég ekki að meina Guð eins og í biblíunni.. heldur einhver æðri vera sem stundum getur haft áhrif á okkar líf... eða jafnvel einhvað sem er bara... og ekkert með það...

Ég stundum held að það sé einhver æðri máttur sé til. Og að hann hafi áhrif á heiminn. Ég held stundum að hann tali til okkar allra. Ég hef oft fengið eitthvað á tilfinninguna, eitthvað sem ég held að sé þannig eða að svona mun þetta fara.

Til dæmi með reúninionið... ég var eiginlega viss um það að þetta kvöld væri eitthvað sem ég mundi minnast frekar lengi. Ég mætti á kvöldið fullur eftirvæntingar, beið eftir að eitthvað óvænt gerðist!

Þetta hefur stundum gerst... maður fær eitthvað á tilfinninguna sem síðan verður að veruleika. En það gæti verið að ég fái helling á tilffininguna sem verðu síðan aldrei að veruleika og ég gleymi því strax aftur. Það er auðvitað allt annað mál!

Kannski er ég bara sturlaður

03 júní, 2003

Fluttur!

Já ég er búin að flytja aftur! og það sem meira er ég flutti aftur í Eggertsgötuna og í sama hús! Bara tveimur hæðum fyrir ofan! Jíbííííí!!!!

Vinkona mín hún Bryndís er út á landi í allt sumar og einhvern vegin barst það í tal að ég gæti fengið íbúðina hennar. Ég stökk á það þar sem ég er að vinna niðrí bæ og vill endilega prófa að búa einn! Svo að....

Ég svaf þar í nótt... fór allt of seint að sofa þar sem ég var í bíó að horfa á myndina Identity (sem er snilldar ræma) en ég svaf vel. Dreymdi tóma vitleysu um hárgel... man ekki alveg hvað. En vaknaði, fór í sturtu, fékk mér morgunmat og fýlaði mig vel... Gallin var sá að ég hafði bara ein sett af fötum og hafði útbýað þau í malti og öðru ógeði, en hvað gerir maður ekki fyrir MALT! En ég er mjög sáttur við þessi hlutskipti!

Síðan ætla ég að fara hjóla í sumar og hafa voða gaman!

02 júní, 2003

Reúníón!

Ég fór á Reúníon á föstudaginn síðasta. 10. Bekkurinn minn var að hittast. Bekkurinn minn, JB-Bekkurinn, hittist á Caruso og borðuðum saman og síðan fórum við í Sal í Borgartúni þar sem allir 10 bekkirnir hittust og þar var setið að sumbli.

Margir komu til þess að gleðjast og til þess að hitta gamla vini, upplyfa gamla stemmingu. Ég mætti ekki í þeim tilgangi. Ég mætti til að.....

Gagnfræðiskólinn (8,9,10 bekkur) var ekki skemtilegur tími hjá mér. Ég var lagður í Einelti á þessum tíma, ég var félagslega einangraður, kallar ýmsum nöfnum osfrv. Það hafa margir upplyfað verra einelti heldur en ég en ég er ekkert að tala um það hér. Einelti er vandamál... en ég held að aðrir ættu að tala um það.

Ég mætti til þess að sjá hvort eitthvað hafði breyst. Er ég breyttur? Get ég horft framan í þá sem lömdu mig? Get ég talað við þá sem vildu ekki tala við mig eða buðu mér aldrei í bekkjarpartí? Tíu ár voru liðin!

Margt hafði ekki breyst. Gellurnar voru ennþá gellur, voru bara komin með silikon og kannski nokkuð grennri. Töffararnir voru ennþá miklir töffarar... kannski soldið sjúskaðri og mikla "lífsreynslu" á bakinu. Nokkrir voru giftir, enn fleiri með börn. Einn hafði breyst gjörsamlega, var feitlaginn en í dag var hann orðin spengilegur og nokkuð svalur. Hafði augljóslega tekið nokkra danstíma og var góður í sveiflunni.

Ég virtist hafa breyst, margir minntust á það og jafnvel var talað um það að ég væri óþekkjanlegur. En útlitið hafði ekki bara breyst. Ég gat spjallað við alla án þess að fara í einhverja feimni. Ég þurfti ekki að hanga hjá vinum og baktala aðra. Ég lenti á góðu spjalli við hina og þessa í "eldhúsumræðum".

En hápunktur kvöldsins var þegar stúlka, sem var frekar smávaxin sem ég þekkti ekki vitund spurði mig að nafni. Ég svaraði því og hún sagði að hún héti Kolbrún (leyninafn). Ég sagði þá í gamansömum tón "Stelpan sem tók af mér húfuna". Ég á mjög sterka minningu um þetta. Ein mín fyrsta minning sem ég tengi við einelti. Þá er hún og önnur stelpa sem ég man ekki hver var búin að taka af mér húfuna og eru að henda henni á milli sín og ég að reyna að ná henni, það gengur illa hjá mér og ég brest í grát. Mikil auðmýking! En þetta hafði gerst fyrir um 12 árum síðan, þegar ég var í áttunda bekk og ég hafði oft velt því fyrir mér hvað hefði orðið af þessari persónu. Mér fannst hún skemmtileg persóna og þrátt fyrir þessa stríðni þá var mér einhvern vegin hlýtt til hennar.. veit nú ekki alveg út af hverju... stockholm syndrom eða eitthvað. En já...

Eftir að ég hafði minnt hana á hver hún var í mínum augum þá horfði hún á mig með sorgmæddum hvolpaaugum og sagði "fyrirgefðu það" Síðan fór í gangi faðmlög og spjall um fyrirgefningu og minnigar. Þetta var geggjað fyrir mig... einhver áfangi, einhverjar minningar sem var hægt að kveðja.

Ég fílaði þetta Reúníón og ætla definatly að mæta á næsta!