Víkakra!
Næstkomandi laugardag fer hópur af ævintýragjörnum unglingum af stað frá Akranesi klukkan tíu og þeir stefna til Reykjavíkur. Stefnt verður á það að fara meðfram Hvalfirðinum á rafmangsfaratækjum. Þessi unglingahópur kallar sig BUSL
Besta Unglingastarf Sjálfsbjargar Landsambandsins hefur verið starfandi í 6 ár og þessi ár hafa verið viðburðarrík. Þegar ég byrjaði þá var farið á Langjökul á vélsleða, síðan hafa unglingarnir tekið sig til og farið á þotuskíði, skroppið til Danmerkur ofl.
Þetta er frábær hópur af krökkum og í dag þá langar þeim að fara aftur til útlanda. Svo það hefur verið ákveðið að safna áheitum. Þess vegna varð Víkakra til! Það verður farið á faratækum hreyfihamlaðra, hjólastjólum og rafskutlum alla þessa leið og með í för eru Sniglarnirá sínum vélfákum, umferðarfulltrúi Landsbjörgu og umferðarstofu (held að ég hafi náði því rétt) og síðan verður lögreglan auðvitað í för í þéttbýlinu.
Það verður í gangi söfnunarsími 908-2003 og ef þú hringir í hann þá verða settur 700 kr á símareikninginn. Ef þú hefur stundum látið samviskupening rakna af hendi þá er þetta tíminn!
Styðjið BUSLara til góðra verka!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli