02 júní, 2003

Reúníón!

Ég fór á Reúníon á föstudaginn síðasta. 10. Bekkurinn minn var að hittast. Bekkurinn minn, JB-Bekkurinn, hittist á Caruso og borðuðum saman og síðan fórum við í Sal í Borgartúni þar sem allir 10 bekkirnir hittust og þar var setið að sumbli.

Margir komu til þess að gleðjast og til þess að hitta gamla vini, upplyfa gamla stemmingu. Ég mætti ekki í þeim tilgangi. Ég mætti til að.....

Gagnfræðiskólinn (8,9,10 bekkur) var ekki skemtilegur tími hjá mér. Ég var lagður í Einelti á þessum tíma, ég var félagslega einangraður, kallar ýmsum nöfnum osfrv. Það hafa margir upplyfað verra einelti heldur en ég en ég er ekkert að tala um það hér. Einelti er vandamál... en ég held að aðrir ættu að tala um það.

Ég mætti til þess að sjá hvort eitthvað hafði breyst. Er ég breyttur? Get ég horft framan í þá sem lömdu mig? Get ég talað við þá sem vildu ekki tala við mig eða buðu mér aldrei í bekkjarpartí? Tíu ár voru liðin!

Margt hafði ekki breyst. Gellurnar voru ennþá gellur, voru bara komin með silikon og kannski nokkuð grennri. Töffararnir voru ennþá miklir töffarar... kannski soldið sjúskaðri og mikla "lífsreynslu" á bakinu. Nokkrir voru giftir, enn fleiri með börn. Einn hafði breyst gjörsamlega, var feitlaginn en í dag var hann orðin spengilegur og nokkuð svalur. Hafði augljóslega tekið nokkra danstíma og var góður í sveiflunni.

Ég virtist hafa breyst, margir minntust á það og jafnvel var talað um það að ég væri óþekkjanlegur. En útlitið hafði ekki bara breyst. Ég gat spjallað við alla án þess að fara í einhverja feimni. Ég þurfti ekki að hanga hjá vinum og baktala aðra. Ég lenti á góðu spjalli við hina og þessa í "eldhúsumræðum".

En hápunktur kvöldsins var þegar stúlka, sem var frekar smávaxin sem ég þekkti ekki vitund spurði mig að nafni. Ég svaraði því og hún sagði að hún héti Kolbrún (leyninafn). Ég sagði þá í gamansömum tón "Stelpan sem tók af mér húfuna". Ég á mjög sterka minningu um þetta. Ein mín fyrsta minning sem ég tengi við einelti. Þá er hún og önnur stelpa sem ég man ekki hver var búin að taka af mér húfuna og eru að henda henni á milli sín og ég að reyna að ná henni, það gengur illa hjá mér og ég brest í grát. Mikil auðmýking! En þetta hafði gerst fyrir um 12 árum síðan, þegar ég var í áttunda bekk og ég hafði oft velt því fyrir mér hvað hefði orðið af þessari persónu. Mér fannst hún skemmtileg persóna og þrátt fyrir þessa stríðni þá var mér einhvern vegin hlýtt til hennar.. veit nú ekki alveg út af hverju... stockholm syndrom eða eitthvað. En já...

Eftir að ég hafði minnt hana á hver hún var í mínum augum þá horfði hún á mig með sorgmæddum hvolpaaugum og sagði "fyrirgefðu það" Síðan fór í gangi faðmlög og spjall um fyrirgefningu og minnigar. Þetta var geggjað fyrir mig... einhver áfangi, einhverjar minningar sem var hægt að kveðja.

Ég fílaði þetta Reúníón og ætla definatly að mæta á næsta!Engin ummæli:

Skrifa ummæli