20 júlí, 2005

Sumarfrí

Sumarfrí

Sivar er í sumarfríi. Hann ætlar að nota tíman í lestur, bjórdrykkju, liggja í sólinni (ef það er sól), spila, hanga, bora í nefið... og fara á U2 tónleika.

Verður lítið við. Ef þið viljið ná í hann þá er hægt að senda email á jensa@hi.is. eða bjalla í kallinn ef þið eruð með símann hans.

Bið að heilsa.

06 júlí, 2005

Draumar

Fubar Draumur


Jæja enn einn draumapósturinn. Þetta var mjög skrýtin draumur. Hann byrjaði þannig að ég vaknaði heima hjá mér við einhvern skarkala frammi í stofu. Ég skreið úr rúminu (það var öfugt.. var upp við veggin sem Pablo er núna við). Fór fram, þá var feimni herbergisfélaginn með einhvern félaga hjá sér sem var snargeðveikur... var með hávaða og var að rífa upp einhvern plastlista upp í eldhúsinu. Var feitur, með svona harða lyfjafitu, og stór.

Ég leit á herbergisfélagann sem var úti á svölum að reykja!! Hann var að reykja einhverjar stórar svartar sígarettur. Ég spurði "Reykir þú?" og hann svaraði með derringi "vissir þú það ekki?". Ég fór spurði hann síðan hvað á að gera við þennan geðveika og hann yppti bara öxlum.. eins og það væri ekki hans vandamál. Eftir smá tíma af veseni og derringi þá tókst mér að koma þessum geðsjúklingi út og burt. Feimni herbergisfélaginn var bara þarna..

Ég fór aftur að sofa.. eftir að hafa legið upp í rúminu í smá stund þá vakna ég við það að það situr kærastan hins herbergisfélagans á rúmstokknum hjá mér. Hún segir mér að hafa engar áhyggjur, hann ætti að koma aftur fljótlega. Ég veit ekkert um hvað hún er að rugla og spyr hana hvað hún sé að meina. Hún segir að hann hafi bara skroppið aðeins út.. þurfti að hugsa. Ég fatta þá hvern hún er að tala um og spyr hvort að þau séu hætt saman og hún svarar "já, hann var svo vondur við dýrin" við þessu veit ég ekkert hvernig ég á að bregðast við. Hún segir að hann hafi farið að vatninu og elt upp fugla til að drepa þá. Hann hafi líka misþyrmt köttum í hverfinu. Þess vegna sagði hún honum upp.. vildi ekki vera með svona rugludalli.

Ég klæði mig og fer út til þess að sjá hvort að ég sjá hann. Eftir smá rölt kem ég að hóp af krökkum (á svona 4-8 ára aldri). Klukkan er eitthvað um nótt og þetta eru krakkar sem voru á leikskólanum mínum. Þar á meðal Tvíburarnir. Ég samt þekki þau ekki beint.... eins og þau hafi aldrei verið á leikskólanum. En aní vei.. þau eru vilt krakkarnir, bulla eitthvað um að hafa elt á.. sem hafi síðan horfið og þá voru þau stödd þarna. Ég segi þeim að þau geti sofið heima hjá mér.. og ég muni hafa samband við foreldrana. Þau koma með mér upp í íbúðina og það eru mikil læti í þeim. Hressir krakkar. Gef þeim að borða og bursta tennurnar með mínum tannbursta og síðan fara þau að sofa í mínu rúmi. Ég hringi á lögguna en engin kannast við krakkahóp sem er hafi týnst. Dæmigerðir foreldrar...

og þannig endar draumurinn.

04 júlí, 2005

Helgin

Helgin

Helgin byrjaði ekki vel.

Ég fór til systur minnar og fékk hjá henni ískáp, sem var auðvitað bara gaman. En eftir að hafa borið hann upp í íbúðina með hjálp nýja herbergisfélagans þá settist ég fyrri framan tölvuna mína og kveikti á henni. Ætlaði að sýna LSJinu myndirnar sem ég tók í brúðkaupinu hennar. Hún sýndi þennan dæmigerða start upp glugga og síðan kom "Hard disk failure". Sem samkvæmt mínum heimildum er víst mjög slæmt. Getur varla orðið verra...

En ég hendi tölvunni í viðgerð, enn í ábyrgð og skellti mér í hlutverk Jesus Guerre "el Jeffe", þar sem hann ferðaðist til Rúmeníu til að komast að því hvað varð um Hunter S. Thompson, félaga síns úr mið-Ameríku stríðinu, sem hvarf fyrir nokkrum dögum. Eftir að hafa lent í ýmsum uppákomum þar á meðal að hafa lent í æsilegum bardaga við ræktaða manúlfa þá réðst hann og félagi hans á samkomu villutrúarmanna með handsprengjum og tilheyrandi byssuskotríð. Um 30 mann féll í valin en Hunter var bjargað.. það kom síðan seinna í ljós að flestir þessir menn voru háttsettir einstaklingar innan ríkisstjórn austantjaldslanda og það má kannski segja að með þessum aðferðum þá hafi el Jeffe komið af stað borgarastyrjöld. En þar sem El jeffe er Bandarískur ríkisborgari þá er borgarastyrjöld í útlendu landi ekki beint það sem er efst í huga hans.

Á laugardaginn var lesið og síðan skellt sér í hlutverk Tyrkja í Diplomacy. Eftir miklar samningaviðræður og landamæradeilur við Rússa, sem lauk með falli keisaraveldisins, samninga við Austurríki Ungverjalands og skiptingu Þýskalands þá urðu því miður Tyrkland og Austurríki Ungverjaland að lúta valdi samstöðu Englands, Frakklands og Ítalíu sem voru mjög ósáttir við hegðun Tyrklands og Austurríkis.

Á sunnudaginn skellti maður sér í sund og síðan í hlutverk Hr. T eða Taybard. Stuttlyngs (Halfling) bardagmanns sem aldist upp á götum GráHauks borgar (lásí nafn á íslensku), Hr T var málaliði eða bardagamaður til leigu. Hann var leigður ásamt tveimur félögum sínum til að ferðast til gamallar námu og ná í eina bók sem var þar. Eftir frækna för, bardaga við Trogs, orka, hælsæri (caltrops), gildrur, nöldur í þjófinum sem fann bara gildrurnar þegar hann lendi í þeim sjálfur o.fl. þá tókst þeim að ná bókinni. Hr. T lofaði sjálfum sér að tíund verðlaunaféssins færi í áfengi og hórur.

Sunnudags spileríið endaði snemma og eftir að hafa borðar kvöldmat með herbergisfélögum og spúsu eins þeirra þá horfði ég á myndina "shake hands with the devil". Ég held að með þeirri mynd þá hafi ég lokið hringnum með Rúanda.

..... en var bara ágæt þrátt fyrir það

01 júlí, 2005

Duran og eyrnamergur

Duran og Eyrnamergur

Ég lenti í "skemmtilegu" atviki fyrir tveimur dögum síðan. Þegar ég var lítill þá tók stundum mamma sig til og hreinsaði úr eyrunum á mér. Alger píning en var fínt þegar þetta var búið. Þetta var víst nauðsynlegt. Hún notaði bæði eyrnapinna og svo hárnælu til þess að hreinsa skítinn. Þegar ég varð eldri fór þetta starf á mínar hendur og þrátt fyrir að ég hafi aldrei notað hárnælu þá nota ég eyrnapinna af miklum móð. En já.. ég var að hreinsa úr eyrunum og á venjulegum degi þá nota ég svona 5 eyrnapinna samtals. Á miðvikudaginn var ég búin að nota þrjá og ég fann fyrir einhverjum pirringi í hægra eyra. Fannst eins og það væri eitthvað þarna sem ég gæti ekki náð. Ég prófaði að blása út í eyrun (eins og maður gerir til að jafna þrýsting í flugvélum), eyrun poppuðu og ég tróð eyrna pinnanum inn.

Og dró út þessa þvílíku klessu. Jafn stór og eyrnapinninn og leit út eins og himna. Já strákar og stelpur það leit út eins og drullan hafi safnast saman og gert bara himnu í eyranu mínu. Fannst þetta ekki glæsilegt. En ég verð að spyrja.. er þetta algengt?

Síðan skrapp ég á Duran Duran í gær, fékk miða á síðustu stundu í gær í vinnunni og ákvað að skella mér. Rölti heiman frá mér í regnjakka og með bók. Bókina tók ég með vegna þess að mig langaði að hlusta á Leaves og ætlaði að mæta tímanlega.. sem þýðir í flest öllum tilfellum frekar mikil bið. Þar sem ég var einn þá hafði ég engan til að tala við. En það var það gaman að horfa á mannfjöldann og spá í því hvort að maður þekkti einhvern að ég tók aldrei upp bókina.

En Leaves var frábær og ég ætla mér að kynna mér hana aðeins betur. Síðan leið smá tími og ég settist bara niður og beið.

Tónleikarnir voru þrælskemmtilegir, ég hitti auðvitað fólk sem ég þekkti svo ég gæti staðið hliðin á því. Ég er ekki mikill duran aðdáandi en ég þekkti flest öll lögin. Söng meira segja með í þó nokkrum. Uppklappið hjá þeim var skemmtilegt og komu þeir skemmtilega fyrir.

en já.. hvað segið þið um eyrnamerginn?